sunnudagur, febrúar 12, 2006

Þorrablót.


Ég og Sigga vorum beðin um að aðstoða á þorrablóti íslendinga í Horsens um helgina.
Það var bara helvíti gaman. Fórum með átta öðrum héðan frá Odense um klukkan hálf sex og vorum kominn aftur einhverju 12 tímum síðar og ég þá í frekar annarlegu ástandi.
Það missti það nefnilega einhver út úr sér að við mættum nú alvega fá okkur einn og einn bjór....
Ég og strákur sem heitir Orri tókum þessu boði vel, mjög vel. Ásamt því að gera voða lítið annað en að standa inn í eldhúsi og éta afganga, kláruðum við ábyggilega heilann kassa okkar á milli og fullt af skotum.
Orri dó á leiðinni heim.
Ég hélt bara áfram að drekka og var duglegur að biðja um pissustopp, ásamt því að syngja og vera með almenn leiðindi.
En þetta var bara á heildina litið frekar gaman. Svo fékk ég líka hangiket og alvöru ora baunir, ekki skemmdi það fyrir. Smá hákarl, slátur og sviðasulta - allt var þetta guðdómlegt! Svo var svo mikill afgangur af plokkfisknum að við máttu taka smá með okkur ef við vildum. Ég tók ekki smá, ég tók mikið, sagðist vera að taka fyrir 2. Vissi samt alveg að Sigga borðar ekki plokkfisk....hehehe...ég er svoddann sníkí bastard.


I know no limits.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mmm..Ora og plokkfiskur.
Hvílík sæla. Til hamingju.

Ég flyt til Finnlands ef Conan kemst í stjórnina.

HELSINKI, Finland - Conan O'Brien, who endorsed the re-election of Finnish President Tarja Halonen with mock ad campaigns, said Saturday he expects to be rewarded with a Cabinet position as inspector of saunas

sunnudagur, febrúar 12, 2006  
Blogger Garðar said...

úúúúhhhh... plokkfiskur!!!

neibb, þú þekkir sko engin takmörk :)

mánudagur, febrúar 13, 2006  
Blogger Gummi said...

hahaha, Conan er bestur!

mánudagur, febrúar 13, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home