fimmtudagur, desember 01, 2005

Snitterí

Var sendur í grænmetis - snitterí, eins og þeir kalla það, í morgun og það er nú kannski ekki saga að segja frá því....unless....

Þetta er í annað skipti sem að ég fer þangað og er svo ótrúlega heppinn að lenda með öðrum vikar frá temp team, stelpu, sem að gengur í leðurbuxum og er með skarð á milli framtannanna sem hægt væri að skora field goal í! Djöfull er ég góður í að finna að útliti annara, líklega vegna þess að ég er svo meðvitaður um mitt eigið. Allavega...þessi stelpa sem að ég man ekki hvað heitir en verður hér eins og annars staðar kölluð Lederhósen, Crazy koffie girl eða Motormouth, getur sem sagt ekki haldið kjafti í 2 sekúndur! Og þar sem að ég er óþarflega vanur slíku fólki þá byrjar heilinn á mér að búa til sínar eigin sögur í staðinn fyrir að hlusta.
Það sem ég heyrði: "Helvíti væri fyndið ef að svuntan hennar myndi flækjast í einni vélinni hérna eða lyftarnum og hún myndi dragast með í svona klukkutíma án þess að nokkur myndi taka eftir". Svo fór ég að hlægja og tímasetninginn hefði ekki getað verið betri þar sem að hún hló líka, hefur væntanlega verið að segja einn af sínum 1001 bröndurum þennan daginn...
Nóg af henni samt, leiðinleg.
Það er útvarp í gangi þarna 24/7 og mér varð hugsað til Björgvins og bylgjunnar í bónus. Náttúrulega valin leiðinlegasta útvarpstöðin í danmörku. Hver man ekki eftir klassískum smellum eins og nýja, ógeðslega leiðinlega laginu með Robbie Williams? Sem er btw spilað á klukkutíma fresti....OG ÞAU LEYFA OKKUR AÐ VERA MEÐ HNÍFA Í VINNUNNI!
Ég er að fara aftur á morgun á nákvæmlega sama stað en á í þetta skipti að labba inn um aðra hurð og þá á ég víst að lenda inn í pökkunardeildinni. Vona bara að það sé einhver önnur útvarpsstöð þar í gangi, annars get ég ekki verið haldinn ábyrgur gerða minna.



Ég geri ráð fyrir miklu ópum af minni hálfu á morgun...

5 Comments:

Blogger Sveinsson said...

Það er ALLTAF að koma fyrir mig. Sérstaklega í strætó eða í tíma í skólanum. Þá situr maður eins og fífl, sem maður er, og er með eitthvað sólheimaglott á sér og hlær og fólk glápir á mann. Mjög skemmtilegt.

föstudagur, desember 02, 2005  
Blogger Gummi said...

hehe, svipað hér, nema ef ég man ekki eftir simpson bröndurum bý ég bara til einhverja sýru...

föstudagur, desember 02, 2005  
Blogger Garðar said...

ég var í partýi um daginn og þar var þýskur gaur í lederhausen að dansa við lagið "looking for freedom" með David Hasselhoff.

Hérna er nokkuð sem þið getið hugsað um næst þegar ykkur dagdreymir í vinnunni, strætó eða við hátíðleg tækifæri.

Versta er reyndar að ÉG þarf að LIFA með það að hafa SÉÐ þetta í ALVÖRUNNI!!!

föstudagur, desember 02, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Ég tel það merkilegt að þú hafir þekkt lagið.

föstudagur, desember 02, 2005  
Blogger Gummi said...

hahaha, finn til með þér gassi. Viðurkenndu það bara, þú settir þetta lag á fóninn ;)

laugardagur, desember 03, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home