fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Hells Angels.

Hef ekki séð einn einasta svoleiðis gaur hérna. Smá feginn og líka smá vonsvikinn. Þeir aka um á svo töff mótorhjólum, sjáiði til. Alveg eins og ég er stundum á í Grand Theft Auto - San Andreas, sem ég kláraði um daginn í fimmta skipti. Þar er ég flottastur. Mamma segir líka að ég sé kúl.

En þar sem að ég hef ekki ennþá séð þessa viðkunnalegu gaura hérna í Odense fór ég að velta fyrir mér hvort að þær væru bara yfir höfuð hérna. Þannig að ég spurðist fyrir um þá í eplaplúkkinu og það var horft á mig eins þarna sæti dópisti, geðsjúklingur, fjöldamorðingi og nauðgari - allt í sama pakkanum.

"Skuldarðu þeim pening?"

"Nei, nei. Var bara að spá af því að þegar ég bjó í Árósum sá ég þá næstum daglega."

"Það er ekki gott að skulda þeim pening."

Það er náttúrulega ekki hægt að halda uppi samræðum við gamlar kellingar! Þær byrja bara að tala um það sem þær halda að spurt hafi verið um. Koma sér svo kannski að efninu eftir svona 2 tíma. En ég var heppinn. Eftir einungis korters skvaldur um hitt og þetta sem er slæmt í heimum(ég var N.B. löngu dottinn út úr "the talking circle") þá kemur sem sagt í ljós að þeir eru nú með einhvað bæli hérna í Odense, sem ég átti náttúrulega að muna þar sem að Keli frændi sýndi mér það einhverntímann.
Önnur áhugaverð staðreynd kom líka í ljós. Fólkið hérna er bara fjandakornið ekkert hrætt við Hells Angels og það virðist bara ekki vera nein ástæða til að hræðast þá, nema að þú skuldir þeim pening náttúrulega. Ég fékk að heyra söguna af greyið stráknum sem skuldaði þeim smá pening, átti svo ekki til að borga þeim, varð svo hræddur að hann hoppaði fyrir lest.
Þriðja sem ég tók svo eftir í þessu skvaldri hjá þeim(og nú var ung stelpa kominn í "the talking circle"), var að fólk hérna er mun hræddara við aðra kynslóð innflytjenda en Hells Angels. Þetta er víst einhver hópur dýra sem ferðast og veiðir í hópum, tala ekki dönsku í neinum mæli, heimta að allir danir séu góðir við þá af því að þeir eigi líka rétt á vera hér en eru aftur á móti ekki góðir við neina dani. Maður hefur nú svo sem rekist á slíkar hjarðir hingað og þangað og ég verð nú að viðurkenna að þeir eru nú ekki beint að bjóða mann velkominn.
Upp reis mikill pirringur á kaffistofunni, sem var ágætt, pásan lengdist um einhverjar tíu mínútur. En þetta útlendinga hatur sem allir halda fram að sé hérna er sem sagt byggt á því að danir eru bara orðnir drulluþreyttir á því að ríkistjórnin sé alltaf að segja þeim að vera góðir við innflytjendur og sýna umburðalyndi, fá svo bara ekkert í staðinn nema fýlu, þjófnað, nauðganir, skemmdarverk og almenn leiðindi á móti.
Ég get alveg skilið það. Það er nú bara hægt að búast við svo og svo miklu umburðalyndi frá manneskjum. Einhvern tímann hljóta þau að gefast upp.
Ekki væri ég mjög hress ef að ég myndi bjóða my fellow man gistingu því hann gæti hvergi annað farið og svo gerði hann lítið annað en að borða allan matinn minn og pissa í sófann! Held að kallinn væri ekki hress með það.


Fólk hérna er líka hrætt um bílum þeirra sé stolið...

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég bjó nú við hliðiná Hells Angels í odense í eitt ár. Á þeim tíma var amk. einn skotbardagi útá götu.


En satt er það, innflytjendurnir eru verri. Hells Angels eru farnir að lúffa fyrir þeim vegna þess að þeim finnst innflytjendurnir vera *of* brútal, og of ofbeldisfullir.

Þá vil ég heldur Hells Angels sko..

fimmtudagur, febrúar 16, 2006  
Blogger Gummi said...

Já sko ég vil frekar Hells Angels af því að þeir láta held ég "venjulegt" fólk í friði. Skjóta bara á Banditos og solleiðis...á meðan innflytjendurnir skjóta bara á allt sem hreyfist!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Mér finnst að þú ættir að reyna að "infiltrate-a" Hells Angels. Should be good...

fimmtudagur, febrúar 16, 2006  
Blogger Garðar said...

mana þig að finna þér svona merkjadót sem maður straujar á föt eða eitthvað, veit ekki alveg hvernig maður gerir það, hvað með það.

s.s. svona stór kassi, flatt efni eitthvað, með lógóinu hjá hells angels,þú veist, þarna sem þeir eru með aftan á gallajökkunum sínum og mættu í honum til eplafólksins...

DO IT!!!

Og ég skal bjóða þér upp á lyftupassa í einn dag!!!

föstudagur, febrúar 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég...eh...jájá, af hverju ekki.

Ef það hætta þá að birtast nýjir postar hérna þá vitið þið bara hvað hefur gerst.

föstudagur, febrúar 17, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...


Eru sundlaugar í köben?

Kveðja
Lundi

föstudagur, febrúar 17, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skil þetta ekki alveg... ert þú ekki innflytjandi?

föstudagur, febrúar 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Lundi: Ég geri ráð fyrir því - ég bý soldið mikið í Odense....mín reynsla er sú að þegar ég var að æfa sund í Árósum voru pollarnir þeirra skítkaldir af því að danir eru sparsamir á heitavatnið og svo eru þær 50/50 vatn og klór af því það vatn sem þeir eiga er svo drulluskítugt.

Tinna: Ég hefði haldið það og spyr oft að því þegar ég lendi inní svona samræðum. Svarið er alltaf eins: "þú talar dönsku sem gerir það að verkum að við lítum ekkert á þig sem útlending."
Held að skilgreiningin á innflytjenda sé kominn á aðeins annað stig hér en að vera bara manneskja sem flytur inn í landið.

föstudagur, febrúar 17, 2006  
Blogger John Nelson said...

I like the photos here, and wish that I could read the text. I especially like the photo of this car, but some others are certainly arresting or fun. Thanks.

föstudagur, febrúar 24, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home