sunnudagur, júlí 09, 2006

My Midnight Creeps...

..var ein af hljómsveitunum sem við sáum ekki á föstudeginum. Tókum þann dag frekar rólega og skelltum okkur í Roskilde bæinn sjálfann sökum arfaslakrar dagsskrár um daginn. Röltum niður göngugötuna þar og fengum okkur að borða á Sandbar, útibar þar sem þau voru búinn að vera svo sniðug að dreifa sandi yfir allt. Ég fékk mér Brunch. Massagott. Færðum okkur svo á annan bar sem sýndi leik dagsins á HM. Horfðum á hann og drifum okkur svo aftur á tónleikasvæðið af því að Keli mátti engan veginn missa af Bob Dylan. Allt í lagi með það svo sem. Ætli maður verði ekki að berja þennan margrómaða tónlistarsnilling augum, hugsaði ég með mér. Hefði betur geta sleppt því. Rosalega lélegt stöff í þremur orðum sagt. Hefði frekar átt að taka með mér kasettutæki og spólu með köttum að breima og hlusta á það í botni inn í tjaldi. Ég gæti haldið áfram í allan dag. Er að hugsa um að senda honum Dylan harðort bréf og hvetja hann eindregið til að hætta að syngja, for the sake of mankind!
Sigga tilkynnti svo að hún ætlaði að sjá Scissor Sisters og einungis út frá nafninu ákváðum við Keli að þetta væri bara eitthvað hommaband sem væri ekki vert að eyða frekari tíma í og við það sat. Sigga fór ein þangað á meðan við alvöru karlmennirnir færðum okkur yfir á ARENA sviðið þar sem danska sveitin Kasmhir lét til sín taka. Sigga hitti okkur seinna á þeim tónleikum og sér örugglega ekki eftir því. Þrusutónleikar sem við fengum að njóta þar. Ég er orðinn Kasmhir fan. Það er bara þannig.
Eina sem skyggði á þessa frábæru tónleika var að myndavélinni hennar Siggu var stolið og útskýrir það myndaleisið hérna við þessar frásagnir mínar. Bömmerinn fór á mjög hátt stig og var þar af leiðandi ekki mikið djammað það kvöld.
Röltum til baka í tjaldið og Sigga lagðist til hvílu.
Þroskaheftur og Þroskaheftari ákváðu aftur á móti að fara í smá frisbee...skemmst frá því að segja að við vorum að því þangað til að sólin kom upp og gátum þar af leiðandi lítið sem ekkert sofið, snjallt.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ahhh.. Alltaf gaman í frisbee. Held að þetta hafi verið besti dagurinn, fínt að enda hann á bjórþambi til 8 um morguninn. Ekki fínt að vakna eftir 20mín svefn og geta ómögulega sofið lengur hinsvegar.

þriðjudagur, júlí 18, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home