föstudagur, febrúar 24, 2006

Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum...

Þetta er tekið úr nokkrum gullmolum úr læknaskýrslum. Hérna eru nokkrir í viðbót:

- Það sem fyllti mælinn var þvagleki...

- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...

- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.

- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt....

- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...

- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði...

- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð.

- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert.

Ég held að ég sé ekki heldur þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð þó að ég sé í sjúklings-ástandi núna. Hálsbólga og stíflað nef hér á ferð.
Það kemur samt ekki í veg fyrir að ég geti hlegið endalaust að þessum aula. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í hvað hann fær mikið borgað á viku fyrir þetta!

En frænka mín var að grátbiðja um myndir af nýju dollunni, hér eru þær:

Ég geri mér fulla grein fyrir að þessi mynd er á hlið og þess vegna verður næsta þannig líka....verð að vera samkvæmur sjálfum mér.

Eins og ég sagði - very shiny! En eitt sem ég vissi ekki og það er hvað það er viðbjóðslega vond lykt af nýjum klósettum fyrstu dagana. Minnir á blöndu af ediki og arsenik. Endilega prófið að blanda þessu saman og upplifið þjáningar mínar. Það sem er líka magnað er að þessi lykt heldur sér alveg þó að ég sé búinn að "merkja" mér klósettið í fimmgang!

Annað magnað er að ljósmyndararnir þrír sem eltu Díönnu prinsessu og Dodi gamla "voru allir sýknaðir fyrir dómi árið 2003 og 2004 en faðir Dodi's, Mohamed Al Fayed, neitaði að gefast upp og vann málið nú í hæstarétti. Þeim var skipað að greiða eina evru hver fyrir að hafa brotið friðhelgi einkalífsins samkvæmt frönskum lögum." (mbl.is)

Það er orðið eitthvað helvíti ódýrt lífið hérna á þessum hnetti...

11 Comments:

Blogger Sveinsson said...

That's some nice turlet you have there...

föstudagur, febrúar 24, 2006  
Blogger Gummi said...

why thank you...þarna verða mörg kurl sett til grafar.

föstudagur, febrúar 24, 2006  
Blogger Garðar said...

er þetta takki framaná?

föstudagur, febrúar 24, 2006  
Blogger Garðar said...

man! hvað er ég heimskur...

Leit á fyrri myndina og fannst klósettið vera s.s. toppurinn vinstri og botninn niðri.. hehe... svona er að hafa flísar á veggnum líka.

mæli næst með að þú snúir myndinni rétt fyrir hálfvita eins og mig

föstudagur, febrúar 24, 2006  
Blogger Gummi said...

hahaha...ok, ég skal hafa það/þig í huga.

föstudagur, febrúar 24, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Ég snéri bara tölvunni...lang best.

föstudagur, febrúar 24, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Takk fyrir myndirnar, þær eru góðar, þú ert góður ljósmyndari..

laugardagur, febrúar 25, 2006  
Blogger Gummi said...

hahaha - lygari :D

laugardagur, febrúar 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg rétt Garðar, þú ert heimskur.

laugardagur, febrúar 25, 2006  
Blogger Garðar said...

takk, man hinsvegar ekki eftir að hafa spurt þig álitis þó

sunnudagur, febrúar 26, 2006  
Blogger Gummi said...

Ekki taka þessu nærri þér garðar minn, hann kebab bob virðist þjást af einhverskonar mikilmennskubrjálæði sem má sjálfsagt rekja til þess að eistun á honum eru ekki enn dottin niður.

sunnudagur, febrúar 26, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home