mánudagur, mars 20, 2006

Radisson SAS.

Mig langar að byrja á að þakka öllum þeim sem lögðu það á sig að krossleggja tærnar fyrir mig. Það er gaman frá því að segja að það svínvirkaði! Ég held ég sé kominn með vinnu.
Við Sigga fórum þangað(Radisson SAS) í morgun og hittum vinkonu hennar eins og við áttum að gera. Hún átti svo að kynna mig fyrir yfirmanninum. Það gerði hún ekki...hann þurfti víst að flýta sér út 10 mín. áður en við komum til að ná í hárgreiðslutímann sem hann átti pantaðann. *ugh* hugsaði ég með mér. Ætlaði þetta að verða eins og allt annað hérna sem maður er búin að ganga í gegnum varðandi atvinnuleit - aldrei finnst yfirmaðurinn og maður er dreginn á asnaeyrum í godt nok 3 mánuði....?
Heldur betur ekki!! Eftir að hún hafði sagt okkur þetta með bossinn bætti hún við að hann hefði beðið fyrir um skilaboð til mín: "Ég átti að segja þér að hann Jens ætlar að hringja í þig í kvöld bara svona til að heyra í þér og líka að hann gerði ráð fyrir að þú myndir byrja á föstudaginn. Getur þú það?" sagði hún bara eins og ekkert væri sjálfsagðara.
"Ég held að það myndi henta mér bara ágætlega" náði ég að stama út úr mér á milli þess sem ég reyndi að hemja aftur af mér gleðidansinn og reyndar líka nokkurra illra loftegunda sem héldu greinilega að þetta væri fullkominn tímapunktur til að brjótast út um óæðri endann á mér.
Svo löbbuðum við smá hring og spjölluðum saman á meðan hún var að sýna mér svona þetta helsta á hótelinu. Sjúklega stórir veislusalir og meðal annars sagði hún mér að þau væru að fá 1200 manns í mat í kvöld....hvernig ætli þetta sé á föstudagskvöldum(shitófokk)! Þegar við kvöddumst sagðist hún svo gera 99% ráð fyrir að sjá mig aftur á föstudaginn. Gummi ánægður. Gott stöff!
Núna sit ég bara heima og bíð eftir símtali.....meira á morgun.



Ef maður er kominn með fasta vinnu er nú aldrei að vita nema maður rölti til þýskalands og nái sér í einn svona fák...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyrsta jobb á dagskrá í nýju vinnunni:
Biðja um frí í lok júní.

þriðjudagur, mars 21, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég ætla að minnast svona kæruleysislega á að ég sé búinn að kaupa miða á Hróarskeldu(sem ég er ekki búinn að gera) og hvort ég nái því ekki alveg....þ.e.a.s. ef að hann hringir EINHVERN TÍMANN Í MIG!!! Pirraður mjög. Veit að það stendur "meira á morgun" þarna í færslunni en hann er ekki ennþá búinn að hringja þannig að ekkert er að frétta...meira seinna.

þriðjudagur, mars 21, 2006  
Blogger TaranTullan said...

En er eitthvað að frétta núna?

miðvikudagur, mars 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þú minnist auðvitað bara á þetta í "forbifarten".. ógó casual bara

je!

fimmtudagur, mars 23, 2006  
Blogger Gummi said...

Það verður eitthvað að frétta í kvöld....þetta er í fyrsta skipti síðan á þriðjudaginn sem að ég kemst inn á síðuna mína...gaman að því.

fimmtudagur, mars 23, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott mál, til hamingju brói!

Vona að þetta detti inn hjá þér

Kv. Guðni

fimmtudagur, mars 23, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home