fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Veiðiferð.

Geri mig kláran á kajak niður fljótið,
kveiki í einni feitri, slæ af og heyri fliss,
þetta er kanína sem er chilla á grjóti,
grill´ana og stanga úr tönnum með löppum hennar.

Með bundið fyrir augun út í skóg,
skýt eftir hljóði, það er ekkert djók.
Fjandans, þar fór hundurinn,
ég skaut hann víst í kollinn.
Sker hann upp,
drekk blóðið upp úr polli.

Ég er konungur skógarins, með sveðja.
Sker ég hausinn af uglu, nota sem bolta.
Strengdi belju á milli greina fyrir mark.
Hana virðist vanta eitthvað, hugsanlega lappirnar,
skar þær af í gamni.

Ég nýt þessa ekki eins og fínnri köku
en ég er veiðimaður og verð að fá
svín á diskinn.

Þetta er lauslega þýddur partur úr einu lagi frá Malk De Koijn. Dönsk rapphljómsveit sem hefur orðið frægust fyrir það að vera hugsanlega eina rapphljómsveitin í heiminum sem nýtir ekki lögin sín í að upphefja sjálfa sig og syngja um hvað þeir séu flottir, þvert á móti.
Þeir eru alveg djöfulega fyndnir og mæli ég eindregið með þeim. Sérstaklega ef ykkur langar að rifja aðeins upp dönskuna en nennið ekki að hlusta á gömlu góðu snældurnar frá í grunnskóla. Malk De Koijn hafa einmitt fengið verðlaun fyrir að fara alveg sérstaklega vel með danska tungu(frá mér:D)

Jæja...svosum ekki mikið að frétta úr eplaplúkkinu. Fínt bara. Soldið óþægilegt hvað þessar miðaldra konur líta greinilega bara á mig sem kyntákn. Kviknar enn og aftur upp hugmyndin um að fara að strippa.

Mig dreymdi um dagin að ég og Sigga vorum í einhverskonar æfingabúðum, ég veit ekkert fyrir hvað eða til hvers. En þarna voru lagðar fyrir okkur ýmsar þrautir og gekk okkur ágætlega með þær bara. Ein þrautin fékk þó mesta athygli. Það var kveikt í einhverju húsi og það var keppni(mörg lið þarna sko) um hvaða lið væri fljótast að slökkva í því. Það reyndist ekki heldur vera mikið vandamál. Við Sigga vorum ekki lengi að slökkva þann eld. EN þegar eftirlitsmennirnir komu var ég sakaður um að hafa svindlað! Ég var samt ekki að svindla og Sigga tjúllaðist, sauð hreinlega úr eyrunum á henni á meðan ég gerði aftur á móti ekki neitt af því að einhvern veginn vissi ég að það væri ekki hægt að sanna fyrir þeim að ég hefði ekki svindlað.
Þess vegna spyr ég þig, Tinna(og engann annan), hvað þetta þýðir? Sterkast í draumnum var; eldur, glerbrot, reykur, smá blóð og svindl faktorinn.

Það er svo mikið um þessa múslíma og habbalabba hérna í fréttunum hjá okkur, allt að sjóða uppúr sko, að það var ekki einu sinni pláss fyrir íslendinginn sem var sendur í jailið í köben fyrir að runka sér fyrir framan einn vörð drottningarinnar. Synd. Ég sem var svo stoltur...


4 Comments:

Blogger V said...

Gummi minn... ég ætla ekki einu sinni að kommenta á þennan draum hjá þér. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þetta með rúnkarann var:"Gott hjá þér Gummi!" Það er kominn tími til að við sýnum þessum baunum stolt íslensku þjóðarinnar, sprellann á þér!

fimmtudagur, febrúar 09, 2006  
Blogger Gummi said...

Viggó minn....ég bað þig líka ekki að kommenta um þennan draum minn, ekki nema þú heitir Tinna?

Fíllinn minn er sko viðraður í tíma og ótíma, dönum til mikillar gleði! en ég get samt ekki tekið kredit fyrir þetta hjá drotningunni....því miður.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006  
Blogger Garðar said...

þú verður að reyna að toppa hann þó!!!

Fyrst þetta var ekki nógu merkilegt fyrir þá!

Hvað með... humm... veit ekki með litlu hafmeyjuna... ef þú myndir gera þetta í tívolíinu þá myndir þú örugglega fara í margra ára fangelsi því hugsanlega eru krakkar þar... humm... this is a hard one...

fimmtudagur, febrúar 09, 2006  
Blogger Gummi said...

Litla hafmeyjan hefur nú verið svo misnotuð í gegnum árin að það telst nú varla vera nýtt....þetta þarf að vera ferskt. Eitthvað sæmandi kyntákninu sem ég er!

fimmtudagur, febrúar 09, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home