miðvikudagur, mars 15, 2006

Atvinnuviðtal.

Ég er s.s. staddur þarna á Plaza Hótel Odense og lentur í atvinnuviðtali. Virðulegur maður sem er að taka þetta viðtal við mig. Byrjum á svona small talk-i og allt gengur bærilega. Hann heyrir mjög fljótlega og sér það líklega líka á nafninu mínu að ég er ekki dani þannig að hann fer að spyrja út í hvaðan ég sé. Ég segi honum það og við spjöllum aðeins um Ísland. Kemur í ljós að hann hefur komið þangað nokkrum sinnum. Svo spyr hann hvort að flestir danir spyrji mig ekki hvort að Íslendingar búi ennþá í snjóhúsum. Ég játti því og við flissum, svona út um nefið eins og maður gerir stundum. Nema hvað ég er nýbúinn að vera veikur, hálsbólga og kvef og fleira skemmtilegt. Ekki alveg búinn að jafna mig 100% þannig að það kemur þessi fína horslumma út um nefið á mér þegar ég flissa.....ég gerði mér grein fyrir því og af störunni að dæma tók hann víst líka eftir þessu. "Viltu tissjú", spurði hann. "Nei, nei", svaraði ég. "Þetta reddast". Ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa en ég byrja s.s. að sjúga upp í nefið af ógnarkrafti og reyna að ýta þessu upp með tungunni!
Eftir gríðarlega vandræðalegar 4 mínútur höldum við áfram með viðtalið og klárum það.
"Við verðum í sambandi", segir hann og hálfpartinn ýtir mér út. Þar sem ég stend þarna fyrir utan skrifstofuna hans eftir að hann er búinn að loka hurðinni heyri ég að maðurinn er hreinlega að kafna úr hláturskrampa....


..og við það vakna ég!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Iss... vakna smakna

Skemmdir söguna!



Hinsvegar gat maður nú alveg sagt sér að þetta væri draumur... ÞÚ?! í atvinnuviðtali?! :D

fimmtudagur, mars 16, 2006  
Blogger Gummi said...

já það er alveg satt...the titel gave it away :D

fimmtudagur, mars 16, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home