miðvikudagur, janúar 18, 2006

2+2 = Rollugarður!

Ég hef oft velt fyrir mér stúdentsprófinu. Hvernig það gagnast mér og ja, eiginlega líka hvernig tilfinning það væri að hafa eitt svoleiðis stykki í vasanum. Mikið spáð í þetta og yfirleitt þegar ég er að tala við einhvern um þetta þá er ég á þeirri skoðun að maður þurfi þetta ekki nema maður ætli í háskóla eða eitthvað því um líkt. Alltaf þegar ég er að "rífast" um þetta málefni kemst ég að þeirri skoðun að ég hafi líklega rangt fyrir mér...
En svo man ég stundum eftir stelpu sem að var með mér í framhaldskóla. Ég nefni engin nöfn af því að ég er ekki algjör bastarður, en aðallega af því að man ekki hvað hún heitir fullu nafni og ég vil ekki að allt of margar Kristínur fari að halda ég sé að tala um þær...úps!
Jæja, þessi ágæta stelpa var allra yndi, nema þeirra sem þoldu hana ekki. Kanski af því að hún var jafn hávær og F-15 orrustuþota eða kanski af því að hún var jafn fyrirferðamikil og bremsulaus 18 hjóla trukkur, skiptir ekki máli af því að hvort sem að hún var hötuð eða elskuð fóru gáfur hennar ekki framhjá neinum. Tvö atriði eru efst í huga.
Nr. 1: Mér fannst soldið fyndið þegar hún kom úr enskuprófi og var alveg á nálum, hljóp til vinkvenna sinna og auðvitað var talað um prófið. Öllum fannst það hálf erfitt og samsinnti hún því. Einna erfiðast fannst henni þýðingarhlutinn í prófinu og spurði hún hvernig þær hefðu þýtt "Kindergarden". "Leikskóli" svöruðu sumar, "Barnaheimili" svöruðu aðrar. "Ó SHIT!!" heyrðist ábyggilega til Kópaskers þegar það hvall í orrustuþotunni brjóta hljóðmúrinn. "Ég skrifaði: Rollugarður!!" Ég hélt ég yrði ekki eldri...sem reyndust óþarfa áhyggjur eins og sjá má í dag.
Nr. 2: Skemmtilegast fannst mér, að ég held, að rífast við hana um hvort maður svitnaði í sundi eða ekki. Þið megið taka eina villta ágiskun á hvort hún hélt að maður gerði. Ég hélt því allavega fram að maður svitnaði mikið í sundi...

Nú jæja, ef að þessi ágæta manneskja nær stúdentsprófinu í vor, eins og mér skilst að hún ætli sér, þá ráðast á mig spurningar úr öllum áttum. Ætti ég ekki að geta náð þessu sem upp á vantar fyrst að hún getur það? Vil ég þetta skírteini ef að manneskjur eins og hún getur það? Er ég heimskari maður fyrir að vera ekki með þetta skírteini? Lítur fólk niður á mig af því að ég er ekki búinn að ná þessu?(hef að vísu aldrei reynt að ná stúdentnum). Kemur það berlega í ljós hvað ég þarf virkilega mikið á stúdentsprófi að halda þegar farið er yfir stafsetningavillurnar á þessari síðu? Spurningar, spurningar og aftur spurningar. Ég held ég noti gömlu góðu "best að sofa á þessu og sjá hvort að þetta leysist ekki af sjálfu sér" aðferðina.

Já, svona er þetta. Hér fær enginn miskunn. Ekki einu sinni ég. Hérna hef ég gaman af að tala illa um fólk af því að ég get það. Ég veit ekkert hverjir koma hingað(ok, ég veit um nokkra) og láta sér leiðast yfir pistlum mínum og mér er eiginlega sama. Hér ræð ég og mun ekki hætta fyrr en einhver höfðar meiðyrðamál gagnvart mér og lætur loka þessari síðu. Þá opna ég síðu sem kemur til með að heita: Meiðyrðamálsögur Gvendar.


Fyrir þá sem skilja af hverju ég setti þessa mynd inn við þennan pistill, eiga sjálfsagt eftir að brosa út í annað....hinir ekki.

9 Comments:

Blogger Garðar said...

hahah heheheha hahaa...

ég er bara alveg týndur varðandi hverja þú gætir verið að tala um :)

fimmtudagur, janúar 19, 2006  
Blogger V said...

Gummi minn .... þú ert ekkert verri maður þótt að þú hafir ekki stúdentspróf. Sjáðu bara mig, ég er búinn að vera nánast samfellt í skólan síðan ég var 6 ára (með tveimur litlum hléum) og ég get ekki séð að ég sé eitthvað betur settur en þú. 20 ára menntun að baki og ég vinn við að svara í síma!!!! Æi.... fokkk.... nú byrja raddirnar aftur. Best að þagga niður í þeim með meiri Vodka!

p.s. Þessi ákveðna stúlka sem þú talar um er.... spes tilfelli

fimmtudagur, janúar 19, 2006  
Blogger Gummi said...

Eins og ég veit að þið gerið ykkur grein fyrir þá allt sem er skrifað hérna meira til gamans gert :) Ef mig langar í stúdentspróf, þá fer ég bara og næ í það. Ekkert kjaftæði ;) Svo var ég líka að heyra að það er eitthvað búið að breyta einhverju þannig að það gæti verið að ég sé bara búinn með stærðfræðina sem var nú alltaf skemmtilegur þröskuldur, þannig að það er aldrei að vita nema maður fari bara að drífa þetta af eins og einhver sagði...

fimmtudagur, janúar 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

(lesist með ástúðlegum tón)
Gummi minn, auðvitað finnst öllum þú minni maður þótt þú sért ekki búinn með stúdentspróf. Það vita það jú allir að fólk sem er ekki með stúdentspróf er illa gefið og ónothæft í samfélaginu.

föstudagur, janúar 20, 2006  
Blogger Gummi said...

(lesist með svipað ástúðlegum tón)Það er náttúrulega það sem manni dettur stundum í hug...en svo kemur maður eins og þú, hámenntaður einstaklingur og álíka nothæfur og blautur sokkur. Það fær mann til að hugsa, ekki satt?

föstudagur, janúar 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú neyðist ég til að quota í Electric six lag:
"I make more money than you!"

laugardagur, janúar 21, 2006  
Blogger Gummi said...

Enginn vafi á því en ertu að fá þennan pening fyrir eitthvað sem þú hefur fengið menntun í?

laugardagur, janúar 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Vertu ekkert að skipta þér af þessu!
>:|

laugardagur, janúar 21, 2006  
Blogger Gummi said...

aha...hélt það líka.

laugardagur, janúar 21, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home