miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Maðurinn er í rusli!

Ahahahaha, get ekki annað en hlegið....hahahahaha!
Í gær var ég, haldið ykkur, ruslakall! Lýg því ekki, í gær var ég rifinn á fætur til að vera ruslakall for a day. Það fóru 8 og hálfur klukkutímí í þessa lífsreynslu mína og það var ekkert hádegishlé, pissuhlé eða hvad som helst! Rosaleg keyrsla en samt ótrúlega ekki erfitt eins og ég var kannski búinn að ímynda mér, heldur ekkert skítugt.
Ég var sem sagt kallinn sem að hékk þarna aftan á bílnum og stökk af öðru hverju til að ná í tunnur sem að ég svo stillti fyrir aftan trukkinn og svo fékk ég að stjórna sveifinni sem að sendi tunnurnar fljúgandi oní trukkinn og til baka. Stundum mistókst þetta ægilega tæknilega ferli og tunnurnar komu ekki aftur til baka heldur duttu bara beint oní shittið og þá var ég sko sendur á eftir þeim. Allir krakkarnir horfðu öfundaraugum á mig og allt gamla fólkið var duglegt við að hlaupa út á götu þegar við komum og lýsa óánægju sinni yfir því hvað við vorum seint á ferðinni. Kraftur í þessu gamla fólki verð ég nú bara að segja, aldrei hef ég séð þau hreyfa sig svona lipurlega þegar maður er fastur fyrir aftan þau í supermarkaden!
En svo að ég sé nú hreinskilinn þá fannst mér þetta smá svindl með þessa vinnu....við vorum ekki að taka rusl rusl heldur rusl pappír, þannig að ég var satt að segja bara pappírsruslakall eeeenn fyrst ég er nú hreinskilinn þessa sekúnduna þá verð ég líka að segja að ég skemmti mér bara helvíti vel, who knew!?!

...og ég gjörsamlega mölbraut eina tunnuna...vona að það verði ekki dregið af launun mínum, sem voru btw svimandi há. Aldrei að vita maður leggi þetta bara fyrir sig. Gummi: The professional Trashman.....has a nice ring to it.


Kallinn í rusli.....hahahahahaha....I crack myself up.

9 Comments:

Blogger Gummi said...

no deal! og ég er að fara aftur núna á eftir....

fimmtudagur, nóvember 24, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Eins og maðurinn sagði: "By the side of the road with a pile of garbage. Quality time."

En það er gott að þú hefur fundið köllun þína.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er "vel borgað" ef maður er í rusli?

fimmtudagur, nóvember 24, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Góðir hlutir að gerast í Köpen...
I'm on my way.... taktu frá spot fyrir mig

fimmtudagur, nóvember 24, 2005  
Blogger Gummi said...

gaurinn sem að var að vinna með mér er búinn að vera í þessu í 6 ár og hann er með yfir 3 milljónir á ári...ég er bara með 1500 kall á tímann eða eitthvað svoleiðis.


Hættu að segja köpen, ég er í odense...eehh ég meina, já já ég skal taka frá spot fyrir þig í köpen, komdu bara!

fimmtudagur, nóvember 24, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Læt bara þessa skemmtilegu vísu fljóta.

Oh, the garbage man can, Marge. The garbage man can
Who can take your trash out?
Stomp it down for you.
Shake the plastic bag and do the twisty-thingy too?
The garbage man . . . oh, the garbage man can.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005  
Blogger Gummi said...

O yes I can....I not gonna...but I can!

föstudagur, nóvember 25, 2005  
Blogger Gummi said...

Ég ætla að skjóta því inní að við söfnuðum saman 12 tonnum af pappír í gær...

föstudagur, nóvember 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hemmi - segðu Kollu að ruslakallar í Köpen, meina Odense, séu betur launaðir en klipparar á s1 og megi þar að auki drekka í vinnunni. Þú verðir sáttur ef þú færð kippu á hverjum morgni. Og aðra eftir hádegi.

mánudagur, nóvember 28, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home