miðvikudagur, janúar 25, 2006

Taxi.

Hefur einhver, sem að les þetta bull í mér, verið í þannig vinnu að þér er alveg sama hvort þú ert rekinn eða ekki?
Ég hef prófað það. Er réttara sagt að prófa það núna. Það er nokkuð frelsandi. Þetta gengur þannig fyrir sig að ég vinn sem sagt vinnuna mína, en eins illa og ég mögulega kemst upp með. Hvernig kemst maður að mörkunum gætu sum ykkar verið að spyrja. Það er ekki auðvelt. Maður verður að finna upp á margskonar flóknum prófum og tilraunum.
Ég er t.d. kominn með það á hreint að það er sama hvar maður stendur(á 10þús. fermetra svæði allavega) og gerir ekki neitt, það kemur alltaf einhver nákvæmlega á þann stað. Metið mitt er að standa út í einu horninu í tæplega korter án þess að gera neitt og þá kom einhver. Á morgun verða hin 3 hornin athuguð.
Svo má ég t.d. ekki setjast niður, þannig að auðvitað reyni ég að finna sem flesta hluti til að setjast á og sem oftast. Trickið er að líta út fyrir að vera að fara yfir eitthvað, pappírana sem maður heldur á, hvort að maður sé með rétta hlutinn og jafnvel hvort að það er hægt að taka hann í sundur. Note to self: Það er ekki hægt að taka í sundur rúðuþurrku.
Ég græddi samt ekki mikið á "setjast niður" tilrauninni, í besta falli 3 - 4 mín.
Það var eitt skipti þar sem að ég nennti ekki að leita að hlutunum þannig að ég tók bara eitthvað! Það komst fljótlega upp um það. Kannski vegna þess að allt sem að ég geri er merkt mér. Hefði náttúrulega átt að fatta það áður en ég reyndi að segja að þetta gæti ekki hafa verið ég sem gerði þessi mistök. En þar sem ég var ekki rekinn og ég græddi 10 mín. í pásu er mjög hugsanlegt að ég geri ekkert á morgun nema að standa útí horni og taka vitlausa hluti...

Ég er sem sagt ekki búinn að heyra neitt frá TV2. Þeir ætluðu að hringja í mig í síðustu viku...kannski liggur símakerfið niðri hjá þeim. Kannski er þeim eitthvað illa við mig þar sem að eina sem ég geri þegar ég hringi í þá er að spyrja "Ert þú nýja mamma mín?". Veit það ekki og mun líklega aldrei komast að því.

Ef að þeir vilja mig ekki þá er ég sko búinn að finna það sem tekur við! Ég sá auglýsingu þar sem að einhver skóli hérna var að bjóðast til að borga fyrir mig Leigubílstjóranám og lofaði mér vinnu eftir námið. Held að ég muni alveg þiggja það að sitja í Mercedes Bens allan daginn og gera það sem ég hef mikla ástríðu fyrir: Að keyra...tala nú ekki um að fá borgað fyrir herlegheitin.


Já...það er endalaust "farangurspláss" í Bens.

10 Comments:

Blogger Gummi said...

hahahaha. Geri það á fös. til svona ca. 15:30 af því að þá fáum við bjór...

miðvikudagur, janúar 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta minnir mig á þegar ég var í vikar.. Þá var verið að skamma mig ef ég kom seint og fyrirlestrar um að hvað það væri lélegt að mæta seint og hvað það væri *mér* fyrir bestu að temja mér góða starfshætti.
Þetta nöldraði s.s. yfirmaðurinn yfir, og ég horfði kæruleysislega í einhverja aðra átt og gerði ekki einusinni tilraun til að þykjast vera að hlusta... Og ekki var ég rekinn þaðan!
Ég var líka orðinn mjög laginn við að nýta tímann í eitthvað annað en ég átti að gera... Teygja matarhlén, þurfa að pissa og kúka á 15mín fresti... Skera mig, fá plástur o.s.frv.

föstudagur, janúar 27, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Útvega þeir þér bílinn líka?

föstudagur, janúar 27, 2006  
Blogger Gummi said...

hahaha já það er líka soldið sniðugt að skera sig...er búinn að gera það, reyndar óvart, þrisvar. Ótrúlegt hvað er hægt að teygja tímann við að setja á sig plástur!

Ég á nú eftir að tjékka almennilega á þessu námi, geri það á mán. En ég er nokkuð viss um að það á enginn leigubílstjóri þessa bíla þar sem að þeir eru bara EITT STÓRT auglýsingaskilti...ekki myndi ég láta gera það við bílinn minn, sem ég á ekki, ef ég væri að taxast...

föstudagur, janúar 27, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Ach so...ef þeir eru með auglýsingar hljóta þeir að vera í eigu fyrirtækisins...enginn heilvita maður lætur límmiða með auglýsingum á bílinn sinn..og þó..maður hefur séð einhverja bíla með svona eld á hurðinni..rosa smart.

föstudagur, janúar 27, 2006  
Blogger Gummi said...

já ekkert smá smart...

það er líka ekki eins og þeir séu með eina eða tvær auglýsingar á bílunum, maður sér ekki einu sinni hvernig bíllinn er á litinn fyrir öllum auglýsingunum.

föstudagur, janúar 27, 2006  
Blogger Garðar said...

uhhh... þarf maður ekki að rata einhvert til að verða leigubílstjóri?

eða þú færð þér bara vagn aftan í hjólið þitt og brunar með fólk út um allan bæ...

easy money, gummi, ég er að segja þér það!!!

föstudagur, janúar 27, 2006  
Blogger Gummi said...

þeir leigubílar sem að ég hef setið í eru allir með gps tæki...ef ekki þá spyr maður bara fólk hvar maður á að beygja, svo ratar maður náttlega eitthvað hérna...

föstudagur, janúar 27, 2006  
Blogger Garðar said...

Hvað kostar að sækja mig til svíþjóð?

föstudagur, janúar 27, 2006  
Blogger Gummi said...

eh...ábyggilega ekkert svo mikið...

laugardagur, janúar 28, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home