þriðjudagur, desember 06, 2005

Ég reyndi að vara ykkur við...

..síðustu færslu en kannski aðeins of seint. Fuck if I care!

Fékk vinnu í dag. Það var hið gríðarstóra Louis Poulsen El-teknik A/S sem var þess heiðurs njótandi að fá mig til skítverka í dag. Ég er skítakall, in more ways then one, hugsaði einhver núna og hafði rétt fyrir sér. En þetta var samt ekki skítugt starf. Stóð við færiband, það greinilega nóg af þeim hérna í danaveldi, getur varla kallað þig fyrirtæki án þess að hafa svona 20 færibönd út um allt og einhverja heilalausa einstaklinga standandi þar við klórandi sér í rassinum. Ég fékk að vera einn af þeim í dag. Má eiginlega frekar segja að ég hafi fengið borgað fyrir það í dag, er hvort eð er annars heima að..jah..klóra mér í rassinum.
Þetta var samt ekki svona færibandavinna sem að maður kannski sér fyrir sér þegar þetta orð er notað. Ég stóð við svona band þar sem kassar rúlluðu framhjá en þegar ég átti að setja eitthvað í kassana fóru þeir inná svona hliðarspor og stoppuðu. Í þeim var svo miði og á honum þurfti ég að finna mitt svæði sem var nr. 84 og þar við hliðina stóð hvað vantaði í kassann. Fyrir aftan mig var HUGE ASS lager þar sem að ég þurfti að fara og finna þetta drasl eftir ótrúlegum reglum og kóðum. Ossaleg þreyttur eftir allt þetta labb í þessu völundarhúsi og ef ég á ekki skilið bjór núna þá gæti mér ekki staðið meira á sama af því að ég ætla að fá mér einn hvort eð er!
Svo var þetta ekkert sérstaklega vel borgað: ca. 90kr á tímann. Ekkert eins og í ruslinu, öösss!

Gleymi alltaf að segja frá nýja mailinu mínu sem er gummi80@gmail.com en ég nota ennþá gmgmu@hotmail.com sem msn adressuna, gaman að því...



Ef ég fæ ekki almennilega vinnu fljótlega verð ég að gefa upp drauminn um súperdúper bensinn sem mig langar í!

8 Comments:

Blogger Sveinsson said...

Hef lesið þær verri. Veit ekki hvað það segir um þessa færslu samt.

En keep up the ... work.

þriðjudagur, desember 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að fá svona gaur eins og sveinsson sem kemur og rate-ar bloggið þitt. :!


Er ánægður með þig. Keep up the friggin good work

miðvikudagur, desember 07, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Yeah!

miðvikudagur, desember 07, 2005  
Blogger Garðar said...

ohhh.....

ég vill svona starf, maður stendur bara og glápir á kassa þangað til einn af þeim fer að tala við þig.

Mun hugsanlega dreyma þetta starf í dag.

"já, herra kassi, hvað vantar þig í dag?"

væri samt betra ef maður fengi lítinn golfbíl til að ná hlutina. Þá væri þetta draumastarf.

miðvikudagur, desember 07, 2005  
Blogger Gummi said...

Takk Hemmi. Hann kemur alltaf hingað til að blow off steam af því að bloggið hans er svo lélegt, nema þú sért wrestle-loving, spandex-wearing maniac :D

Golfbíll....af hverju datt mér það ekki í hug!!! djö mar´. Ef ég fer þangað aftur ber ég þetta upp á stjórnarfundi.

miðvikudagur, desember 07, 2005  
Blogger Gummi said...

nákvæmlega!

Heyrru Björgvin, ertu ekki bara til í að koma til mín og vinna með mér í pappírs - rusli?

miðvikudagur, desember 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að lesa komment frá svona metnaðarfullu fólki. Ég vona að þú fáir golfbíl, þú gætir kannski sæst á rafmagshlaupahjól...?
Hvenær komiði?

fimmtudagur, desember 08, 2005  
Blogger Gummi said...

Rafmagns hlaupahjól gengur ekki. Þarf að halda á svo mörgu og þá gæti ég ekki stýrt. Golfbíll með kerru er alveg málið.

Við lendum á miðnætti þess 22.

fimmtudagur, desember 08, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home