mánudagur, febrúar 06, 2006

The Rolling Stones

Superbowl sunday var í gær. Var reyndar í nótt....Superbowl monday night! Spennan í hámarki. Mitt lið var ekki að taka þátt en þá er bara að velja sér annað liðið til að búa til einhverja spennu. Ég hélt með Pittsburg Steelers og snakkskálin mín hélt með Seattle Seahawks. Kókglasið er meira fyrir borðtennis þannig að það einbeitti sér aðalega að því að láta gosið verða flatt á sem skemmstum tíma. Spennan var gasaleg.
Leikurinn var bara hin ágætasta skemmtun og snakkskálin tapaði. Kókglasinu tókst áætlunarverk sitt á undraverðum tíma enda held ég að það hafi skynjað hverju við félagarnir áttum von í hálfleik.
Halftime Show í Superbowl hefur yfirleytt verið mikið show! Mikið um flugelda, flottar hljómsveitir og feikileg læti eins og kananum er einum lagið.
The Rolling Stones stigu á sviðið og ég get bara ekki haldið kjafti um þessa hljómsveit. Að þeir séu ekki dauðir skil ég ekki! Þetta var hreinn og beinn viðbjóður að sjá þessar fígúrur, sem áttu ábyggilega einu sinni að líkjast manneskjum, á sviðinu. Sú staðreynd að mér líkar ekki tónlist þeirra kemur málinu ekkert við...
Spasstískar hreyfingar söngvarans á sviðinu líktust meira handahófskenndum dauðakippum frekar en eitthvað ákveðið "performance" og ég er nokkuð viss um að ég sá litlafingur gítarleikarans detta af, sjálfsagt af sökum holdsveiki. Trommuleikarinn var álíka líflegur og ég í góðri þynnku. Slögin hans virtust vera eingöngu byggð á undirmeðvitundinni þar sem það leit út fyrir að hann sjálfur hefði ekki hugmynd um hvað hann væri að gera þarna.
Ég féll á hné og bað til köngulóarvefsins upp í horni um að uppáhalds hljómsveitin mín muni hætta áður en þetta kemur fyrir þá. sad...sad...sad...



Rock on!

11 Comments:

Blogger Garðar said...

"Trommuleikarinn var álíka líflegur og ég í góðri þynnku."

veit ekki á gott...

mánudagur, febrúar 06, 2006  
Blogger Gummi said...

Þú getur rétt ímyndað þér....rug on valium.

mánudagur, febrúar 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Dude, sjáumst eftir 138 daga, 10 klt, 55 min 55 sek. ;)

mánudagur, febrúar 06, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég tek því að þú sért að koma á Roskilde Festival og horfa á Tool með mér!! VÍÍÍÍÍ!!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Superbowl....*æl*

þriðjudagur, febrúar 07, 2006  
Blogger Gummi said...

The Rolling Stones...*æl*

þriðjudagur, febrúar 07, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Daði Sveins...yeah!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hell Yea!! T- 137d,12h,42m,56s.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006  
Blogger Gummi said...

...and counting...

þriðjudagur, febrúar 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Charlie Watts er ljós lífs míns.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006  
Blogger Gummi said...

Charlie What now?

miðvikudagur, febrúar 15, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home