sunnudagur, desember 18, 2005

Dear God, if you were alive...

..you know we´d kill you. Þetta sagði Marilyn Manson í einhverju laga sinna. Gott ef hann hitti ekki bara naglann á höfuðið í þetta skiptið. Eins og einhver sagði: One out of 2000, aint bad!

Ég og Sigga fórum að verlsa jólagjafir áðan. Fórum í eina búð, keyptum 10 gjafir, þetta tók innan við 2 tíma og við eyddum rétt rúmlega 11þús.íslkr. og mér finnst það bara vel sloppið. Maður segir "vel sloppið" af því að það er jú auðvitað það sem allir eru að hugsa þessa dagana. Jólin eru líklega eini tími ársins þar sem fólk hættir að tala um hvað veðrið er ógeðslega leiðinlegt og fer í staðinn að einbeita sér að því hvernig það geti "sloppið" sem best út úr þessari vitleysu.

Þegar ég eignaðist mínar 2 yngri systur, sem eru algjörir snillingar, breyttist mikið. Allt í einu hætti ég að hafa stærsta gjafabunkann við lappirnar á aðfangadag og athyglin sem ég fékk var sama sem engin. Það var líklega um það leyti sem að aðfangadagur hætti að vera mest spennandi dagur í heimi. Í örvæntingarfullri leit að nýjum mest spennandi dag í heimi leitaði ég huggunar í mat, nánar tiltekið jóladagsmatnum hennar mömmu. Það var hangiket, jafningur og grænar baunir. Nýr mest spennandi dagur í heimi fundinn. Liggja upp í rúmi með góða bók sem mamma og pabbi gefa mér alltaf í jólagjöf, að minni ósk, japla á konfekti og skola því niður með jólaöli og bíða þangað til að það er kominn matur á jóladag er núna það sem ég bíð mest eftir. Þetta hef ég gert núna í ég veit ekki einu sinni hvað mörg ár, svo mörg að ég myndi jafnvel vera svo grófur að kalla þetta hefð! Þessu, ásamt geðheilsu minni, er núna alvarlega ógnað! Í fyrra var ekkert hangiket og grænar baunir. Við fengum hreindýrakjöt....ég var náttúruleg ekki látinn vita af þessu fyrr en svona korter fyrir mat. Ég fann voða lítið bragð af þessu dýri sem hafði verið drepið fyrir mig vegna þess að ég grét söltum tárum yfir mest allann diskinn.
Þetta árið ákvað ég að spyrja foreldra mína hvort að þetta myndi nokkuð endurtaka sig. Eftir mánaða langa tilraun í gegnum E-mail, þar sem svör voru vægast sagt loðin, hringdi ég heim. Fékk mömmu á línuna sem var með hálsbólgu greyið. Það hefur sjálfsagt haft áhrif á það að hún fékkst ekki til að rífast um rétt minn í þessu máli eftir að hún sagði mér að þetta myndi endurtaka sig þetta árið! "Er pabbi þarna?", spurði ég eftir 20 mínútna rökræður, mömmu var ekki haggað...pabbi kom í símann og hló að mér þegar hann komst að því að mér hefði ekkert gengið með mömmu og því ákveðið að kalla hann til. Eftir aðrar 20 mínútur af aðeins skemmtilegra samtali kom í ljós að það verður líklega ekki hreindýrakjöt aftur...það verða rjúpur...ég hata rjúpur! En pabbi lofaði mér að fengi allavega grænar baunir. Geðheilsu minni er ekki bjargað og hefðin er farinn til helvítis. Býst við að liggja allan þennann jóladag upp í rúmi með góða bók, Ora dós og skeið. Svo mikið elska ég þessa litlu grænu lambasperði!



Ég er ekki frá því hún(eða hann?) hérna fyrir ofan yrði jafn pissed og ég ef þetta(hvað er þetta eiginlega?) yrði rifið úr höndunum á henni/honum.

2 Comments:

Blogger Sveinsson said...

Man..that is one ugly...err...thing.

Eins og við ræddum á MSN þarftu að fara í stórtækar aðgerir. Maður lætur ekki bjóða sér svona viðbjóð í matinn á jóladag. Þetta fífl sem er giftur systur þinni getur bara étið rjúpur heima hjá sér.

sunnudagur, desember 18, 2005  
Blogger Gummi said...

ok...rólegur samt...hann er skemmtilegur gaur, líkar vel við hann! hann má alveg borða þetta heima hjá mér...bar ekki á þessum degi. ;)

sunnudagur, desember 18, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home