miðvikudagur, janúar 11, 2006

Vottar.

Vottar Jehóva eru magnaðir. Ég er að vísu ekkert alveg viss hvernig Jehóvar er skrifað þannig að þeir verða héðan í frá kallaðir "VJ", "Vottar" eða "Jehóvar".

Ég fór á mánudaginn á TV2 til að láta þá fá eitt meðmælabréfið í viðbót. Þegar ég kom svo heim aftur og lagði hjólið mitt upp við vegginn, læsti því og leit upp, voru tvær konur búnar að króa mig af.
Þær: Góðan daginn, megum við eiga við þig orð?
Ég horfði hugsi á þær í smá stund og fattaði það allt í einu, þetta voru VOTTAR!!

Like a midget in a urinal, I would have to stay on my toes at all times...

Ég: Já (DAMMIT!!).
Þær: Hefurðu aldrei velt fyrir þér hvað muni gerast í framtíðinni?
Ég: Jú (DAMMIT, DAMMIT, DAMMIT!).
Þær: Við vitum nefnilega hvað gerist í framtíðinni. Sjáðu til, biblían og Guð hafa öll svörin. Hefurðu lesið biblíuna?
Ég: Ég get nú ekki sagt að ég hafi gert það en ég fór nú í messu á hverjum sunnudegi þangað til að ég varð átján ára.
Þær: Þannig að þú ert trúaður maður?
Ég: Tja...ég svaf nú eiginlega bara meðan á öllu þessu veseni stóð.
Þær: En ertu trúaður?
Ég: Já, ég stunda "hentugleikatrú".
Þær: Hvað er það?
Ég: Það þýðir að ég trúi á Guð þegar ég þarf virkilega á því að halda að hann geri eitthvað fyrir mig. Annars stunda ég mest sjálfsdýrkun.
Þetta fanst þeim fyndið...þrátt fyrir að ég væri bara alls ekki að grínast!
Þær: Í biblíunni segir að...
Ég: Fyrirgefið að ég trufla en er það satt að Guð fyrirgefi öllum svo lengi sem þeir játi syndir sínar?
Þær: Já. Eins og stendur hér í bibl...
Ég: Þannig að ef að einhver maður myndi birtast heima hjá mér, myrða föður minn og nauðga systur minni, myndi Guð þá fyrirgefa honum svo lengi sem hann játaði að hafa gert rangt?
Þær: Já. Það geturðu fundið hérn...
Ég: Ja hérna hér...Ég einhvern veginn stórefast um að ég myndi fyrirgefa honum.
Þær: En þú getur lært að fyrirgefa með því að...
Ég: Ég held nefnilega að ég myndi leigja mér bíl, tileinka lífi mínu í að elta þennan gaur og þessa nýfundnu trú hans og svo þegar hann væri að labba yfir götuna myndi ég sjálfsagt keyra yfir hann. Ef hann væri svo enn á lífi myndi ég líklega skella í bakkgírinn og reyna bara aftur.
Þær: Þetta er nú ekki mjög fallega hugsaði hjá þér.
Ég: Stendur ekki í biblíunni "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn"?
Þær: Jú en...
Ég: Þá er ég búinn að fá svar við því sem ég þurfti að vita. Ég biðst afsökunar á að hafa eytt tíma ykkar hérna úti í frostinu og vonandi eigið þið áfram góðan dag.

Þær létu mig nú samt fá frétta bréfið sitt sem mun ábyggilega nýtast sem skeinipappír þegar fram líða stundir...

4 Comments:

Blogger Garðar said...

Þetta var nú ekki fallega gert af þér...

hey, but who cares, it was funny as hell!

miðvikudagur, janúar 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Teknar

miðvikudagur, janúar 11, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég varð að gera eitthvað til að losna undan þessu....

fimmtudagur, janúar 12, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Flottur Gummi...

laugardagur, janúar 14, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home