laugardagur, júlí 08, 2006

Hróarskelduhátíðin 2006

Við lögðum af stað klukkan 11:54 á miðvikudagsmorgni. Höfðum pakkað niður kvöldið áður til að þurfa ekki að vakna ekki neitt sérstaklega snemma. Strætóinn er á leiðinni niður götuna og við lítum á hvort annað, mjög svo rómantískt augnablik...MIÐARNIR!! Ég hendist af stað og rétt næ að koma aftur áður en strætóinn fer. Komum til Roskilde Festivalpladsen og förum að leita að tjaldsvæði. Gjörsamlega stappað af fólki og pissulyktin sem ég hafði ekki fundið síðan 2003 var mætt líka. Við fundum smá pláss eftir tveggja tíma leit og náttúrulega fyrsta mál á dagskrá eftir tjöldun var hvar við finnum bjór. Tók ekki langann tíma. Við drukkum.
Kannski allt í lagi að taka það fram að á þessum tímapunkti erum "við" s.s. ég, Sigga og Keli frændi.
Ekkert merkilegt gerðist á miðvikudeginum en undur og stórmerki gerðust á fimmtudagsmorgninum þegar ég vaknaði og bara ekkert svo þunnur í þokkabót! Mátti greina örlítil vonbrigði hjá Kela af því að hann var búinn að treysta á að hann gæti huggaði sig við að ég yrði alltaf eilítið þynnri en hann.
Það var svakalega gott veður þannig að maður gat ekki sofið í tjaldinu lengur en til svona ca. 8 á morgnana sem gerði það að verkum að maður svaf að meðaltali 3 - 4 tíma.
Mikil spenna var hjá ferðafélögum mínum og kannski ekki síður hjá mér hvort að mér gæti tekist að pissa út í girðingu eins og alvöru karlmaður. Ég er nefnilega með afar feimna blöðru og á því í miklum erfiðleikum með að framvkæma þetta auðvelda verkefni. Ef ég svo mikið sem held að það sé einhver að horfa á mig kemur ekki dropi út frá neðri hæðinni og liggur við að ég þurfi að hringja í 112 tólf bara til að finna félagann aftur. Skemmst frá því að segja að hershöfðinginn lét ekki af fyrri háttum og það var ekki fyrr en eftir 15 bjóra og myrkrið var skollið á að mér tókst að kreista nokkra dropa út í girðingu, annars stóð ég með hinum stelpunum í röð allan liðlangann daginn. Verð náttúrulega að fara að gera eitthvað í þessu. Eitt er að kaupa sér svona skýli á augun eins og hestar niður í bæ eru látnir vera með svo þeir haldi að þeir séu einir í heiminum eða þá bara fara til sálfræðings.
Mest sé ég eftir því að hafa misst af dEUS á fimmtudeginum af því að við vorum að bíða eftir Byssum og Rósum og þeir létu líka bíða eftir sér í klukkutíma. Loksins þegar þeir dröttuðust á sviðið voru fá orð til að lýsa vonbrigðunum sem heltust yfir mann. Slakt show svo vægt sé til orða tekið.
Færðum okkur yfir á Sigur Rós. Alltaf rignir jafn svakalega upp í nefið á þeim en þeir skiluðu víst sínu. Hafa fjandakornið ekkert breyst hvað varðar show eða lög síðan ég sá þá á Roskilde árið 2000.
Við fórum aftur á tjaldsvæðið og á einhvern undraverðan hátt næ ég alltaf að laða að mér einhverja norðmenn, misskemmtilega að vísu. Þessir voru aðeins skemmtilegri en norðmannafíflið sem plantaði sér hjá okkur 2003. Þurfti að reka hann í burtu á miður fallegan hátt en ég leyfði þessum að vera...sofnaði....föstudagur kemur síðar...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég var að pæla í því. Mér leið eitthvað undarlega þarna á fimmtudagsmorgninum.

laugardagur, júlí 08, 2006  
Blogger Gummi said...

hahahaha, and I thank you so very much!

sunnudagur, júlí 09, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home