þriðjudagur, desember 20, 2005

Insomnia...

..er fín mynd. Ekkert rosalegt stuð þegar maður lendir í því sjálfur að geta ekki lúllað soldið!

Gat ekkert sofið í nótt. Allt í allt held ég að ég hafi sofið í 1 og hálfan tíma og ég átti að mæta í vinnu klukkan 7.
Var nýsofnaður þegar klukkan hringdi og ég eyddi ábyggilega hálftíma í að rökræða við hana um hvort að það væri kominn morgun eða ekki. Svo stökk ég á fætur kl. korter í 7, tróð túnfisksalatið inn í eyrað á mér og hljóp út með skóna undir handakrikanum. Þegar ég svo fann hjólið mitt, eftir að vera búinn að setja lugtirnar mínar á vitlaust hjól, komst ég að því að ég hafði gleymt lyklunum inni! Great...læstur úti, peningalaus og heyri ekkert með öðru eyranu....ÉG VEIT! Hringi bara eitthvert og redda málunum! HELV..DJÖF..ANDSK...síminn líka inni í íbúð. Sigga að vinna og kemur eftir 5 klukkutíma. Labbaði hinumegin við húsið og viti menn, opinn gluggi! Gott mál. Eins gott að þetta var okkar íbúð af því að ég var engann veginn í standi til að hugsa yfir höfuð. Þetta tók ekki nema svona 12 sekúndur og ég passaði mig að skilja sem minnst eftir af vísbendingum ef að C.S.I. skyldi vera kallað á staðinn! Fann lykla, einhverja lykla, alveg saman, orðinn of seinn, aftur út, upp á hjólið og hossast af stað.
Mætti bara 6 mín of seint, nokkuð ánægður með það bara. Þessi lukkudagur minn endaði náttúrulega ekki þarna...það var nebbla smá, pínku, gat í klofinu á buxunum sem ég fór í og þegar ég mætti á staðinn og steig af hjólinu, festist þetta littla gat í hnakknum og ákvað að 30 falda sig í stærð! ooooooooooooooooohhhhhhhhhhhhh mér líður svo vel....
En við(vorum 3) áttum að tæma einn gám sem í voru svona ca. 1200 kassar, hver og einn þeirra 25 kíló að þyngd. Áttum að vera 4 tíma en vorum bara 2. Fengum samt borgaði fyrir 4 og reiknast mér svo að þá hafi tímakaupið verið eitthvað um 1950 íslkr. Gaman að því.

Ég ætla að setja hérna að ganni stjörnuspána mína fyrir þennan dag:

Í dag er einn af þeim örfáu dögum er krabbinn fær launað í samræmi við frumleika. Það er ekkert gaman að gera eins og allir aðrir. Er ekki nóg af Elvis-eftirhermum í veröldinni? Veldu að vera stórstjarna eftir eigin höfði.


Boðskapur minn er þessi: Aldrei fara auðveldu leiðina inn í íbúðina þína!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heppinn að hafa sloppið við kynkirtlavanseytingu.

miðvikudagur, desember 21, 2005  
Blogger Gummi said...

eh..jájá...hvað sem það nú er!? :D

miðvikudagur, desember 21, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home