mánudagur, febrúar 13, 2006

Fleiri epli.

Já já já já. Var í eplaplúkkinu í dag og það var sko ekki leiðinlegt. Eplin voru að ögra mér, hægri og vinstri, en aðalega beint fyrir framan mig. Upp í opið geðið á mér hlógu þau og gerðu grín. Sum ákváðu jafnvel að reyna að halda sér sem fastast í kantana á færibandinu til að þau kæmu ekki í kassan og ég þyrfti að færa mig til að losa þau. Eftir 3 klukkutíma af þeim leik ákvað ég að sýna hörku og hætta að ganga á eftir þeim. Í staðinn starði ég illilega á þau eplin sem reyndu halda sér fast. Öll gáfust þau upp nema eitt. Ég var ábyggilega búinn að stara á það í korter og það gafst ekki upp!
Þannig að ég snappaði, stökk á fætur og ÁT það!
Svo stóð ég yfir færibandinu og smjattaði hátt og slefaði öðru hverju til að sýna hinum hverju þau ættu von á ef að þeim myndi detta í hug að sýna mótþróa.
Klukkan 22:00 var mér orðið illt í maganum af eplaáti af því að epli eru heimsk og létu viðvaranir mínar um snöggan dauðdaga sem vind um eyru þjóta. Til að vera samkvæmur sjálfum mér át ég sem sagt öll eplin sem neituðu að koma í kassann. Nú er ég líka búinn að komast að því að ég fæ alveg heiftarlegan varaþurrk á að éta of mikið af eplum - held ég þurfi vökva í æð til að vinna á móti þessu helvíti.

3 Comments:

Blogger Garðar said...

hahahahaha...

þriðjudagur, febrúar 14, 2006  
Blogger Sveinsson said...

hahahahaha...

þriðjudagur, febrúar 14, 2006  
Blogger V said...

ég vill vera frumlegur:
hehehehehe...

miðvikudagur, febrúar 15, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home