þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Eplin í baunalandinu.

En fyrst þetta: Steven Gerrard kýlir lítinn dreng eftir niðurlægingu!
Þessir Liverpool menn eru náttúrulega klikkaðir. Í bann með þá alla saman, segi ég!

Hvað um það, fékk vinnu í dag. Það er að segja, það var hringt í mig í dag og ég beðinn um að vinna á morgun og fimmtudag, frí á fös. og svo 4 daga í næstu viku. Ég á að fara að aðstoða gamla fólkið í að pakka eplum, eins og ég hef gert áður og sagt frá. Í þetta skiptið þarf ég ekki að mæta fyrr en 13:50 sem er bjútífúl og er búinn klukkan 22:00. Ég ætla að vona að ég komi til með að vinna með sama fólki og síðast. Pásufólkinu, algjör snilld. Svo má ég líka vera með Ipodinn í þessari vinnu. Fæ eitthvað um 102 dkr. á tímann fram til kl. 18 og svo 121 dkr. eftir það. Get ekki beðið!

...."get ekki beðið"...á þessum stað í lifinu er maður nú staddur. Get ekki beðið eftir að fara pakka eplum með gömlu fólki...*sigh*



Með þessu áframhaldi á
"stundum með atvinnu" ferli mínum, fer ég að hafa efni á lödu...sem geta alveg verið kúl bílar líka!

8 Comments:

Blogger Sveinsson said...

Farðu bara í skóla að læra einhvern fjandan og farðu á námslán og lifðu eins og kóngur.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006  
Blogger Gummi said...

það er ekki hægt að lifa eins og kóngur af námslánum nema maður búi hjá afa og ömmu...og það búa ekki allir heima hjá afa og ömmu eins og þú, Daði.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006  
Blogger Garðar said...

hehe...

það er allt sem ég hef að segja um síðustu komment

miðvikudagur, febrúar 08, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Fínt að búa hjá ömmu og afa. Frítt fæði og húsnæði. Reyndar er soldið sterkur "lame factor" í því...en það er nú ekkert sem maður hefur áhyggjur af þar sem ég held að það myndi breyta litlu þó ég fengi mér mína eigin íbúð. Lame factorinn yrði sá sami.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006  
Blogger Garðar said...

það er rétt hjá þér...

Gummi, hann fær frían mat og húsnæði...
(ég er ekki að gera grín að þér daði, ekki strax).

Hugsanlega er þetta tilboð í gangi þangað til skólagöngu þinni líkur svo þú ættir að eiga nokkuð ljúf ár í viðbót þarna.

Ladan er afar "kúl" verð ég að segja þó

miðvikudagur, febrúar 08, 2006  
Blogger Gummi said...

og amma þín þvær af þér fötin líka er það ekki? og þrífur klósettið? Eldar matinn(fyrir utan pastað þitt)? Vaskar upp? Gefur þér pening þegar þú ert blankur? Á ég að halda áfram?

fimmtudagur, febrúar 09, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Endilega haltu áfram. Ég lifi eins og kóngur.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006  
Blogger Gummi said...

Njóttu þess á meðan þú getur...your going to crash and burn þegar þú þarft að fara að sjá fyrir þér sjálfur!

miðvikudagur, febrúar 15, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home