föstudagur, janúar 13, 2006

M2219G - 78STK - CRA81266318

Þetta þýðir að ég þarf að fara upp á aðra hæð, finna rekka 22 og hillu 19 í þeim rekka, hæð G í hillu 19, þar þarf ég að finna varahlut með númerið CRA81266318 og taka 78 svoleiðis stykki. Við hliðina eru ábyggilega númerin CRA812266418 og CRA81216318....

Fékk sem sagt vinnu í gær á enn einum lagernum þar sem að ekki er vanþörf á númerum. Þetta er lager með bílavarahluti. Ekki nokkra bíla, ekki mjög marga bíla, heldur alla fólksbíla sem til eru í HEIMINUM! Shit hvað þetta er stór lager og djöfull þarf ég að labba mikið og ég HATA að labba. Ekki nóg með að ég þurfi að hjóla 6 kílómetra á dag til að komast þangað(og væntanlega 6 kílómetra heim aftur) þá þarf ég að labba í 8 klukkutíma á dag...við fáum að setjast niður 3svar á dag, 2svar í 7 mín og einu sinni í 30 mín....fasistar.
Gaurinn sem kenndi mér á þetta kerfi og hvernig maður á að gera hlutina þarna er fanatískur hálfviti sem verður alveg klikkaður ef hann sér mig gera hlutina einhern veginn öðruvísi en nákvæmlega eins og hann sýndi mér fyrsta daginn, þá kemur hann hlaupandi á eftir manni og "lagar" allt sem ég búinn að gera. Gaman frá því að segja að hann er búinn að missa lyktarskynið sitt. Það er gaman að segja frá því af því að þegar hann er að reyna að sýna mér eitthvað nýtt eða aftur eitthvað sem ég hef gleymt þá geri ég í því að reka eins mikið við og ég get! Það er gaman...
Ég á að vera þarna til 27. jan. með 105 dkr. á tímann, ekki nóg fyrir þessa misþyrmingu sem að ég verð fyrir en maður lætur sig hafa það af því að annars væri maður jú bara atvinnulaus....frekar einfalt. Þetta er álíka gaman og að þvo ketti!

Eins og öllum er löngu orðið kunnugt er ég meistarinn í "halda á lofti boltanum með því að smella hann með músarbendlinum" leiknum sem er á síðunni hans Garðars. Setti þetta þvílíka met upp á 96 smelli! En þar sem ég er eiginlega aldrei nógu ánægður með það sem ég tek mér fyrir hendur þá ákvað ég að reyna að gera betur og gerði mér lítið fyrir og bætti metið mitt aðeins og tók mynd því til sönnunar af því að það eru efasemdapjésar til í heiminum sem myndu aldrei trúa mér:


Gaman að því...

Við Sigga fórum niður í bæ, á Ryans, sem er írskur pöbb, til að horfa á Manchester slaginn mikla. Óþarfi að fara eitthvað meira í þann leik, fyrir utan að mig langar að segja að Ronaldo átti skilið þetta rauða spjald sem hann fékk. Langt síðan ég hef séð svona einbeittann brotavilja.

Svo má líka bæta því við að Sigga sagði að ég hafi sofnaði klukkan ca. 19:30 í gær og ekki vaknað fyrr en klukkan 10 í morgun....furðulegt nok, þá man ég ekki neitt eftir því!

8 Comments:

Blogger Garðar said...

Máttu ekki nota hjólið þitt í vinnunni, örugglega auðveldara bara að hjóla á milli staða með litla körfu framaná :)

Ég er viss um að hann var bara að ljúga með lyktarskynið og tekur 50 kall af laununum þínum í hvert sinn sem þú rekur við hjá honum...

og já, ég verð að viðurkenna að þú ert óumdeilanlegur meistari meistaranna í að halda á lofti, 239!!! djöfull hlýturðu að hafa verið orðinn geðveikur í lokin :)

heitir hann ryans eða reily´s eitthvað því það er írski barinn sem ég fer á til að horfa á leiki hér (held að þeir séu með stóra keðju af þeim)

ps. held að það skemmtilegasta að skrifa comment hjá þér er þrautin fyrir neðan með stöfunum...

laugardagur, janúar 14, 2006  
Blogger Gummi said...

hahaha...mér datt þetta í hug með hjólið en hlutirnir eru yfirleytt stærri en komast í littla körfu framan á....auk þess væri soldið vesen að komast á milli hæða!
Ég ætla að vona að hann sé með lyktarskynið ennþá, þá ætla ég að prumpa ennþá meira á hann.

Undir lokinn, það sem klikkaði: Ég blikkaði!

Hann heitir Ryans og þeir eru líka með stóra keðju út um allan heim...

laugardagur, janúar 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvenær fer siggan svo til úglanda.. Shit hvað þú verður lónlí blú bojj

újebúja

Kebab Bob

laugardagur, janúar 14, 2006  
Blogger Gummi said...

Sigga fer ekki í þetta fararstjóradót, það breyttist.

sunnudagur, janúar 15, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Ég náði 5 í þessum fótboltaleik.

þriðjudagur, janúar 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Já það fréttist....djöfull er það merkilega lélegt! Þetta er sami árangur og ég heyrði að handleggjalausi sex ára krakkinn einhverstaðar í Asíu náði..

þriðjudagur, janúar 17, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Bætti metið mitt og komst í 9 núna.

miðvikudagur, janúar 18, 2006  
Blogger Gummi said...

You guys are making me look pretty good...

miðvikudagur, janúar 18, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home