Hundraðasta færslan.....so very, very tired.
Jæja, þá er maður næstum búinn að vera hérna í heilt ár. Búinn að prufa ýmislegt. Sumt gáfulegra en annað. Enn að velta því fyrir mér af hverju H.H. er ekki búinn að kaupa TV2 og ráða mig í vinnu. Ég hef ekki snert klippiforrit síðan ég kom hingað og ég get nú alveg viðurkennt að ég sakna þess smá. En ekki nóg samt.
Ég prófaði líklega fleiri vinnur í vetur en flest fólk prófar alla sína ævi. Hitti margar kostulegar persónur. Vona svo sannarlega að ég þurfi ekki að fara í þanna pakka aftur.
Sigga komst ekki inn í læknisfræðina þetta árið en gæti hugsanlega komist í líffræðina. Efst á óskalistanum mínum er að hætta í þessari vinnu á spítalanum og komast í fullt starf einhvers staðar. Þarf ekki að vera sjónvarp. Margt annað sem að mig langar að prófa. Ef allt fer til fjandans þá er ég jafnvel að hugsa um að fara í rafvirkjanám.
Blómin eru ennþá lifandi en það er mjög tæplega.
Tengdó eru að koma í heimsókn í ágúst. Annað sinn sem að þau hafa komið í heimsókn hingað og ég hlakka bara til. Það var allavega gaman síðast þegar þau komu.
Mamma mín og pabbi hafa aldrei komið í heimsókn hingað...
Vinkona hennar Siggu og kærasti hennar kíktu líka á okkur í júní og svo kom bróðir hennar Siggu og familían hans í júlí. Obboð kátt í höllinni þá.
Ekki hefur neinum af vinum mínum dottið í hug að heimsækja okkur og það er allt í lagi...mér finnst þið ekkert skemmtileg heldur.
Bless.
Ég prófaði líklega fleiri vinnur í vetur en flest fólk prófar alla sína ævi. Hitti margar kostulegar persónur. Vona svo sannarlega að ég þurfi ekki að fara í þanna pakka aftur.
Sigga komst ekki inn í læknisfræðina þetta árið en gæti hugsanlega komist í líffræðina. Efst á óskalistanum mínum er að hætta í þessari vinnu á spítalanum og komast í fullt starf einhvers staðar. Þarf ekki að vera sjónvarp. Margt annað sem að mig langar að prófa. Ef allt fer til fjandans þá er ég jafnvel að hugsa um að fara í rafvirkjanám.
Blómin eru ennþá lifandi en það er mjög tæplega.
Tengdó eru að koma í heimsókn í ágúst. Annað sinn sem að þau hafa komið í heimsókn hingað og ég hlakka bara til. Það var allavega gaman síðast þegar þau komu.
Mamma mín og pabbi hafa aldrei komið í heimsókn hingað...
Vinkona hennar Siggu og kærasti hennar kíktu líka á okkur í júní og svo kom bróðir hennar Siggu og familían hans í júlí. Obboð kátt í höllinni þá.
Ekki hefur neinum af vinum mínum dottið í hug að heimsækja okkur og það er allt í lagi...mér finnst þið ekkert skemmtileg heldur.
Bless.
10 Comments:
Ég er alltaf hjá þér í huganum... það útskýrir væntanlega kuldahrollinn sem þú ert alltaf með!
Ég er alltaf hjá þér í huganum... það útskýrir væntanlega kuldahrollinn sem þú ert alltaf með!
Það gerir það reyndar ;)
Æ, kúturinn... Ég skal kíkja á þig EF ég fer til Odense í vetur en það bara til að gleðja ÞIG.
Bíddu, bíddu! Ég veit ekki betur en heill hópur fólks hafi gert sér sérstaka ferð til þess að syngja karókí með þér heila helgi! Hvorki íbúðin þín né hótelrými bæjarins dugðu svo þau þurftu að hírast í KöBen í kulda og hrolli. Af hverju mér var ekki boðið með er náttúrulega gjörsamlega óskiljanlegt.
Ég er enn að jafna mig á vonbrigðunum en stefnan er að koma með leynifélaginu (mínus stóru brjóstin for obvious reasons) í julefrokost síðustu helgina í nóvember. Nú er það sagt og verður þ.a.l. gert. Er það ekki alltaf svoleiðis..? Ef þú verður ekki búinn að stækka við þig neyðumst við líklega til að gista í KöBen... þú kíkir kannski náðarsamlegast á okkur..?
uss...ekki eyðileggja dramatíkina hjá mér...
Mér þykir leitt að rífa þig upp úr þessu þunglyndi þínu kæri bróðir, en mér finnst þú vera að gleyma því að við Lovísa erum að koma til þín um næstu helgi!
Guðni
ALLT ónýtt hjá grenjuskjóðunni.
Ég sagði: uss...ekki eyðileggja dramatíkina hjá mér...
ég var nálægt því að koma... komst reyndar ekki lengra en til köben og guggnaði þar en nær en margir aðrir samt :)
Skrifa ummæli
<< Home