sunnudagur, mars 12, 2006

FIONA PARK.



Jebsí, ég og Sigga urðum okkur út um ókeypis miða á völlinn. Hann er hérna eiginlega við hliðina á íbúðinni okkar þannig að við röltum bara. Það var alveg sjúklega kallt og eins og glöggir hafa kannski tekið eftir þá er ég búinn að raka af mér kleinuhringinn....leiddist.
Við vissum ekkert hvað við vorum að gera, fórum bara inn um einhvern inngang. Þar beið afar stórgerður maður eftir að káfa á mér öllum og láta mig tæma vasana. Sigga stóð fyrir aftan mig og fékk svo bara að rölta í gegn eins og hún væri bara saklausasta manneskja í heimi. Ekkert káf og ekki neitt! Þá datt nú út úr minni að þarna hefði fyrirtaks tækifæri til að smygla inn öllu kókaíninu og vopnasafninu sem hún býr greinilega yfir farið til einskis.
Við löbbuðum svo bara inn í einhverja stúku og eftir svona 5 mínútur föttuðum við að við höfðum sest í "bullu" stúkuna. Gríðarlega mikið sungið, drukkið og konfetti hennt út um allt. Það var stemmning. Okkar lið, OB(Odense Boldklub), kom sterkt inn í leikinn og afgreiddi hann 2 - 0 með einu marki í sitt hvorum hálfleiknum. Maður gæti nú alveg farið að leggja þetta fyrir sig, fara á völlinn og hanga með bullunum....söng óðir skrattar alveg hreint.
Sjálfur var ég nú líka að spila leik á laugardaginn. Æfingaleikur á móti liði sem er 2 deildum fyrir ofan okkur. Við töpuðum 1 - 2. Kallinn spilaði allan leikinn og stóð sig hreint út sagt ótrúlega vel samkvæmt eina rónanum sem kom að horfa á.


Svo langar mig að deila með ykkur uppskrift að alveg hreint guðdómlegum rétti.Við erum að tala um rúgbrauð, smyrjið á það mikið af grófhakkaðri kæfu, skerið svo nokkrar gúrkusneiðar og leggið snyrtilega ofan á kæfuna. Þar næst er smáslurk af kartöflusalati dreift yfir herlegheitinn. Þetta lítur einhvern veginn(nákvæmlega) svona út:

Enjoy!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Shit hvað þú lítur fuckings illa út gummi, þú ert eins og lík.

Flottur!


..Djöfull væri ég til í leverpostej right about now

mánudagur, mars 13, 2006  
Blogger Gummi said...

Þetta er tekið á sunnudegi...við hverju býstu? Auðvitað er maður að deyja úr þynnku eins og alvöru karlmaður!

mánudagur, mars 13, 2006  
Blogger Gummi said...

Takk fyrir það og gjörðu svo vel ;D
Tek mér væntanlega bara bessaleyfi líka og smelli þér hérna inn til hægri...

mánudagur, mars 13, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home