fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Ég á húfu.

Mér fannst þið ættuð að vita það.

Ég fór nebblega á mánudaginn og ætlaði að skrá mig í leigubílstjóra-kúrsinn sem ég var að tala um.
Eftir að hafa hjólað 7 kílómetra í vitlausa átt ákvað ég að snúa við. Það er svona þegar maður er með Pearl Jam í botni í eyrunum þegar maður er að hjóla, ekkert alltof mikið að hugsa.
Skemmst frá því að segja að eftir að hafa sem sagt hjólað til baka og fundið staðinn, var búið að loka. 13 mín. of seinn. Hnetur.
Fór samt aftur daginn eftir til að skrá mig á þetta námskeið og það fyrsta sem ég var spurður að var hvort ég væri meðlimur A-kassa? Say what? Það veit ég ekki. Næst fékk ég að vita að, and I quote: "Þú getur prófað að hringja hérna um eftirmiðdaginn og athugað hvort að þær nenna yfir höfðu að tala við þig". Nú? Spurði ég þá.
Var mér þá sagt að þetta námskeið hefði verið búið til fyrir þá sem væru algjörlega atvinnulausir og gætu engann veginn framfleytt sér.
Frábært. Ég fékk sem sagt ekki einu sinni að sækja um af því að ég er búinn að vera fá þessi íhlaupastörf hjá Temp - Team. Frábært. Þú getur bara sjálf verið A-kassi!

Þannig að ég fór bara í það að búa til umsókn fyrir bar/veitingastað hérna sem að var að auglýsa eftir ótrúlega sprækri og hressri manneskju í fullt starf sem barþjónn/þjónn. Væri alveg til í prófa það þannig að ég sótti bara um. Fæ ábyggilega ekki svar fyrr en um næstu aldamót, miðað við hvað hlutirnir ganga hratt fyrir sig hérna. Ég sver það, allir danir eru á einhverjum róhypnol - rítalín kokteil hérna!

Næ til að mynda engum kontakt við þá á TV2! Það er víst "svo mikið að gera" hjá þeim....makes you think. Ef að það er svona mikið að gera hjá þeim, væru þeir ekki búnir að hafa samband við kallinn og biðja um hjálp? Held það. Þannig að ég er opinberlega búinn að leggja þennan draum á hilluna...í bili allavega. (fokking kveiki í þessu pleisi)

En á gleðilegri nótum þá fékk hún Sigga mín fast vinnu. Byrjar í mars og er ægilega happy. Gaman að því!


Spurning hvað maður bíður lengi eftir svari frá TV2...núna eru komnir 4 mánuðir.

12 Comments:

Blogger Garðar said...

já, Pearl Jam lætur mann gera skrýtna hluti...

gaman af því að þú hafir verið of hæfur til að vera leigubílstjóri því þú hefur verið að vinna temp störf undanfarið...

veit ekki hversu mikið mig langar að setjast upp í leigubíl í danmörku hér eftir ef einu kröfurnar eru að vera algjörlega atvinnulaus og ekki eiga nokkurn annan sjéns á að einhver vilji ráða mann.

humm...

kanski eitthvað fyrir mig

fimmtudagur, febrúar 02, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe já einmitt, of hæfur! aumingjar.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006  
Blogger Garðar said...

áttir örugglega aldrei von á því...!!!

föstudagur, febrúar 03, 2006  
Blogger Gummi said...

Nei, það verður að viðurkennast.

föstudagur, febrúar 03, 2006  
Blogger Garðar said...

reikna með að þú hafir hringt beint í foreldrana þína...

Þau hljóta að hafa verið svo stolt!!!

föstudagur, febrúar 03, 2006  
Blogger Gummi said...

Þú getur rétt ímyndað þér!

föstudagur, febrúar 03, 2006  
Blogger Gummi said...

Þegar ég sagði pabba frá þessu sagði hann: "Djöfulsins rasistar!"

laugardagur, febrúar 04, 2006  
Blogger Gummi said...

eða var það "helvítis rasistarnir"...man það ekki.

laugardagur, febrúar 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég legg til að þú notir Jerzy Kozinski/George Costanza aðferðina. Þeir eru greinilega frekar vankaðir þarna hjá TV2, eins og hjá öðrum sjónvarpsstöðvum. Þannig að þú mætir bara einn daginn, segir móttökunni að þú sért frá Avid-þjónustunni, ferð inn, velur þér klippisvítu og byrjar að klippa (eða finnur þér skrifstofu og sest þar að). Síðan heilsarðu fólki á göngunum eins og það sé nýbyrjað og þú hafir verið þarna í 100 ár, daðrar við dömurnar og segir af og til við fólk að það sé rétt að þið farið að taka þennan fund. Svo geturðu líka hlaupið inn á fundi sem eru byrjaðir, biðst afsökunar á að þú sért of seinn en það hafi verið aðkallandi vandamál í annarri deild sem þú þurftir að leysa. Það eru 90 prósent líkur á að enginn hafi minnstu hugmynd um að þú eigir engan rétt á að vera þarna og ef einhver spyr þá ertu búinn að kanna hver er í fríi eða fæðingarorlofi og segir að viðkomandi hafi ráðið þig. Eina problemið er að láta launadeildina vita af þér. Það gætirðu leyst með því að segja yfirmanni, frekar vandræðalegur fyrir hönd þess sem réð þig, að hann hafi gleymt að fylla út pappírsvinnuna og svona til að forða því að hann verði rekinn þá getið þið gert smá samsæri og gengið frá pappírunum.
Klappað og klárt.

Keypti mér þriðju og fjórðu af Shield en horfði fyrst aftur á eitt og tvö... Ætla að bíða með þrjú og fjögur þar til skjávarpinn er kominn í hús.

sunnudagur, febrúar 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Hahahaha. Ef ég væri með einhverjar kúlur undir mér, þá myndi ég líklega prófa þetta.

Ertu að fíla Shield s.s.?

sunnudagur, febrúar 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Shield er auðvitað á við Sopranos og Sopranos er á við Shakespeare. Og þó að Chiklis sé rétti maðurinn til að leika Homer Simpson þá er hann einkar sannfærandi. Eins og ég sagði þá horfði ég aftur á seríu eitt og tvö bara til að njóta þess betur að horfa á þrjú og fjögur.
Gott að taka sér break frá Survivor-þýðingum og lesa ÆGB.

sunnudagur, febrúar 05, 2006  
Blogger Gummi said...

hehehe. Það er satt, hann gæti leikið hómer.

sunnudagur, febrúar 05, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home