sunnudagur, janúar 29, 2006

Hverju ert þú eiginlega vanur?

Eins og kom fram hérna fyri neðan, þá er ég búinn að vera gera allt í mínu valdi til að vera rekinn frá þessum skítalager sem ég hef verið að mæta í síðustu 2 vikurnar. Margt hefur verið reynt, viljandi og óviljandi. Til dæmis á föstudaginn, sem var seinasti dagurinn minn, sendi ég óvart einhverjum kúnna 10 ryksugur þegar hann pantaði bara eina.
Nú jæja, long story short, þá kemur "bossinn" til mín og ég alveg viðbúinn hýðingum þannig að ég reyni the amazing escape á klóið en hann kallar á eftir mér! "Ehh Magnus. Har du lyst til at forlænge din tid her om en maned?"
WHAT!?
Er ekki í lagi með þig? Langar þig að ég haldi áfram hérna í einn mánuð í viðbót?
"Já, það er búið að vera gott að hafa þig hérna og ég er hæstánægður með vinnuna þína."
Ég bara...djís...ég veit ekki alveg...sko..ég get eiginlega ekki í næstu viku allavega. Þarf að fara niður á TV2 og komast til botns í umsókninni endalausu. Brjóta svo hurðir og míga útí horn ef það verða slæmar fréttir sem að ég fæ þar á bæ.
Hann tók þá bara í höndina á mér, þakkaði mér kærlega fyrir all the work I put in og óskaði mér held og lykke með TV2. Svo endaði hann á að segjast vona að hann mætti biðja um mig aftur ef að hann þyrfti á vikar að halda...
Ég varð alveg ægilega hugsi eftir þessi ummæli hans. Hvaða hroðalega lélega starfskrafti er þessi maður vanur fyrst að hann var "hæstánægður" með mig og hvar er sá maður? Þarf eiginlega að fá að fylgjast með hetjunni minni í svona einn dag eða svo. Ég á greinilega margt eftir ólært.

Ég er svo múltíkúltúral að það nær engri átt. Sigga keytpi pizzu um daginn. Þannig að ég var í Danmörku að borða American Style Pizza; Surpreme og neðst á kassanum stóð: Made in Germany.
Gerist ekki meira múltíkúltúral en það.

Var ég búinn að nefna það hvað kókið er vont hérna? Held þeir noti eitthvað vafasamar aðferðir við að brugga það hér í Danmörku.

Djöfull vona ég að maður fari að fá einhverja almennilega vinnu hérna svo maður endi nú ekki bara í ruglinu.

Ef ég fæ ekki vinnu á TV2 ætla ég að sækja um aftur undir nafninu Jim Daggerthuggert.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég lenti í svipuðu.

Ég er bara viss um það að vikar eru venjulega rónar, og þegar það koma sæmilega duglegir íslendingar þá er það besti starfskrafturinn ever.

Ég var að vinna að pakka þakrennum og sá sem ég var að vinna með lét mig vinna hægar vegna þess að hann vildi ekki afkasta of miklu einn daginn, og þurfa svo að afkasta því sama næstu dagana útaf því að yfirmennirnir væru búnir að sjá hver afköstin *gætu* verið... Þetta var einmitt í sömu vinnunni og ég var alltaf að reyna að slugsa eins og ég gæti..

sunnudagur, janúar 29, 2006  
Blogger Gummi said...

Alveg ótrúlega magnaður skítur!

sunnudagur, janúar 29, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Já þetta minnir mig óneitanlega á þegar ég sat við stimpilin góða sem stimplaði mjólkurkexið úr deiginu, í kexverksmiðjunni Frón, og passaði að ekkert auka deig færi nú í ofnin. Ótrúlega gefandi allt saman.

mánudagur, janúar 30, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe, já ég get ímyndað mér það.

mánudagur, janúar 30, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Svei mér þá ef ég myndi bara ekki sóma mér vel þarna. Starfsmaður ársins.

mánudagur, janúar 30, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég sé það núna...stór borði, flugeldar, the works sko!
Mér finnst þú ættir að koma og prófa.

mánudagur, janúar 30, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home