föstudagur, mars 03, 2006

Big City Living.

Aldrei stoppar stuðið hér á Middelfartvej! Hérna sat ég í gær rétt áður en ég fór að sofa og byrja allt í einu að heyra einhver læti. Fullir unglingar að bíða eftir strætó, hugsaði ég með sjálfum mér, það er nefnilega ekkert svo sjaldgæft á föstudagskvöldum. En í gær var fimmtudagskvöld. Danir fara nú alveg á pöbbinn á fimmtudögum líka...hmm...ég ákvað þá að hlusta aðeins betur þar sem að ég nennti ómögulega að standa upp. Þetta var eiginlega bara ein manneskja að öskra og önnur að reyna að öskra en gerði eiginlega meira í því að væla og snökta, frekar hátt, I might add. Áhugi minn var vakinn, ég stóð upp en settist mjög fljótlega aftur, rassinn á mér hafði tekið forskot á sæluna og sofnað. Eftir ákaft nudd og káf á sjálfum mér komst ég á fætur og út í glugga.
Þarna stóðu tveir rónar, karl og kelling, og rifust eins og kettir með aðeins of mikið sinnep í görninni. Ekki skildi ég stakt orð af því sem kom frá þeim en þetta var hin mesta skemmtun. Kellingin var nefnilega að henda í hann klinki en hitti bara ekki, sama hvað hún reyndi. Klinkið endaði allt út á miðri götu og mig langar að benda á að gatan hérna fyrir utan er sú umferðaþyngsta í Odense.

Rónaregla númer 1: Ef þú sérð klink einhverstaðar skiptir líf þitt og limir engu máli, YOU PICK IT UP!

Kellingin stóð sem sagt þarna og fleygði klinki út á götu, kallinn hlýddi rónareglu númer 1 út í öfgar og stóð bara út á miðri götu og tíndi klinkið jafnóðum upp. Ég er ekki viss um að hann hafi vitað hvar hann var jafnvel þótt að bílarnir flautuðu á hann og sumir bara rétt náðu að negla niður áður en þeir straujuðu hann niður. Hann stóð bara þarna, týndi þetta upp á milli þess sem hann hellti úr skálum reiði sinnar á kellinguna. Nú voru þau farinn að standa sínum óstyrku fótum sínum aðeins of nálægt einum bílnum sem var lagt við götuna. Það fannst allavega eigandanum sem kom út, tvítugur drengur, asískur í útliti með vöðva sem pössuðu ágætlega í hvíta hlýrabolinn. Hann reynir eitthvað að reka þau í burtu.

Rónaregla númer 2: Ef einhver reynir að tala við þig er hann örugglega að biðja um slagsmál.

Í smá stund hætta þessi skötuhjú að rífast til að sameinast um að ógna asian looking buff man og það virkar. Hann hljóp aftur inn til sín. Þetta virtist hafa sameinað þau í smá stund og þau færa sig á strætó stöðina sem er beint fyrir utan gluggan hjá mér. Þetta var mjög "smá" stund þar sem að þau byrja aftur að öskra á hvort annað um leið og þau setjast niður. Ég held að kallinn hafi verið að reyna að biðja hana um að drattast á fætur svo að hann gæti nú farið að mixa eitthvað dóp á bekknum, sem hann svo gerði um leið og hún stóð upp.

Rónaregla númer 3: Þó að þú standir inn í strætóskýli úr gleri ertu ábyggilega einn í heiminum.

Nú var mér hætt að lítast á blikuna þar sem að feita kella var farinn að fækka fötum og nálar voru komnar upp úr vasa karlsins. Ég var búinn að slá inn 1 og 1 á símann en þá kom bara löggan. Enn ein sönnun fyrir fjarskiptum mínum við yfirvöldin. Aldrei hef ég séð svo snögg handtök hjá jafn óstabílu fólki. Dópið niður í vasa og fötin aftur á líkamann og svo sest niður á bekkinn eins og þau væru bara venjulegt fólk að bíða eftir strætó....sem var löngu hættur að keyra. (Hvaða fífl ákváðu að "strætó er hættur að ganga" væri ásættanleg setning?)
Lögreglan tala við þau í smá stund og keyrir svo í burtu. Sprautan upp á bekk, fötin af og mixið heldur áfram.

