föstudagur, janúar 20, 2006

FTZ uck on it.

Það er svona þegar maður í álíka örvandi vinnu og ég er í þessa dagana...manni dettur bara ekkert í hug. Ég gæti sagt ykkur frá deginum mínum en þá myndi ég líklega hljóta lögsókn frá hægri OG vinstri fyrir manndráp af gáleysi af því að þið mynduð öll deyja úr leiðindum og ættingjar ykkar alveg brjálaðir og ég veit ekki hvað og hvað.
(samt held ég áfram)
Þegar Páll Óskar, ofuröfugi, var spurður hvort hann héldi út bloggsíðu, svaraði hann: "Nei, ég á mér líf".
Þetta fannst mér náttúrlega móðgun. Kannski satt hjá honum en þegar ég spái svolítið í það, þá blogga ég einmitt EKKI þegar það er ekkert að gerast hjá mér. Kannski er bara svona nákvæmlega ekkert að gerast hjá honum að hann vill ekki viðurkenna það og svarar þess vegna svona...?
Hverjum er ekki sama?
Þarna talaði ég t.d. um Pál Óskar 7 línum lengur en mig langaði nokkurn tímann til að gera, bara af því að það er ekkert að gerast hjá mér.
En svona af því að ég var eitthvað að kvarta yfir því um daginn hvað þetta væri stór lager sem ég er að vinna á þá spurði ég einhvern gaurinn þarna og hann sagði að þetta væru rúmlega 5000 fermetrar. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að þetta eru 2 hæðir og þar af leiðandi rúmlega 10 þús fermetrar sem að ég er að speedwalka þarna allan daginn. Langar þig að koma og hjálpa mér?

Það snjóaði all hressilega hérna á miðvikudaginn og fimmtudaginn. Þá er ég að tala um að þetta hefði talist bara þokkalegur snjór á Íslandinu sjálfu. Temmilega feitur stemmari að fara út þá morgna, grafa upp hjólið sitt og spæna svo áfram í torfærunni. Maður er ekkert að taka strætó neitt. Maður er enginn kelling! Það kemur málinu ekkert við að ég kann ekki rassgat á þetta strætókerfi...
Það voru 5 mínútur eftir af vinnudeginum í dag og við stóðum þarna þrjár Temp-team hórur, löðrandi sveittir alveg hreint og yfirmaður okkar segir við okkur að það sé ekki fleiri pantanir komnar þannig að við getum ekki gert neitt. "Setjist þið bara niður og verið á standby" sagði hann og brosti. Gott mál, við setjumst niður, búnir á því í löppunum og erum bara að spjalla. Svo kemur yfirmaður yfirmanns okkar til okkar(var þetta ekki skemmtileg setning?). "Þetta viljum við ekki sjá hérna, standið upp"! "En okkur var sagt að það væri ekkert meira sem við gætum gert hérna í dag", ákvað ein hugrökk sál að segja við hann(ekki ég). "Það skiptir ekki máli, þið megið ekki setjast niður nema það sé skipulögð pása eða vinnudagurinn er búinn. Þið getið tekið til þangað til". Ég beygði mig niður, tók upp bút úr pappakassa og setti hann í ruslið. Þar með var vinnudagurinn búinn. FASISTAR!!
Gott ef ég er ekki að setja saman lögsókn á þessar tíkur fyrir nauðgun á líkama og sál. Heiladauðari held ég að ég hafi aldrei verið á ævinni. Hvað þá þreyttari. Ein stelpan þarna er búinn að vinna hjá FTZ í 7 ár....SJÖ ÁÁÁÁÁÁR!! Ég ætlaði að spyrja hana hvort að það væri ekki í lagi með hana en fattaði það svo. Hún er ljóshærð...

5 Comments:

Blogger Sveinsson said...

Það er bara að fá sér stúdentspróf og þ.a.l. almennilega vinnu. Har har har...eða eitthvað.

föstudagur, janúar 20, 2006  
Blogger Gummi said...

Bíddu þangað til að þú kemur út á vinnumarkaðinn fyrir alvöru vinur.

föstudagur, janúar 20, 2006  
Blogger Garðar said...

well, ég er með stúdentspróf en ekki vinnu.

Gummi, þú ert ekki með stúdentspróf en samt með vinnu. (þó þú þurfir að hlaupa um í 10.000 fermetra (samtals) byggingu allan daginn)

Alltaf gaman þegar maður er búinn að vera vinna allan daginn eins og brjálæðingur og bossinn þarf alltaf að labba inn á "réttu" augnabliki

laugardagur, janúar 21, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe já þeir eru magnaðir með þessar tímasetningar sínar.

laugardagur, janúar 21, 2006  
Blogger Gummi said...

Þá veit ég það...5 mín. eftir að ég fjarlægi word verification dótið kemur eitthvað svona. Svaðalega skemmtilegt alveg.

laugardagur, janúar 21, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home