mánudagur, febrúar 20, 2006

Klósettbaninn Smokey Joe.

Mér þykir afar vænt um klósettið mitt. Þar sem ég bý hverju sinni er klósettið eitt það mikilvægasta tæki á heimilinu. Ég er soldið anal þegar kemur að klósettinu mínu. Þoli ekki þegar eitthvað bilar. Eins og ég hef minnst á áður, þá er klósettsetan skökk, bremsuför upp um alla skál og það er líka bara óþægilegt að sitja á svoleiðis klósetti. Ég hef nú gert við ýmislegt í kringum og oní klósettinu, aðallega í hraunbænum, en sama sem ekkert þurft að gera við þetta hérna hjá okkur á middelfartvej.
Handy Andy tók þá til sinna mála og ætlaði nú aldeilis að laga þetta fyrir matarboðið sem við vorum með á laugardagskvöldið. Gæti ekki verið flókið. Var það heldur ekki. Handy Andy ekki lengi að redda málinu. Nokkur högg með hamrinum á vel valda staði setti setuna á sinn stað. Og svo eitt högg í viðbót til að vera viss....BAAAMMMMM! Handy Andy hefur verið sviptur titlinum og heitir nú klósettbaninn Smokey Joe.


Tár voru felld.

Svona leit það út fyrir matargesti okkar og svona lítur það ennþá út í dag. Það kemur einhver og kíkir á þetta á miðvikudaginn.

Annars er það líka að frétta að ég er búinn í eplaplúkkinu, í bili allavega, kláraði það á fimmtudagskvöldið og eigi síðar en daginn eftir var hringt í mig frá Temp-Team. Þar á bæ fannst þeim greinilega frábær hugmynd að senda mig í eitthvað fyrirtæki næstu 2 vikurnar. Mjög gott. Vinna er alltaf af hinu góða...eða nei, peningarnir sem að maður fær fyrir vinnu er alltaf af hinu góða. Mætti sem sagt þarna í morgum klukkan 7 en á að mæta framvegis klukkan 6 og vera til 14. Nema í næstu viku, þá á ég að mæta klukkan 14 og vera til 22:30.
Ég veit ekkert hvað ég er að gera þarna og ég veit ekkert hvað þetta fyrirtæki er þrátt fyrir að hafa eytt sjö klukkutímum þarna í dag. Eina sem ég veit er að það má hvergi reykja þarna. Ekki inni. Ekki í pásum. Ekki eftir mat. Ekki má maður einu sinni fara út og reykja! Svo byrjar dagurin á því að maður er strípaður niður á naríurnar, liggur við að maður sé sótthreinsaður, settur í hvítar buxur, hvítan bol, hvíta skyrtu og svarta klossa.....eftir svona 23 mín. var ég orðinn drulluskítugur við að handfjatla einhver efni sem að ég held að sé notað í mat. Herfileg lykt af öllu þarna líka!



Stjörnuspáin mín fyrir daginn byrjaði á þessari setningu: "Hegðaðu þér eins og þú myndir gera ef þú hefðir engu að tapa."
You just try and stop me!

15 Comments:

Blogger Sveinsson said...

GMG The Chemical Weapons Specialist.

mánudagur, febrúar 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Kíkti af fullkomnu áhugaleysi á tenglalistann þinn og sá mér til mikillar undrunar að ferðabloggið hans Arnars er þar í heiðurssæti en ekki mitt?!?! Hverju má það sæta? Er það ekki ég sem ræð draumana þína?!?
Mæli með tinnaogeinarfarahringinn.blogspot.com. Sígild hringferðasaga fjölskyldu úr 101 R.

Meikaði ráðningin sens?

mánudagur, febrúar 20, 2006  
Blogger Garðar said...

Ef ég ætti að giska einn aðila sem gæti gert þetta við klósettið sitt...

Valið er einfalt...

Gummi!

mánudagur, febrúar 20, 2006  
Blogger Gummi said...

Jah hérna hér Tinna mín, biðst afökunar, er nú reyndar alveg við það að fara henda honum Arnari út ef hann fer ekki að blogga snart. Þú verður kominn inn eftir augnablik.
Ráðningin gæti meikað sens. Er að fara að díla við manneskjur sem væru líklegar til að ljúga að mér...ekki hægt að treysta þessum klósettviðgerðarköllum, ekki einu sinn mér!

mánudagur, febrúar 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Æji, taaaaaakkkk!

"Engin hreyfing síðan 2004" hljómar talsvert verra en það er. Það hefur bara verið svo mikið að gera hjá mér...

mánudagur, febrúar 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Shit hvað það er ekki heilbrigt að lemja með hamri í postulínsklósett...

mánudagur, febrúar 20, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég var með dempara...

þriðjudagur, febrúar 21, 2006  
Blogger Gummi said...

T -> :D

þriðjudagur, febrúar 21, 2006  
Blogger Garðar said...

djöfulsins viðbjóður er inn í klósettinu þínu þó... hvað er þetta brúna sull að gera þarna uppi???

þriðjudagur, febrúar 21, 2006  
Blogger Gummi said...

Hefur séð áður inn undir eða inn í klósett? Þetta er í þeim öllum - nema þau séu yngri en 3ja mánaða. Mana þig til að kíkja á þitt. Ég held að þetta heiti bara vatnsmygla...veit ekki betur.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006  
Blogger Sveinsson said...

"Marge, someone broke the toilet."


"Stop your snickering! I spent many years working on that turlet!"

þriðjudagur, febrúar 21, 2006  
Blogger Gummi said...

"And I had an onion tied to my belt, as was the style at the time."

þriðjudagur, febrúar 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hló eins og mófó:)

þriðjudagur, febrúar 21, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Ég bara veit ekki hvað ég get sagt...ég er orðlaus.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006  
Blogger Gummi said...

haha...það er svona eins og Sigga var(hún hló að vísu ekki neitt en hún var býsna orðlaus). :D

miðvikudagur, febrúar 22, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home