miðvikudagur, febrúar 22, 2006

"Suck my thing"

Svo söng Páll nokkur Rósinkrans, eða hvað hann nú heitir, áður en hann frelsaðist. Mikill textasmiður þar á ferð.

SONOVO FOODS heitir þetta fyrirtæki sem að ég er að vinna hjá þessa dagana...og já, þetta "s" á að vera þarnas. Aftur á móti var þetta "s" ásláttarvilla! Einn góðan veðurdag mun ég finna þenna "backspace" takka sem fólk talar mikið um...
MANNDRÁP AF GÁLEYSI EF VIÐ RÁÐUM ÞIG finnst mér frekar að þetta fyrirtæki ætti að heita. Algjörlega að gera út af við mig að vakna klukkan 5 á morgnana til að mæta í vinnu. Svo er þetta líka bara eitthvað ógeð sem ég er að býsnast með allan daginn. Reyndi að lesa á einn kassann í dag og ég held að þetta sé, og nú er ég ekki að grínast, þurrt eggjahvítupúður... Þessu er ég svo að hella oní einhverja vél sem að ég veit ekkert hvað gerir! Það sem er áhugavert er að ég veit samt hvernig á að stífla hana og er nú byrjaður að gera það í tíma og ótíma. Sérstaklega þegar mér leiðist, sem er á kortersfresti.


Fór í fótbolta í gær og það kom mér skemmtilega á óvart hvað ég gat hlaupið mikið. Skoraði eins og innfæddur og var út um allann völl, óstöðvandi rétt eins og naut í flagi. Svo æfði ég náttúrulega nokkrar dýfur eins og alvöru fótboltamenn.


Fuglaflensan virðist óstöðvandi og eins og alltaf finnst fréttamönnum ekkert skemmtilegra heldur en að geta sagt frá einhverju sem skelfir almúgann. "There´s no news like bad news." Svo eru terroristar náttúrulega svo hugmyndaríkir að það kæmi manni ekki á óvart að gamla góða "Best að teipa smá sprengju hérna á kviðinn og hlaupa á þetta hús/bíl/lest/eitthvað" yrði lagt á hilluna í bili og þessi kúkúflensa yrði nýtt í staðinn.

Við fengum svo nýtt klósett bara á meðan ég var í vinnunni. Very shiny...er ekki frá því að setan sé örlítið skökk - verð ekki lengi að redda því!

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sleggjur eða íshakar eru víst betri í að laga klósett. Hafðu það í huga þegar þú gerir við nýja klósettið

fimmtudagur, febrúar 23, 2006  
Blogger Gummi said...

Nei.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006  
Blogger Garðar said...

Til hamingju með nýja klósettið þitt!

án efa þegar þú lest þetta ertu nýkominn frá baðherberginu þar sem þú varst að dást að því.

"Vá... hvað þetta klósett er flott og vá hve mikið ég á eftir að drulla í það"

fimmtudagur, febrúar 23, 2006  
Blogger Gummi said...

Takk...og já, ég var að því.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert klósett hetjan mín!
http://www.pinkfud.org/images/ultimat2.gif

:)

Kv. 3D.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe...ég er einmitt búinn að vera að sækja um vinnur í þessum búning.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Á svo ekki að setja inn mynd af nýju dollunni, okkur til yndisauka?

fimmtudagur, febrúar 23, 2006  
Blogger Gummi said...

stay tuned bara...kemur næst

fimmtudagur, febrúar 23, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home