laugardagur, desember 10, 2005

Guðmundur hinn lipri...

..er eitthvað sem að ég hef aldrei verið kallaður og ég held að það sé langt í að ég verið kallaður það. Ég er svo mikill klaufi að ég er alltaf hálfhræddur þegar ég labba inn í búðir þar sem eitthvað brothætt er til sölu, líkurnar á að ég brjóti það eru svona ca. 70%.
Ég fór sem sagt í vinnu í gær. Þetta var ekki skemtileg vinna. Ég var sendur út í Gartneriet Boll og átti að vera frá 7 - 18 með 104dkr á tímann við að pakka jólastjörnum...sem eru blóm, Daði og Viggó ;). Ég sló til þrátt fyrir að vera með frunsu sem náði niður á hné og upp á enni. Í dag er hún aðeins búin að minnka, nær ekki niður fyrir nafla og ég er farinn að sjá aftur.
Nema hvað, þetta var inni í gróðurhúsi og ekkert smávegis mikið af allskonar blómum þarna og ef ég á að taka raunsætt skot á hvað var mikið að jólastjörnum þarna þá myndi ég giska á ca. 10.000 stykki í allskonar stærðum. Allt átti þetta að fara í mismunandi bakka eftir því í hvaða búðir hann(eigandinn) var að selja þær. Í mörgum mismunandi bökkum voru margir mismunandi pottar sem að blómin fóru í. Auðvitað kom svo að því að við fengum bakka með postulíns pottum. Sirka 20 pottar í bakka. Ég endurtek að við vorum inn í gróðurhúsi og gróðurhús eru uppfull af rörum og pípum út um allt...jæja, skemmst frá því að segja að ég er búinn að fylla tvo svoleiðis bakka og er að burðast með það til baka til að leggja á vagninn. Til þess þarf ég að klofa yfir eitt rör sem er í mittishæð. Ekkert mál, búinn að vera gera það allann daginn án vandræða.
"I know where this is going" eru sjálfsagt einhver ykkar að hugsa...og þið hafið rétt fyrir ykkur!
Ábyggilega einungis vegna þess að þetta voru 40 postulíns pottar sem að ég hélt á þá auðvitað DÚNDRAÐI ég hnénu í rörið sem gerði það að verkum að ég fékk spassakast í löppina og sparkaði í rassinn á stelpu sem stóð þarna nálægt, flaug á hausinn og postulínið í þúsund parta allt í kringum mig! Eigandanum var ekki skemmt, heldur ekki greyið stelpunni.
Nú dagurinn hélt samt áfram og varð bara leiðinlegri og leiðinlegri og okkur fannst þetta svo leiðinlegt að við unnum þeim mun hraðar til að reyna að losna fyrr og og það tókst, vorum búin klukkan 14! En það fannst eigandanum ekki nógu sniðugt þannig að hann dró okkur inn í eitthvað annað gróðurhús þar sem við áttum að "taka til"...ef þið hefðuð getað séð hvað við áttum að taka til...get helst bara lýst því svona: Í eina, ef ekki tvær, sekúndur hætti jörðin að snúast og ég dó örlítið innra með mér.
Vorum að þessu í klukkutíma og fengum svo að fara heim.



Ég dett bara....það er bara það sem ég geri!
Grunar að vísu að þessi sé ekki jafnmikill klaufi og ég, týndi bara linsunum sínum.

11 Comments:

Blogger Gummi said...

get ekkert að þessu gert...

laugardagur, desember 10, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Gummi Gummi Gummi....

laugardagur, desember 10, 2005  
Blogger Gummi said...

yes?

laugardagur, desember 10, 2005  
Blogger Garðar said...

þú ert ótrúlegur...

átti alls ekki von á spark í rassinn tvistinu í sögunni...

you crack me up.

laugardagur, desember 10, 2005  
Blogger Gummi said...

ekki ég heldur.... :D

laugardagur, desember 10, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Ég hlakka til að sjá re-enactmentið af þessu þegar þú kemur til landsins.

sunnudagur, desember 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að allt er við það sama í lífi Gvendar. Þú hlýtur að hafa fengið nokkrar postulínsflísar í augað, ekki satt?
Allt í lagi með afmælið mitt, prófíllinn var óvenju lágur í ár. Svo áttu nú að vita að ég kippi mér ekki upp við svona... ha, Daði??

Hvernig væri að hittast fljótlega eftir áramót til spils og spjalls -hvað segið þið, Arnar og Hemmi? (Ég veit að Arnar fylgist líka með, hann er bara svo gamall að hann þorir ekki að skrifa af ótta við að Daði drulli yfir hann.) Mánudagurinn 2. jan eða þriðjudagurinn 3. eru til dæmis mjög góðir dagar.
Ha?

mánudagur, desember 12, 2005  
Blogger Gummi said...

Fyrir mig eru það ágætis dagar, held ég... veit ekkert hvernig þetta verður! Veit bara að ég þarf að vera eitthvað með fjölskyldunni minni, svo eitthvað með tengdó og svo þarf ég einhvern veginn að troða öllum vinum mínum þar inn á milli....verður skemmtilegt task.

mánudagur, desember 12, 2005  
Blogger Gummi said...

..og nei, Tinna mín, ég fékk ekkert í augað. Ættir að geta sagt þér það sjálf að á svona panik stundum lokast augun mín sjálfkrafa, til varnar og líka í þeirri von um að if I didn´t see it, it didn´t happen!

mánudagur, desember 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski hefðirðu séð rörin ef þú hefðir verið með opin augun...

þriðjudagur, desember 13, 2005  
Blogger Gummi said...

now your just talking out of your ass....

þriðjudagur, desember 13, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home