fimmtudagur, mars 16, 2006

Dagur 209...

...so very, very tired.

Vaknaði klukkan 5:20 til að mæta í hið æsispennandi og yfirþyrmandi skemmtilega starf ruslakarlsins klukkan 6:30! Það er vaknað. Svo eru teknar góðar 20 mínútur í að reyna að átta sig á hvort það sé ennþá nótt eða hvort það sé hreinlega verið að gera at í manni. Eftir nákvæmlega enga niðurstöðu er farið í það að leita að ullarsokkum af því að það er fokking skítakuldi hérna! Það hefur ekki verið svona kalt í mars mánuði hérna í DK í 43 ár...talandi um að Gummi sé alltaf með tímasetningar á hreinu: "Ég held að þetta sé gott ár til að flýja íslenska veturinn og flytja til heitara lands".(Fokking hálfviti!)
Eftir að hafa teipað ullarsokkana vandlega yfir eyrun er lagt af stað í 25 mínútna langan hjólatúr. Eftir ca. 10 mín. er teipið byrjað að losna útaf svitanum á enninu þannig að ég sting sokkunum bara inn á buxurnar þar sem ég held að hneturnar mínar og slátrið hafi einhvern tímann verið - alveg steinhættur að finna nokkurn skapaðan hlut í þessum skítakulda!
Þetta legg ég á mig til þess eins að hanga og hendast til og frá aftan á ruslabíl allan daginn...og ég ætla að gera það aftur á morgun! Nema þá ætla ég að mæta klukkan 6! Svona er ég snjall.
En á mánudaginn ætla ég ekki að gera þetta. Ég ætla að gera svolítið annað og vonandi skemmtilegra. Hún Sigga mín er náttúrulega óstöðvandi. Hún er með einhverri konu í dönskuskólanum, sem hún fer í á kvöldin, sem heitir Margarita. Þær tvær voru eitthvað að spjalla og kemur í ljós að hún Margarita er að vinna á hóteli hérna og það vantar víst þjóna. Það er búið að tala við "Bossinn og alles" og hann sagði að ég ætti endilega að mæta, það er víst brjálað að gera.




Ég ætla að krossleggja tærnar og vona að þið gerið það sama...

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vinna...?

Húmbúkk!

föstudagur, mars 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Please man, ég þarf svoooo mikið á þessu að halda....tærnar, TÆRNAR!

föstudagur, mars 17, 2006  
Blogger Gugga said...

Við krossleggjum allar tær á þessu heimili...gangi þér vel Gummi minn!

föstudagur, mars 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Takk fyrir það Andrésbrunnur!

laugardagur, mars 18, 2006  
Blogger Garðar said...

víííhhh... mínar eru krosslagðar (ekki það þægilegasta í heimi en samt, allt fyrir þig Gummi minn).

laugardagur, mars 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ég krossleggi allar fyrir þig ástin mín ;*

laugardagur, mars 18, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Okay...ég reyndi en ég braut þær. Nú er ég í gifsi. Thanks a lot!

laugardagur, mars 18, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Hvers konar comment er þetta!?

"Okay..ég reyndi en ég braut þær. Nú er ég í gifsi. Thanks a lot!"

Kræst! Er ég eitthvað andlega þroskaheftur? Það allavega lítur sterklega út fyrir það.

sunnudagur, mars 19, 2006  
Blogger Gummi said...

vá...það er komið allsvakaleg mikið af tám hérna! - Takk fyrir það!



Daði...ég held að þú hafir sagt það sem við vorum öll að hugsa ;D

sunnudagur, mars 19, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home