laugardagur, desember 03, 2005

Lyftur

Ég var að vinna í gær við að flokka epli. Það er nú reyndar lygi...ég flokkaði ekki neitt. Það var einhver risavél sem að gerði það fyrir mig og svo komu þau veltandi út á færiband og duttu oní kassa sem að ég svo vigtaði, merkti og setti á palla. Ég var einn í því og sá um hvorki meira né minna en 21 færiband! Hljómar kannski erfiðara en það var því þetta var alls ekki erfitt og bara soldið gaman líka. Ég held að ég hafi labbað ábyggilega svona sirka 30 kílómetra á meðan ég var þarna, það var svo langt frá númer 1 til 21 og maður stoppaði eiginlega aldrei. Nema þegar það kom pása, sem var sko nóg af. Þetta var nebbla fólk í eldra kanntinum sem ég var að vinna með og þeim þótti svo ossalega gott að fá að setjast aðeins niður, spjalla smá, fá sér kaffi og svona eins og eina sígó með. Ég dett niður dauður áður en ég fer að kvart yfir pásum.
Svolítið fyndið að ég skyldi hafa sett þessa mynd í bloggið fyrir neðan, áður en ég fór í vinnuna. Ég öskraði reyndar ekki neitt en það var einhver sem að öskraði og það var drepið á öllum vélum undireins og allir hlupu út á mitt gólf: "Hver var að öskra?" - "Ég veit það ekki!" - "Varst þú að öskra?" - "Nei" - "Hver ætli hafi verið að öskra?"......."Hann er sjálfsagt dauður núna." Mér persónulega fannst það frekar fyndið að segja þetta en það er ekki hægt að segja að þessi athugasemd hjá mér hafi fallið vel í hópinn þannig að ég var disqualified úr fuglabjarginu og sagt að halda áfram að vinna, sem ég gerði. The joke was on them though...það var slökkt á öllum vélunum þannig að ég gat ekki gert neitt. Ekkert mál, Ipodinn í botn og haldið áfram að æfa sig í að jugla eplum.

Hvar er Arnar?

Hvar er Davíð?

Eitt að lokum....það er eitt sem að ég er búinn að velta fyrir mér lengi og enginn virðist geta svarað mér: Ef að maður er í lyftu sem er á ca. 70. hæð í húsi og byrjar svo að hrapa niður, getur maður lifað það af ef maður hoppar upp og er í loftinu þegar lyftan lendir á jarðhæð?



Ég er svo feginn að vera ekki þessi gaur...

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sko Gummi.... það fyrsta sem við þurfum að fá á hreint er að hvernig lyfta þetta er, er þetta Habermas lyfta eða Freudling lyfta. Habermas lyfturnar hafa innbyggðan bremsubúnað sem gera það að verkum að fall af 70. hæð. Gefum okkur því það að þetta sé Freudling lyfta. Ef þú fellur 70 hæðir þá muntu deyja óháð því hvort þú hoppar eða ekki. Og afhverju???? Afþví að Freudling lyfturnar (sem eru einmitt algengar í DK, Svíþjóð og Lapplandi) eru með spegilloft, spegilloftið mun brotna og það mun rigna yfir þig spegilbrotum sem munu skera þinn litla,mjúka skrokk niður í ræmur. Þannig að hoppaðu eins og þú vilt... það mun ekkert hjálpa þér!
V

laugardagur, desember 03, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta segjir sig náttúrulega sjálft að ef þú ert í liftinnu þá ert stikk free frá því sem er að gerast í kringum þig,við getum tekið dæmi:seggjum að þú sért í flugvél sem er að hrapa,þá náttúrulega hleypur þá að neyðarútganginum og stekur úr rétt áður en hún lendir á jörðinni og sleppur með smá skrámur þetta bara spurning um tímasetningu.

laugardagur, desember 03, 2005  
Blogger Gummi said...

Það var það sem ég hélt, bjössi! Segjum sem svo að þetta sé ekki þessi stupid freudling lyftutegund heldur nýjasta tækni með tölvumæli sem sýnir hæðina sem maður er á. Þá sér maður þegar maður er að nálgast jörðu og hoppar!

Væri vitleysa að líkja þessu við aftan-á-keyrslu?
Ef það er keyrt aftan á mann og maður gefur í um leið eða rétt áður en það gerist, verður áreksturinn ekki næstum jafn harður, eða hvað?

laugardagur, desember 03, 2005  
Blogger Garðar said...

sá þátt um þessa spurningu þína og þeir prufuðu þetta í alvörunni "mythbusters" og fengu sér raunverulega gínu og létu hann hoppa rétt áður en lyftan crashaði og þó svo þú myndir hitta á akkurat bestu mögulegu tímasetningu til að hoppa upp er aflið sem togar þig niður of mikið. Svo hoppa upp virkar að því leyti að höggið verður minna en samt banvænt.

Svo því miður muntu deyja.

kveðja,
Prófessor Garðar

laugardagur, desember 03, 2005  
Blogger Gummi said...

Ach so...þarf að sjá þennan þátt. Það er miklu betri hugmynd en að prófa þetta sjálfur!

laugardagur, desember 03, 2005  
Blogger Garðar said...

humm... held að fyrst þú hefur þessa síðu til að tjá hugsanir þínar og gerðir held ég að það sé best að allar hugmyndir, sem þessi, sem detta inn í hausinn þinn séu tjáðar hér áður en þú þú framkvæmir því kanski þarftu ekki að brotlenda í lyftu, reyna að teika lest eða synda til íslands af forvitninni einni. Kanski hefur einhver prófað solleiðis hluti áður og þú getur notað þeirra reynslu í staðinn fyrir að prófa sjálfur :)

Við erum hér til að hjálpa þér.

Prófessor Garðar

ps. ekki teika lesta eða reyna að synda til íslands!!!

laugardagur, desember 03, 2005  
Blogger Gummi said...

Hvar væri ég án þín prófessor Garðar?

sunnudagur, desember 04, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Ég tók lyftu um daginn og hérna er sagan mín:

Æ já..var a muna að ég sagði þetta á blogginu mínu. Þannig að bara ekkert.

sunnudagur, desember 04, 2005  
Blogger Gummi said...

ég var að hugsa um að ég fengi að vita að ég ætti bara einn dag eftir ólifað, þá geri ég þetta!

sunnudagur, desember 04, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Þetta as in að hoppa í lyftu while you're falling to your doom, eða detta af hjóli eins og gaurinn á myndinni?

mánudagur, desember 05, 2005  
Blogger Gummi said...

as in hoppa í lyftu while falling to my doom...

mánudagur, desember 05, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home