miðvikudagur, desember 14, 2005

Are you woman enough to be my man?

Þannig hljómar Eddie Vedder í lagi einu og í hvert sinn sem ég heyri þetta er ég við það að fá slagæðargúlp í bakið. Skil þessa setningu ekki...

Anywhoos, fékk vinnu í gær og ég á að mæta frá 7 - 15:15 til 20. des með 103 dkr. á tímann. Þarna sagði ég líklega frá öllu því sem þið hafið áhuga á að vita um þessa vinnu. Ef þið lesið aðeins lengra eins og ÞÚ ert greinilega að gera, þá kem ég til með að lýsa fólkinu sem ég er að vinna með og hvað í fjáranum ég að vera að gera þarna....there is a midget involved...

...fyrst mér er nú búið að takast að líma þig við tölvuskjáinn til lengdar, ætla ég sjálfsagt ekki að nefna neitt um dverginn fyrr en einhvern tímann síðast í blogginu!
Neeeeiiii djóóóóók...made you look though. En þar sem ég búinn að eyða tíma þínum hérna svona mikið þá ætla ég bara að segja almennilega frá þessu á morgun.

Annað sem ég fór að spá í þegar ég var að skrifa þetta var það að ég ætla í leigumorðingjaskólann, þar sem ég tel nauðsynlegt að losa þessa kringlu við nokkrar manneskjur. Þið megið koma með óskir hér að neðan, mega vera nafnlausar, og ég skal koma með verð á haus miðað við hvað ég tel nauðsynlegt að losna við viðkomandi.
Darren Fletcher færi til dæmis á innan við þúsundkall.

6 Comments:

Blogger Garðar said...

hummm... hvern langar mig til að láta drepa... gefðu mér smá tíma, erfitt að velja á milli.

og ekki byrja á sögu sem þú ekki klára... Who´s the midget???

fimmtudagur, desember 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hmmm... Geir ólafs, Ástþór Magnússon, Gunnar í Krossinum....og George Bush ef þú hefur tíma.. name the price!!!!

fimmtudagur, desember 15, 2005  
Blogger V said...

Birgitta Haukdal, Will Smith, Skítamórall bandið eins og það leggur sig, Rupert Murdoch, gaurarnir sem ákváðu að loka fyrir Futurama (líklega stjórn Fox), Gimpið úr Söngvaborg 3 sem syngur Róbert Bangsi og síðast en ekki síst Max Weber (hann er víst dauður en maður getur aldrei verið of viss).... Og ég vill fá sveitunga-, vina-, magn- og öryrkja afslátt.

fimmtudagur, desember 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Allt Chelsea-hyskið.

fituhlunkinn frá Íslandi fyrst


GEG

fimmtudagur, desember 15, 2005  
Blogger Gummi said...

Gassi: Dvergasagan kemur líklega í kvöld.

Eva: Geir ólafs, Ástþór Magnússon og Gunnar í Krossinum færðu næstum frítt. Þarft eiginlega bara að borga fyrir kúlurnar. Þeir eru það vitlausir að ég held að ég geti fengið þá til að standa í röð svo ég þurfi bara eitt skot.

GEG: Þetta verður dýrt fyrir þig...sennilega hundrað og fimmtíu þús. á haus. Gæti farið niður í hundrað ef þeir tapa fyrir liverpool.

V: Birgitta kostar milljón(litlu systur mínar elska hana aðeins of mikið). Smith fer á hálfa milljón. Murdoch á svona 50þús. Öll Fox stjórnin verður helvíti dýrt, langtímaverkefni sjáðu til...svona 2 millur og þetta ætti ekki að taka lengur en ár í framkvæmd. Þarf eiginlega að fá mynd af "gimpinu", veit ekkert um hvern þú ert að tala. Af því að leigumorðingjar eiga jú enga vini eða sveitunga og er alvega sama um öryrkja, þá færðu bara magn afslátt: Skítamórall á einu bretti, ekkert mál, sprengja undir sviðið, tek nokkra heimska aðdáendur með og svo skal ég grafa upp Weber líka og bitch-slappa hann soldið.

fimmtudagur, desember 15, 2005  
Blogger Gummi said...

gleymdi að nefna það að ef eitthvað af þessu fólki dettur niður dautt, þá veit ég ekkert(wink, wink) en geri ráð fyrir að fá upphæðirnar lagðar inn á reikninginn minn.

föstudagur, desember 16, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home