föstudagur, mars 31, 2006

Odense Universitet Hospital.

Reykingar eru víst hættulegar. Það hefur maður alla vega verið að heyra undanfarin ár. Ríkisstjórnir flestra landa ætla sér að banna þetta af því þær hafa greinilega frétt einhverstaðar frá að reykingar væru óhollar og hreinlega hættulegar heilsu fólks - á þessu verður að taka sem fyrst og ærin ástæða til þar sem að þetta er stórhættulegt!
Ríkisstjórnirnar ætla heldur ekki að leyfa fólki að velja hvort það fer að skemmtistaði, kaffihús, veitingastaði ofl. þar sem að fólk vill reykja. Burtu með allan reyk! Þú getur bara verið heima hjá þér, inní herbergi, undir teppi og reykt þar ef þú endilega þarft.
Mér finnst svolítið verið að troða á valfrelsi einstaklingsins hérna. Skilaboðin, fyrir mér, hljóma eins og þú megir í rauninni ekki gera það sem er hættulegt eða óhollt fyrir sjálfan þig. Gott og vel. Ef það er raunin, hvað þá með þetta:


Þetta lítur ekki beint út fyrir að vera hollt eða öruggt. Banna þetta!
Ef fólk fer yfir kjörþyngd, banna því að borða. Offita er jú ekki holl.
Fallhlífarstökk - Banna það! Engan veginn öruggt að helvítið opnist og það er ekki eins og þessi hjálmur sé að fara að redda þér ef hlífin opnast ekki.
Lækkum í allri tónlist á öllum tónleikum af því að það er vitað mál að db. fara yfir 80 og allt yfir 80 er skaðlegt fyrir heyrnina þína sem gæti gert það að verkum að næst þegar þú sest upp í bílinn þinn gætir þú ekki heyrt í sjúkrabílnum sem myndi plammera inn í hliðina á þér, drepa þig og þá þrjá sem voru í sjúkrabílnum og hugsanlega líka farþegann þinn sem heyrði í sjúkrabílnum en þú heyrðir bara ekki í honum þegar hann var að vara þig við!!
Svona gæti ég haldið áfram lengi en ætla ekki að gera.
Ég er hlynntur því að fólk geti valið. Ef þú reykir ekki finnst mér ekkert sjálfsagðara en að þú getir valið um að fara á skemmtistað, kaffihús, veitingastað ofl. þar sem reykingar eru bannaðar. Mér finnst líka að þeir sem vilja reyk ættu að geta farið þangað sem reykingar eru leyfðar.
Ef reykingar verða bannaðar og með öllu óheimilaðar allstaðar fer ég fram á að feitt fólk láti sig hverfa. Það dirfist enginn að segja mér að offita sé sjúkdómur eftir að hafa horft á föður minn fara úr rúmlega 120 kílóum niður í 73 á innan við ári. Þetta gerði hann einfaldlega með því að athuga hvað hann væri að borða, laga það aðeins og byrjaði að hreyfa sig. HAH!

Úr einu í annað...

Ég er kominn með vinnu næstu fimm mánuðina, svo framarlega að ég verði ekki rekinn. Odense Universitet Hospital var svo rausnarlegur að leyfa mér að spreyta mig sem service assistance. Svona til að byrja með ætla ég að svara því sem flest ykkar eru ábyggilega að hugsa núna: Nei, ég er ekki að tæma hlandkoppa hjá sjúklingum.
Á þeirri deild sem ég kem til með að vera á, sem er lýtalækningaskurðdeildin eða eitthvað svoleiðis(það er ekki hægt að ætlast til að maður kunni svona flókin orð á úglensku), snýst þetta mikið um þrif. Þegar það er búið að skera upp, krukka aðeins í sjúklingunum og henda þeim út, tek ég til starfa við að þrífa blóðsletturnar og solleiðis. Svo snýst þetta mikið um að keyra sjúklinga til og frá deilda, í eða úr röntgen, skjótast með blóðprufur niður í greiningu. Um daginn dó sjúklingur og því var að hluta til kennt um að blóðið hefði ekki komist nógu hratt í greiningu. Þannig að það er smá pressa, stundum. Svo má maður líka gera ráð fyrir því að þurfa hnoða hjarta í þeim sem nenna ekki að lifa lengur ef að læknirinn fer fram á það. Ég byrjaði á miðvikudaginn og kem náttúrlega bara til með að fylgja öðrum og reyndari, til að læra. Fyrsta daginn vorum við kölluð inn í 2 aðgerðir. Það þurfti hjálp við að snúa gaurunum sem verið var að krukka í. Flutti eitt lík niður í líkhúsið eða frystirinn eins og þau kalla það. Prófaði að keyra sjúkrarúm, sem er bara ekkert eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera, ofl..
Það er svolítið erfitt að útskýra þetta starf í fáum orðum en það má alltaf reyna: Ef það vantar hjálp, við næstum hvað sem er, þá er hringt í okkur. Og þetta er erfitt!
Sigga verslaði sér skrefamæli um daginn á 500kr. ísl.(hún er sko líka að vinna við það sama) og hún labbar frá 10 - 15 þús. skref á einum vinnudegi. Ég skrapp aðeins út í búð í morgun og keypti samskonar skrefamæli á 200kr. ísl.(múhahaha) og þegar ég þetta er skrifað var ég búinn að labba 3453 skref....magnað.



Bönnum líka tjáningarfrelsi fyrst við erum byrjuð á annað borð.

13 Comments:

Blogger Garðar said...

sammála með að það mætti vera bæði staðir þar sem reykingar væru leyfar og aðrir þar sem þeir væru bannaðir...

Held að ástæðan fyrir þessu áreiti er ekki, og þá meina ég alls ekki, fyrir þig sem reykir heldur aðra.

