föstudagur, júní 16, 2006

Fimleika Gummi, strikes again!

Yep. Ég er all svakalega fimur og fær. Kann sérstaklega vel við rör í gróðurhúsum, snúrur og lyftur svo fátt eitt sé nefnt. Kom náttúrulega að því að ég myndi sýna það og sanna almennilega í þessari vinnu sem ég er í núna.
Var að taka súrefniskút af rúmi hjá einum sjúklingnum sem ég var búinn að parkera, snilldarlega I might add. Þetta var seint um kvöld, flest allir sofnaðir á deildinni. Þetta er eitthvað sem að maður gerir hundrað sinnum á dag og það er einmitt í hundraðast skiptið sem að maður verður kærulaus. Kannski var ég líka bara þreyttur eftir erfiðan dag, hver veit. Ég tek sem sagt kútinn af rúmgaflinum, set hann niður á gólfið, dreg hann út úr herberginu, út á gang og geri mig líklegann til að skrúfa fyrir tækið. Nema hvað. Aðdráttarafl jarðar var eitthvað á móti mér eins og flesta aðra daga.
Kúturinn þrykkist í gólfið, hausinn brotnar af með tilheyrandi brothljóðum sem voru snögglega kæfð með skerandi háu hvissi úr kútnum.
Þarna stóð ég gjörsamlega frosinn yfir súrefniskút sem vildi ekki hætta að vera með hávaða(erfitt að lýsa hávaðanum sem kemur út úr þessu en held að "sjúklegur" sé nærri lagi) hversu mikið sem ég starði á hann. Sjúklingar æpandi fyrir aftan mig, hjúkkur hlaupandi í áttina að mér en færðu sig mjög fljótlega aftur vegna þess að þær eru skíthræddar við súrefniskúta og með réttu. Þessi fyrirbæri eiga það nefnilega til að springa við minnsta tilefni.
Eftir tilgangslausa störukeppni við kútinn tók ég mig saman í andlitinu, lagðist á hann og skrúfaði fyrir með erfiðleikum þar sem að draslið var hálf brotið. En það tókst. Dauðaþögn. Gapandi andlitin, sem beindust aðallega að mér, heimtuðu skýringu á þessum djöfulsins hávaða og fíflagangi. I had none. Gekk frá dótinu, útskýrði rólega fyrir þeim að þetta væri greinilega ónýtt og ég væri farinn.
Fór niður, kveikti mér í og gerði mér hægt og rólega, með hjálp samstarfsmanna minna, grein fyrir því hvað ég var nálægt því að drepa mig.
Gaman.



Þau voru misjafnlega gáfuleg andlitin sem gláptu á mig...

9 Comments:

Blogger Gummi said...

prrff! Það var hann sem hrinti kútnum og bjargði mér til að reyna að líta vel út, þannig að fuck him! ;)

föstudagur, júní 16, 2006  
Blogger Tinna said...

"Þetta er rétti andinn" segir Jóhann sem hefur ákveðið að hann ætli hvorki að láta skíra sig né ferma.

Ekkert smá magn af fílapenslum á þessum!

laugardagur, júní 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Hann um það, fær þá enga gjöf frá mér.

Ég sem var búinn að safna þvílíkt fyrir einum línuskauta handa honum...

laugardagur, júní 17, 2006  
Blogger Gummi said...

..eða penna.

laugardagur, júní 17, 2006  
Blogger Tinna said...

Ég segi honum það - hann skiptir eflaust um skoðun.

sunnudagur, júní 18, 2006  
Blogger V said...

Ég hitti einu sinni guð. Hann sagði mér að ef ég hætti ekki að fitla við sjálfan mig þá myndi ég missa sjónina. Þannig að núna er ég að ganga um með lokuð augun... bara til þess að venja mig við myrkrið!

mánudagur, júní 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

V... þú ert æði:D

mánudagur, júní 19, 2006  
Blogger Þorbjörg said...

Ég hef ekki hlegið svona mikið lengi..

miðvikudagur, júní 21, 2006  
Blogger Gummi said...

Gamana að því :D

miðvikudagur, júní 21, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home