laugardagur, janúar 07, 2006

7. janúar....

...as promised!

Þá er maður kominn aftur "heim". Það var gaman á Íslandi, fannst mér. Gerði mér grein fyrir svolitlu: Ég sakna ekki Íslands, ég sakna ykkar, vina minna, ættingja minna, mikið djöfull var gaman að sjá framan í ykkur öll.

Daði: Rakaðu þig! Þú ert fokking farinn að hræða mig með þessu.

Bjössi: Róaðu þig maður, alltof tense eitthvað.

Hemmi: ....stay cool.

Arnar: Ekki vera sorry, þessi helvítis veggur var fyrir þér og bara had it fucking coming! Ég setti link á þig hérna til hægri...farðu að blogga!

Viggó: Ég veit ekki hvað þú ert að gera eða hvað þú ert að fara að gera but keep it up!

Davíð: Ég skulda þér alvöru tölvukvöld þar sem við drekkum kaffi í staðinn fyrir bjór og reynum ekki að leysa heimsvandann á einu kvöldi ;) það kvöld er náttúrulega háð því að Vedder verði kominn upp á vegg(mikil vonbrigði).

Guðni: Veit ekki hvað þessir árekstrar gerðu þér en þú ert one handsome devil.

Keli: Af hverju fórstu frá mér...snökt...

Bjöggi: Mér er sama hvað allir segja, þú ert bara ekkert tjokkó! Sem er gott!

Til kvennanna: Þori ekki að segja neitt við ykkur af því að allt sem ég segi við kvenmenn taka þær sem móðgun, þannig að....later!


Ég ætla nú ekkert að fara að ráðast á Ísland sem land, þó mér detti eitt og annað í hug. Eruð þið ekkert orðin þreytt á að vinna eins og þrælar alla daga, allan daginn? Borga svo mikið í bensín, mat, hús- eða íbúðarleigu að þið eigið ekki einu sinni aur til að geta skroppið í bíó lengur!? Komið þið bara hingað! Ef þið spáið í það þá er DK með allt sem ykkur langar í(fyrir utan kokteilsósu og grænar baunir) og ábyggilega soldið meira. Betra veður, sem þið virðist ekki getað hætt að kvart yfir. Þið þurfið ekki bíl, bara hjól og það kemur í staðinn fyrir þessa klassísku setningu: "Ég er með svo mikinn móral af því að ég sleppti því að fara í gymmið í dag og fékk mér ís í staðinn." Lítið bara á mig, ég borða það sem ég vil(helst með smá kokteilsósu), drekk eins mikinn bjór og mig langar til(helst með smá kokteilsósu), smá baby oil hérna á kanntinn og ég myndi rúlla upp þessari vaxtaræktakeppni! Og barnafólk þarf ekki að hafa áhyggjur, fáið ykkur bara svona kerru aftan á hjólið til að flytja þessa skæruliða. Ég er einmitt að hugsa um að fjárfesta í einni svoleiðis til að geta flutt meiri bjór heim með mér úr Super Brugsen. Komið bara....aðalega af því að mig langar að hafa ykkur nálægt mér.

(Ég var að lesa þetta yfir og ég geri mér fulla grein fyrir að þetta hljómar svolítið eins og léleg dömubindaauglýsing)

Jæja, við flugum út eldsnemma um morguninn eða um klukkan átta, ennþá nótt í mínum huga. Ég náði að sofa í svona klukkutíma áður en við lögðum af stað út á völl sem að ég held að sé meira en flugmaðurinn okkar gerði. Þetta er samtal tveggja Pílóta sem voru að labba upp stigann í Leifstöð á eftir okkur:

Pilot 1: Ég vona að þetta gangi vel.
Pilot 2: Er langt síðan þú hefur flogið?
Pilot 1: Já, það er orðið soldið síðan.

...svo rak Pilot 1 tánna í eina tröppuna og datt næstum því.
Við sátum í vélinni og niður koma þessir fínu skjáir úr loftinu og Þórunn Lárusdóttir, held ég að hún heiti, ætlar að fræða okkur allt um falska von í gegnum öryggi í flugvélum. Hún nær að segja tvær setningar og þá stoppar allt og skjáirnir fara aftur upp. Tæknilegir örðugleikar geta víst hent alla...reynum bara aftur. Skjáirnir niður aftur og í þetta skiptið nær hún að segja eina setningu áður en allt stoppar og upp fara skjáirnir...panikk! Flugfreyjurnar þurfa að sýna okkur þetta manúalt, sem er alltaf jafn fyndið. Svo slökknaði á öllum ljósum í vélinni en engar áhyggjur sagði flugstýran, sem var eldri en mörg hús sem ég hef séð, "þið getið kveikt á lesljósunum". Allir í vélinni breyttust í takkaóða fimm ára krakka sem gerði það að verkum að lesljósin drápu öll á sér...great..."engar áhyggjur" gall aftur í gróu gömlu, "ljósin koma aftur þegar vélarnar hitna almennilega". Þetta heyrði Pílótinn greinilega líka, hann stóð brakið eins og það væri no tomorrow! Breytti því samt ekki að við hreyfðumst ekki úr stað. Greinilega svo langt síðan hann hefur flogið að hann fann ekki gírana. Var að spá í að fara út og ýta.
Loksins eftir klukkutíma setu í vélinni, á sama stað, fórum við í loftið. Það var laust sæti við hliðin á mér og hinumeginn við ganginn sátu hjón með 2 börn, annað það lítið að það þurfti ekki sæti undir það en flugfreyja ein sá samt ástæðu til að bjóða þeim auka sætið við hliðina á mér. "Ef ykkur dettur í hug að planta þessum grenjandi skæruliða við hliðana á mér, veit ég um björgunarvestið og er ekki hræddur við að nota það!" hugsaði ég frekar en að segja það...sem betur fer kom pabbinn í sætið og upphófst mikill bardagi um hver fengi að hvíla hendur sínar á arminum á milli okkar...ég vann! Takk, takk.

Þetta er orðið nóg í bili :) Ég sit hérna bara með hálsbólgu og nefrennsli eftir þessa stuttu dvöl á Íslandi. Kaffi í lítratali og Túborg í vinnstri eru að vísu að hrekja þessa sýkla hratt í burtu, túborginn er nefnilega góður hérna...annað en á Íslandi.
Takk fyrir samveruna segi ég bara og vonandi hitti ég ykkur sem fyrst...hérna í DK auðvitað ;)


Lendingin var óvenju smooth...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Búmmsjakalakakalakalkakalúlú!

Ég er hættur að skrifa niðrandi comment þannig að ég veit ekkert hvað ég á að skrifa..

En ég skrifa þó!

Kebab Bob

laugardagur, janúar 07, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe, hættur að skrifa niðrandi comment, you say! Mér finnst ég bara ekki þekkja þig lengur...og ég sem fékk mér kebab í kvöld þér til heiðurs!

sunnudagur, janúar 08, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home