sunnudagur, maí 21, 2006

Roskilde Festival, here I come!

Búinn að fá frí í vinnunni til þess að fara á Hróarskelduhátíðina. Ég laug að henni að ég hefði keypt miða áður en ég fékk þessa vinnu, svona til þess að auka líkurnar á að ég fengi frí. Hún sagði að þetta væri alveg hörmulegur tímapunktur sem að ég væri að biðja um frí á og að hún væri frekar ósátt við þetta en hefði samt ákveðið að gefa mér frí. Vííííííí!
Nú er bara að kaupa sér miða...múhahaha!
Tool er efst á lista, Deftones er eitthvað sem að ég ætla heldur ekki að missa af. Svo voru Placebo líka að gefa út disk sem að er það besta sem hefur komið frá þeim í mörg ár þannig að ég ætla ekki að láta mig vanta þar. Mér skilst að Sigur rós verði þarna líka. Þeir eru prump! Sigur rós er svo mikið prump! Ég gæti prumpað á þá! Jæja, nú er ég allavega kominn með hugmynd um hvað ég ætla að gera á meðan Sigur rós er að "performa".
Er einhver sem maður þekkir á Íslandi að leggja leið sína á þessa hátíð?(Fyrir utan Kela)

Ég hætti að reykja um daginn!

Vá hvað það var scary einn og hálfur dagur...

Þessi sorry ass tilraun til að hætta var gerði til þess að draga úr peningaeyðslu til að geta keypt nýtt sjónvarp einn daginn, fljótlega. Þannig að fyrst að maður hafði það ekki sér að hætta "cold turkey", þá ákvað maður að búa til kerfi. Nú fæ ég bara 10 sígarettur á dag og bara sorry ég ef að ég er búinn með þær klukkan 18 eða eitthvað álíka, fæ bara ekki meira á dag. Það hefur ekki ennþá gerst. Hið magnaða gerðist aftur á móti að maður er að lenda í því að eiga kannski 3 - 4 sígó eftir þegar ég fer að sofa. Verða að segja að ég átti ekki von á því. Held að það sé að gerast af því að maður er svo skíthræddur um að klára þessar 10 sígó að nú reykir maður bara þegar maður gersamlega neyðist til þess, eða heldur að maður neyðist til þess - þetta er jú allt saman bara sálfræðilegt. Þessar auka sígó fær maður svo ekki að bæta við 10 stykkinn sem að maður fær daginn eftir, heldur fara þær sem afgangs verða í drykkjusjóð af því að maður reykir alltaf töluvert meira þegar maður byrjar að hella í sig.
Svo er nú líka bannað að reykja í íbúðinni nema út í eldhúsi við opinn glugga og lyktin í íbúðinni hefur skánað til muna við það. Gerir það líka að verkum að maður nennir sjaldnar að fá sér eina þegar maður er kannski að horfa á bíómynd eða sjónvarpið.
Nú er bara að bíða eftir að peningarnir rúlli hreinlega inn...

Það er komið eitthvað fuglaflensu skilti upp ekki langt frá okkur, ætla að hjóla þangað og taka mynd af því...

1 Comments:

Blogger Sveinsson said...

Mikið var að þú ákvaðst að reyna að hætta þessum reykingum.

fimmtudagur, maí 25, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home