Held að menn vilji gera þetta til að í fyrsta lagi vernda starfsfólkið (sumir verða að taka því sem þeir fá og þar með er þetta ekki alltaf bara val um að vinna einhvers staðar annars staðar) og einnig vernda fólk sem vill alls ekki fá reyk ofaní sig. Hef aldrei heyrt um að maður njóti þess mikið að stunda second-hand smoking...

Allt annað sem þú sagðir um t.d. offitu sem, yfirleitt, persónan sjálf er sá eini sem "þjáist" og eini sem þetta hrjáir (þá meina ég fyrir utan sjónmengun eða þess háttar, heilsulega),tónleikar og annað fellur í sama flokk með að það skaðar bara þig... þú getur mætt með eyrnatappa á tónleika, reyndar fyrst ég minnist á það, þá væri hægt að nota súrefnisgrímur þegar maður færi út á staði og það gæti verið önnur lausn.

Reyndar hérna í svíþjóð er bannað að reykja á stöðum, veitingahúsum og börum og það er frábært. Manni líður miklu betur, lyktar ekki eins og reykt hæna og allt er bara miklu betra...

Einnig er staðirnir með einskonar reykherbergi þar sem fólk getur hópast inn og svalað þörfinni að brenna skemmtilega hluti sem fáir vita úrhverju er búið til í rauninni eins og sígarettur...

Gaman af því...

Til hamingju með nýja starfið, á von á því að þú gerir okkur öll stolt. Myndi ekki mæla með því að þú farir að finna þér ástæður til að verða rekinn þaðan eins og í vöruhúsinu með manninum með ekkert lyktarskyn með að experimenta með eitthvað af líkum, blóði og þessháttar...

föstudagur, mars 31, 2006  
Blogger Gummi said...

Já...þú segir það :) Ég fatta alveg þetta með vinnustaðin, fatta bara ekki af hverju það má ekki vera reykherbergi þar. Af hverju verður að banna þetta gjörsamlega? Þarf að taka þessa ákvörðun fyrir okkur? Erum við virkilega það heimsk að við getum ekki valið fyrir okkur sjálf??

föstudagur, mars 31, 2006  
Blogger Garðar said...

akkúrat, eins og ég sagði þá eru þeir með lítil herbergi sem lokuð eru alveg af en samt með gluggum...

Það er ekki fyrir neinum... alla vega ekki mér...

plús það að það er sjálft ríkið sem er að græða milljón trilljónir á að við erum að reykja með að vera einir um hituna og á sama tíma eru þeir að reyna að banna það.

föstudagur, mars 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með "who you gonna call" djobbið. En nærðu ekki að reykja nokkrar rettur með mér og Benna bjútí(kontestapródúsent) á Sam's karaoke bar þann 13. maí eða hvað fyrir öllum þessum vöktum?

föstudagur, mars 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Og er bloggið mitt horfið úr blogg-rununni? Gat verið að Tinna hefði látið henda okkur báðum út (tók eftir því við yfirlesturinn að hún var að kvarta).

föstudagur, mars 31, 2006  
Blogger Gummi said...

Takk fyrir það. Ég var að tjékka og samkvæmt kenningunni á ég að vera í fríi helgina 13 - 14 maí og ætti þar með að geta tekið SJÁLFUR ákvörðun um að reyna að drepa mig hægt með ykkur, helst á öllum sams börum sem við finnum! ;)
og já, ég henti þér og Tinnu út af því að þið eruð verstu bloggarar í heimi(múhahaha!) ég reyndi að kommenta hjá ykkur og fékk ekkert svar þannig að þangað til....

föstudagur, mars 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég leit á kommentið þitt. Það getur verið að þú sért orðinn leiður á myndunum á blogginu mínu (sniff) sem hafa verið þar fyrir stafni óhreyfðar síðan í ágúst en mér sýndist philsmith8949759475 og margaretgonzo4893475 vera mjög ánægð með þær. Mjög ánægð, segi ég.
Varðandi hitt...ég skal senda þér línu um leið og eitthvað soralegt gerist.

föstudagur, mars 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Only for you my friend, a special offer islenskurtexti.blogspot.com

föstudagur, mars 31, 2006  
Blogger Gummi said...

exellent...

föstudagur, mars 31, 2006  
Blogger Gugga said...

Ég held að það sé nú ekki í lagi með okkur Gummi að svæla oní okkur bragðvonda stauta með 400 baneitruðum lofttegundum, þar á meðal blásýru...kannski þarf að hafa vit fyrir okkur???
Myndirðu vilja hafa sogmæli sem mældi hvað þú værir búinn að soga margar rettur í gegnum tíðina?
Bara smá pæling...

laugardagur, apríl 01, 2006  
Blogger Gugga said...

Ég held að það sé nú ekki í lagi með okkur Gummi að svæla oní okkur bragðvonda stauta með 400 baneitruðum lofttegundum, þar á meðal blásýru...kannski þarf að hafa vit fyrir okkur???
Myndirðu vilja hafa sogmæli sem mældi hvað þú værir búinn að soga margar rettur í gegnum tíðina?
Bara smá pæling...

laugardagur, apríl 01, 2006  
Blogger Gummi said...

Nei ég held ég myndi nú ekki vilja svona sogmæli...þó það væri ábyggilega áhugavert :) Ég vil heldur ekki láta segja mér að ég megi ekki t.d. stunda box(þó að það sé búið að aflétta því banni). Það að fara í ræktina, á hlaupabretti fer illa með hnén á fólki. Tala nú ekki um svitalyktina sem kemur af sumum - skaðlegt umhverfinu hreinlega! ;)

mánudagur, apríl 03, 2006  
Blogger Gummi said...

Nákvæmlega!

mánudagur, apríl 03, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home