þriðjudagur, maí 16, 2006

Glapræði - laugardagur.

Á laugardaginn vaknaði ég klukkan 12 með svakalegasta hausverk sem ég hef fengið síðan um áramótin. Fékk mér TREO og hélt áfram að sofa, náði klukkutíma lúr áður en Arnar þynnkubani hringdi í mig til að segja mér að ég mætti ekki missa af einhverjum æsispennandi ratleik. Fékk mér tvær íbúfen og rauk á fætur, fann ekki veskið og skyldi ekkert í því af hverju buxurnar mínar voru blautar.
Fann loksins veskið á hinum ólíklega stað; buxnavasanum. Þaut niður í bæ til þess eins að komast að því að það mættu bara fimm í ratleikinn og var hann því blásinn af. Hitti í staðinn Hemma, Bjössa og Úlf á Dubliners þar sem Liverpool - West Ham var að fara að byrja eftir klukkutíma. Eins ólíklegt og það hljómar var alveg hörkugaman að þessum leik, sérstaklega þegar West Ham var yfir. Ekki eins gaman þegar gaurinn fyrir aftan mig fagnaði og svoleiðis dúndraði í hnakkann á mér. Ég var millimetrum frá
því að skalla bjórglasið mitt sem hefði reyndar ekki gert svo mikið þar sem að það var úr plasti. Kári mætti í hálfleik og gerði þau sömu mistök og við að panta sér bacon-burger sem var ábyggilega búinn til úr sjálfdauðu hreindýri.
Leikurinn fór í framlengingu og svo vító og endaði með því að annað liðið vann, man aldrei hvað þeir heita. Þegar þessum svakalegheitum var lokið vorum við eiginlega orðnir of seinir í árshátíðarmatinn en náðum því samt. Hann var fínn.
Eftir að hafa farið á trúnaðarstigið með Arnari þynnkubana sá ég hann ekkert meir það kvöld. Fann í staðinn drengina sem væru líklegir til að gera einhverja vitleysu, Hemma og Bjössa. Á milli þess að hella á sig og í drykki af ýmsum tegundum spjallaði ég við nokkrar gamlar og góðar vinkonur og tilkynnti þeim að brjóstin á þeim hefðu greinilega stækkað síðan síðast. Viðbrögðin voru vægast sagt misjöfn...
Við þrír ákváðum því næst að fara upp á hótel herbergið hans Hemma og halda partý. Þar var Úlfur, dauður.
Skítt með það, við héldum partý, ekki vaknaði Úlfur. Svo kláraðist bjórinn þannig að við ákváðum að fara on a beer run. Upp í taxa og báðum hann að finna næsta 7/11. Með í taxanum var einhver stelpa sem ég veit ekkert hver er. Fljótlega fór okkur að gruna að þessi leigubílstjóri væri nú eitthvað að fokka í okkur, keyrði bara í hringi. Þessari stelpu fór greinilega að leiðast bílferðinn þannig að hún tók sig
til og reif svoleiðis í hneturnar á mér! Mér fannst ekki alveg við hæfi að slá hana utan undir þannig að ég fór að hnakkrífast við bílstjórann um að nú væri nóg komið og við létum ekki fara svona með okkur.
Nú skyldi hann stoppa og hleypa okkur út undireins! Sem hann og gerði...beint fyrir utan 7/11. Ég, Björn og Hermann fóru því aftur upp á hótelherbergi að halda partý með Úlfi. Hann vaknaði ekki við djöfulganginn þannig að við fórum niður í lobby til að tjékka á stemmningunni. Hún var súr.
Þannig að við fórum aftur upp á hótelherbergi og héldum djöfulganginum áfram, kannski smá í þeirri von um að Úlfur myndi vakna.
Hann vaknaði ekki fyrr en Bjössi var farinn og ég og Hemmi báðir dauðir. Hrotur í víðóma þurfti til að vekja kappann.

7 Comments:

Blogger AM said...

Var hnetubaninn stelpa 1, stelpa 2 eða jafnvel stelpa 32?

miðvikudagur, maí 17, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Lengi getur gott batnað... en í guðs bænum, vertu fljótari að koma með sunnudaginn, annars gef ég þetta út á bók og sendi pabba þínum í sumargjöf (virtist virka síðast).

Djöfull er ég viss um að Sigga hefur verið svekkt að vera ekki með! Þvílík djamminnistæða sem hún aflaði sér með því að sitja heima. Treysti því að hennar lýsingar verði jafngreinagóðar.

miðvikudagur, maí 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég kann ekki fleiri tölur en 1, 2 og 3 þannig að hún fær númerið 123!

Ég er að vinna í þessu...sunnudagurinn var einfaldur og jafnframt bestur í mínum huga, þá kemur líka í ljós hvernig stendur á þessu "Glapræði" og Arnari "Þynnkubana" :D

miðvikudagur, maí 17, 2006  
Blogger Garðar said...

ótrúlegt miðað við góðan drykkjuárangur hve mikið þú mannst... Nema við ályktum að eitthvað enn meira (guð hjálpi dönum þá) hafi aldrei náð að setjast að í minninu ;)

miðvikudagur, maí 17, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hæææææææææææææææææææææææ
7fn hér ég vil fá sunnudaginn inn líka skiluru

fimmtudagur, maí 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Gerðu eins og konan segir þér, Gummi minn.

fimmtudagur, maí 18, 2006  
Blogger Gummi said...

já sorry...þessi helvítis vinna er að stela alltof miklum tíma!

fimmtudagur, maí 18, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home