miðvikudagur, mars 08, 2006

11 komma 3 prósent!

Hérna er "The Crime Scene" úr síðasta pistli, séð út um gluggan hjá mér:

Þið verðið bara að ýminda ykkur rónana inn í glerbúrinu, svona soldið eins og dýr í dýragarði...þau létu líka svolítið eins og apar...á sýru.

Og svona hefði ég átt að hlaupa út til þeirra:

Sem ég gerði náttúrulega ekki en það hefði verið skemmtilega saga...og sjálfsagt stórhættulegt líka.

Háskólinn í Odense var með opið hús á laugardaginn og við Sigga skelltum okkur og fórum mjög fljótlega eftir það niður í háskólann...
Þar var öllu steini léttara stolið, bæklingum og svoleiðis. Íþróttadeildin var með bás og þar var hægt að fá mælda líkamsfitu á einhverskonar vigt. Ég sló til og spurði svo hvort ég mætti prófa....Ó MAN! ÉG ER ON FIRE HÉRNA!! HAHAHA! ok ég er hættur...
En það kom sem sagt í ljós að ég er með 11.3% líkamsfitu. Það sagði mér ekkert þannig að þetta var útskýrt þannig að "venjuleg" manneskja væri á bilinu 14 - 20%.
Ég heim! Tortillas eldaðar af Siggu á meðan ég hreyfði mig sem minnst. Svo át ég eins og svín. Át svo mikið að ég ældi næstum því, engar ýkjur. Lagðist upp í sófa og reyndi að svitna sem minnst. Þá kemur íslenska stelpa sem býr hérna við hliðina á okkur og segir að það hafi farið öryggi hjá henni og hvort við eigum auka. Ég var í svo annarlegu ástandi, gæti allt eins hafað verið á LSD trippi eftir þetta ofát, að ég bauð henni lampa....(til að stinga í rafmagnslausu innstunguna sína?). Ég hló svo inní mér. Hún horfði á mig eins og ég hafi boðið henni lampa....til að stinga í rafmagnslausu innstunguna sína og hraðaði sér svo í burtu.

Ég fékk annars að fara aftur í eplapakkeríið í gær og verð líklega í því út þessa og næstu viku. Það er fínt. Skárra en þetta helvítis eggjahvítupúðurdjöfull sem ég var í seinast.
Annars er ég kominn með Football Manager 2006 í tölvuna og hef hreinlega ekki tíma fyrir svona bloggvitleysu!

7 Comments:

Blogger Garðar said...

sé fyrir mér rónafólkið að slást eins og apar þarna en ein spurning, tók Sigga myndina af þér eða þú varst bara einn heima, klæddir þig upp, settir vélina á timer og hljópst í stellingar?

Áfram football manager!

miðvikudagur, mars 08, 2006  
Blogger Gummi said...

Sigga var í skólanum...ég var einn, klæddi mig upp, setti vélina á timer og hljóp svo í stellingu! :D

miðvikudagur, mars 08, 2006  
Blogger Garðar said...

hehe, hélt það :)

miðvikudagur, mars 08, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Ég ætlaði að segja eitthvað en ég bara gleymdi því.

föstudagur, mars 10, 2006  
Blogger Gummi said...

that´s a shame...

laugardagur, mars 11, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Jamm, sérstaklega þar sem hinn sívinnandi hugur minn er ótæmandi viskubrunnur og gáfnaljós mitt slokknar aldrei.

laugardagur, mars 11, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe..indeed.

laugardagur, mars 11, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home