fimmtudagur, desember 15, 2005

"The midget"

Eins og fram kom í blogginu í gær fékk ég vinnu fram til 20. des. Ég er búinn að vera, og mun koma til með, að setja saman póstkassa. Með mér voru ráðnir tveir aðrir drengir frá Temp Team og eru þeir helvíti fínir. Annar getur tekið í sundur og sett saman aftur M16 riffil eins og að drekka vatn(hefur verið í hernum sko) og það virðist hjálpa honum aðeins með að setja saman þessa póstkassa. Þetta er líka bara fínasta vinna. Yfirmaður okkar er alveg ótrúlega hress tappi. Annað sem ég tók eftir mjög fljótlega við hann er að hann talar við mann eins og maður sé fjögurra ára....sem er bara ágætt! Skildi ekki alveg af hverju, en hugsaði heldur ekki mikið um það. ÞANGAÐ TIL að ég kynntist hinu fólkinu sem er að vinna þarna dags daglega. Týpurnar mar´, vá! Sá sem var að sýna mér hvernig ætti að gera þetta var óléttur. Sver það! Ekkert sérstaklega feitur en með bumbu sem náði yfir á næstu götu. Sérlega flottur í peysunni sinni sem passaði á hendurnar og bakið en leit út eins og magabolur að framan. Svo stóð ég þarna einn í smástund, hinir Tempararnir ekki mættir, og er að rembast við að setja þetta saman. Þá byrjar einhver kona að labba fram og til baka, hringlaga að vexti og frá tælandi í þokkabót.
Nú, hún labbar þarna fram og til baka og stoppar alltaf hjá mér og segir mér hvað ég er að gera akkúrat á meðan ég er að gera það og hrósar mér svo fyrir vel unnið verk. Það leið ekki langur tími þangað til að ég hætti að hlusta á hana og fór eiginlega að velta því fyrir mér hvort hún væri að vinna hérna yfir höfuð.
Allt í einu byrja ég að heyra eitthvern þann falskalsta söng "ever"! Lít í kringum mig og sé ekki neitt. Þetta heldur áfram og ólétti kallin kemur til mín og segir mér að þetta sé vinnustaðafíflið. "Hver?" - "Þessi sem er að syngja." - "Ok...hvar er hann?" - "Hann stendur hérna hinumegin við borðið..." And there we have our midget...kræst...ég tók mér móment og leit aðeins í kringum mig. Þarna var ólétti karlinn, Crazy Thai lady, Risinn(stærri en garðar) sem er svo feiminn að þegar ég mætti honum á ganginum, brosti og sagði hæ, horfði hann bara flóttalega í kringum sig, snéri við og næstum hljóp á undan mér! Síðast en ekki síst dvergurinn...HE´S TINY!! Ég sver það, hefði einhver labbað upp að mér og sagt "I dress myself" hefði ég líklegast lagst á gólfið í hláturskrampa og eflaust misst örlítið þvag.
Þegar það kom hádegismatur reyndi ég að sigta út "eðlilegasta" manninn þarna og settist hjá honum. Við byrjuðum að spjalla og þá kemur í ljós að þetta er svona..eh..ætli maður myndi ekki kalla þetta "verndaður vinnustaður" á íslandi?
Kommúnan hérna borga 50% af laununum þeirra vegna þess að þetta eru frekar óáreiðanlegir kraftar...geta stundum ekki verið allan daginn og svona eitthvað. Þannig að þegar greyið yfirmaðurinn fær pöntun upp á 4000 póstkassa og hefur til þess viku, verður hann að hringja í Temp Team.
Í morgun hafði dvergurinn greinilega fengið einhverskonar littlar hvellettur í skóinn og skemmti sér konunglega við að henda þessu í hina og þessa...sem tóku ekki eftir neinu.
Ég geri mér grein fyrir að ég er kannski búinn að vera að tala svolítið illa um þetta fólk en mig langar að ljúka á að segja þetta: Eftir að vera búinn að vinna þarna í ekki meira en 2 daga er mér bara farið að þykja helvíti vænt um þessi kvikindi!



How about a hug?

9 Comments:

Blogger V said...

hmm... loksins ertu búinn að finna réttu vinina fyrir þig. Ég samgleðst þér en um leið sorgmæddur því nú fara þessi gimp að fá greiðslurnar mínar frá féló.

fimmtudagur, desember 15, 2005  
Blogger Gummi said...

"nú fara þessi gimp að fá greiðslurnar mínar frá féló."

wtf? ert þú í danmörku?

fimmtudagur, desember 15, 2005  
Blogger Garðar said...

ekki hlusta á v (v???)!

Biðin var sko sannarlega þess virði, þessi dagur í lífi þínu liggur við slær út blómapotta deginum.

ég er enn að hlægja að þeim degi og þessi á eftir að halda mér hlægjandi töluvert lengi...

Ég kem líklega bara einn í heimsókn til þín eftir áramót, Eirini fékk fleiri verkefni til að klára í jólafríinu svo við verðum í bandi. Hringi í þig eftir áramót.

fimmtudagur, desember 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Snilldarblogg, Gummi. Var búinn að gefast upp á að lesa það eftir ritdeyfðina hjá þér í haust en þú hefur greinilega sett í fjórða.



"Nú, hún labbar þarna fram og til baka og stoppar alltaf hjá mér og segir mér hvað ég er að gera akkúrat á meðan ég er að gera það og hrósar mér svo fyrir vel unnið verk."

Það er eitthvað fallegt við þetta.

Svo er eitthvað fallegt við það að þau séu með "vinnustaðarfífl".

(Svona er ég, sé fegurðina í öllu.)

föstudagur, desember 16, 2005  
Blogger Gummi said...

Takk, takk.
Enda ertu alveg gífurlega fallegur maður! ;)

Það sem er eiginlega fallegast samt er að vinnustadarfíflið er MIDGET! HE´S TINY!!

Gaman að "heyra" loksins í þér.

föstudagur, desember 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gummi, hver var aftur vinnustaðarfíflið hjá okkur..?

föstudagur, desember 16, 2005  
Blogger Gummi said...

úúúúúú thats a toughie! Vorum við Hemmi ekki bara almenn fífl á vinnustaðnum?

föstudagur, desember 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Er greinilega ekki idiotproof commentsvæði þar sem ritgerðin mín hér áðan kom ekki fram á commentinu þínu:( svo í stuttu máli... gaman að "sjá" þig, biðjum að heilsa... sjáumst vonandi um jólin?

laugardagur, desember 17, 2005  
Blogger Gummi said...

huldableh?? hulda og snorri?

laugardagur, desember 17, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home