Rónaregla númer 4: Sá sem sigaði löggunni á þig er ábyggilega hættur að horfa núna...

Nema hvað, kella gefst upp á þessu slugsi og fer bara! Kallinum gæti ekki verið meira sama þar sem að hann er alveg að ná að hitta í einhverja æð eftir að hafa sótthreinsað sprautuna vel upp úr bjórnum sem hann var með. Hann sat þarna eins og mygluð sveskja og náði á einhvern undraverðan hátt að toga sprautuna aftur út og leggja hana frá sér.
Ég var að lýsa þessu öllu fyrir Daða í beinni á msn og við vorum alveg sammála um það að þetta væri tíminn fyrir mig að hlaupa út með Scream grímuna mína og fáránlega stóra hattinn sem ég keypti á Hróarskeldu hátíðinni, standa fyrir framann hann og öskra. Svo var jafvel inn í myndinni að taka með sér rugby boltann minn og þrykkja í hausinn á honum, hlaupa svo flissandi í burtu. Auðvitað guggnaði ég. Vil helst ekkert koma nálægt svona sóðapjésum.
Kallin komst svo til meðvitundar, stóð upp, hrópaði einhver ókvæðis orð í áttina sem kella strunsaði í, settist svo niður og sprautaði sig aftur.
Sigga tilkynnti mér nú fyrr í vikunni að það er hægt að stinga manni í fangelsi fyrir að veita ekki manneskju fyrstu hjálp. I could not care less í þessu tilviki.
Hann dó sem betur fer ekki og drullaði sér í burtu á endanum.

Rónar sko...

Vissir þú að Walt Disney var hræddur við mýs?

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hlaupa út og taka myndir mannfjandi!

laugardagur, mars 04, 2006  
Blogger Garðar said...

spennandi saga verð ég að segja

laugardagur, mars 04, 2006  
Blogger Gummi said...

já helvítis mar´! vissi að ég hefði klikkað á einhverju!

laugardagur, mars 04, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Mér hefði fundist það fyndið ef hann hefði overdozað og drepist. Enda hef ég nú litla samúð með dópistum.

En þú klikkaðir líka á því að henda tómri niðursuðudós í áttina að honum...að ég tali nú ekki um að labba til hans með steikarpönnuna og dúndra í hausinn á honum og ræna klinkinu hans.

laugardagur, mars 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Stundum er bara eins og þú gleymir alveg að hugsa Guðmundur minn!!

sunnudagur, mars 05, 2006  
Blogger Gummi said...

já, ég geri eins lítið af því að hugsa og mögulegt er - gerir lífið skemmtilegra!

sunnudagur, mars 05, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Ég verð nú að sammælast honum Kela, það hefði verið agalega gaman að sjá myndir af þessu stórborgarslori. Þú mannst það bara næst vinur...

sunnudagur, mars 05, 2006  
Blogger Gugga said...

Ég sá bloggsíðuna þína á síðunni hennar Siggu og ég verð að viðurkenna að ég er nú orðinn hálfgerður aðdáandi þessarar síðu...Hlakka til að heyra meira, þetta er greinilega spennandi staður sem þið búið á!
Kveðja,
Guðbjörg.

sunnudagur, mars 05, 2006  
Blogger Gummi said...

ég er að segja ykkur það - það stoppar ekki stuðið hérna!

mánudagur, mars 06, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Jæja Gummi, er ekki komin tími á smá blogg??

miðvikudagur, mars 08, 2006  
Blogger Gummi said...

jú....

miðvikudagur, mars 08, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home