miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ormar.


Fékk þessa æðislegu "get rich fast" hugmynd um daginn og það eina sem ég þarf er 100.000 ísl. kr. frá 10 manneskjum í starkostnað...peanuts!
Ástæðan fyrir því að ég þarf þennan pening er sú að ég hef orðið með miklum vonbrigðum varðandi birgðir. Ég ætlaði sko að fara að safna ormum úr eplunum sem að ég er pakka þessa dagana en mér til mikilla vonbrigða hef ég ekki séð einn einasta orm! Aftur á móti hef ég fengið að vera þess heiðurs aðnjótandi að handleika mikið af mygluðum eplum...mmmmm, svo mjúk...
Ég ætlaði nefnilega að safna nokkrum saman og láta þá svo fara í kapphlaup í kringum heiminn og láta fólk veðja á hver myndi vinna. Það kæmi svo í hlut hvers og eins að fylgjast með sínum ormi svo að ég myndi nú örugglega ekki þurfa að gera neitt. Spenna myndi líklega ná hámarki þegar þeir reyna að komast yfir göturnar í Tókíó...í kringum árið 2315.
Engu verður til sparað í promotion herferðina fyrir ræsingu og geri ég ráð fyrir að fá helstu stjörnur bollywood til leiks.


Vissuð þið að mikið af eplum á sama stað byrjar að framkalla einhverskonar skítalykt?
Sem minnir mig á annað vandamál. Klósettsetan hjá mér er skökk! Það leiðir til þess að skálinn er með bremsuför út um allt. Það virðist ekki gleðja Siggu jafn mikið og mig þar sem að hún var búinn að bursta niður mín helstu afrek síðustu daga þegar ég ætlaði að fara að taka mynd af þessu og sýna hér máli mínu til stuðnings.


Verðlaunin í ormakapphlaupinu mikla verða ekki af verri endannum!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst ormakapphlaupið ömurleg hugmynd.
Ömurleg!

Fáðu þér better choice

miðvikudagur, febrúar 15, 2006  
Blogger Gummi said...

Það er franskt, og frakkar eru fávitar, ergo: þú ert fáviti...sestu á hausinn á þér og kúkaðu!

miðvikudagur, febrúar 15, 2006  
Blogger Gummi said...

thanx T.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Komst loksins á netið, en gleymdi draumabókinni heima. Læt þig vita að hvaða niðurstöðu ég kemst.
Smask. T.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home