fimmtudagur, maí 18, 2006

Þetta er GLAPRÆÐI!

Ég vakna í elli, það er að segja stellingunni elli, eins og stafurinn "L"...ég er bara að útskýra þetta fyrir sjálfum mér. Sófinn var bara tveggja manna þannig að það þurfti að ýta öðrum stól að fyrir hausinn á mér.
Úlfur og Hemmi stóðu yfir mér. Báðir á nærbuxunum.
Ég held að líkaminn á mér hafi farið í einhvers konar sjokk við þessa sjón, eitthvað alvarlegt kom allavega fyrir. Ég varð nefnilega ekki þunnur! Ekkert TROE, ekkert íbúfen, ekki neitt. Ef það er ekki saga yfir í Suður Þingeyjarsýslu veit ég ekki hvað er.
Við náðum að koma okkur út úr herberginu eina mínútu í tólf til að sleppa við sektina. Fórum niður í Lobby þar sem Hemmi var sakaður um að hafa horft á DOOM. Mig rámar eitthvað í það móment en það síðast sem ég man var einhver risa api að berja niður flugvélar og á hinni stöðinni var allsbert fólk að kenna okkur öruggt kynlíf með því að setja öryggið á oddinn...
Svo gerist hið merkilega að ég held að ég hafi fengið blackout klukkan 12:32 á sunnudegi. Næst sem ég man er að ég staddur inn í Tívólíinu með nærbuxnagenginu og Birni. Ég vil meina að við höfum farið á Macdonalds eða reynt að leita að apóteki handa Hemma í millitíðinni, er ekki viss. Hemmi gjörsamlega að hverfa hann var svo þunnur og búinn að kaupa sér ný autopilot gleraugu þar sem það virðist að hann hafi autopilotað autopilotinn úr hinum. Eftir mikil fundarhöld og tilraunir til nýbreytni ákváðum við að fara á sama stað og við fórum á fyrir tveimur árum; Valhöll. Settumst niður og ákváðum að reyna að drekka þynnkuna úr Hemma. Það gekk illa. Eina sem hann gerði vara að stara ofaní glasið og muldra; "Þetta er glapræði". Þangaði til Þynnkubaninn kom. Arnar, hressasti maðurinn í allri Kaupmannahöfn, vaknaði klukkan 6 um morguninn eða eitthvað álíka, búinn að hella í sig kaffi á meðan hann þýddi Dr. Phil. Hann ákvað að setjast með okkur og eftir minna en korter var Hemmi orðinn hressari en djöfullinn og Arnar lá fram á borðið eins og maður sem hafði verið að drekka í 4 mánuði. Snilld!
Eftir tveggja tíma setu í valhöll og all nokkrar ferðir á klósettið var ákveðið að nú væri nóg komið. Við þyrftum nýbreytni og skemmtilegheit. Eftir að vera komnir út og búnir að elta autopilotinn í 20 mín vorum við búnir að týna Arnari í ískaup og lentir í gróðurhúsi, lýg því ekki. Sest niður, einn bjór, farið burtu. Í þetta skipti fékk Hemmi ekki að ráða og þess vegna fundum við HARD ROCK. Ekta staður með ekta mat og öli. Kominn tími til. Eftir að einhver var búinn að leiðbeina okkur í gegnum allan staðinn í leit að sæti, tvisvar, komumst við að því að við vorum komnir út úr tívolíinu...ennþá betra!
Ég, Hermann og Björn vorum orðnir hálf fullir þegar við komumst þaðan út og Arnar allur að braggast. Held að Úlfur hafi bara verið að reyna að vera ábyrgur faðir, hvað sem það nú þýðir...
Taxi niður á hótel, þar sem að ég kyssti færri bless en ég vildi, allir eitthvað að drífa sig í bussen, náði þó nokkrum.
Langar mig bara að þakka öllum fyrir þessa helgi sem var frábær og munið bara: Ef þú átt heima hérna, er hver einasta helgi svona ;)




svo lengi sem ég er hérna auðvitað...

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert snillingur. Mér finnst ég hafa verið með ykkur þarna.

fimmtudagur, maí 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Giggitigiggiti

fimmtudagur, maí 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

gott stuff

föstudagur, maí 19, 2006  
Blogger Gummi said...

Næst þegar ég vakna eftir fyllerí ætla ég að reyna að hugsa um nærbuxnabræðurna og athuga hvort ég slepp aftur við þynnku. Ef það virkar ekki ætla ég að hringja í Arnar og spjalla við hann í svona korter...

föstudagur, maí 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjáðu hvað hann gerði mér! Ég hef ekki verið þunn í tæp tvö ár núna!

föstudagur, maí 19, 2006  
Blogger Gummi said...

já...það kemur málinu náttúrulega ekkert við að þú ert HÆTT AÐ DREKKA!

föstudagur, maí 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er samt ógðeðslega timbruð í dag. Fór í júróvisjónpartý á Nasa - Paul Oscar á útopnu, ICY betri en nokkru sinni, MODEL kom saman í fyrsta sinn í manna minnum frá júró ´87 og Nína aldrei jafn fölsk. Frábær stemmning og frábært kvöld - timburmenn í réttum hlutföllum við hamingjuna. OG steingleymdi að hringja í Arnar til að láta hann aftimbra mig. MAn það næst.

sunnudagur, maí 21, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe, þetta er líka eitthvað sem maður þarf að setja í reminder.

sunnudagur, maí 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæææ
sömuleiðis takk fyrir frábæra helgi ætla að dúndra köben myndum inn á www.heimaey.is
Við komum pottþétt aftur til þín á árshátíð skiluru

þriðjudagur, maí 30, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home