sunnudagur, maí 13, 2007

148

uje! Kominn til florida og thad er ekki alslaemt skal eg segja ykkur. Mikid gaman, mikid fjor. Ekki eins mikid af Macdonalds eins og eg hafdi gert rad fyrir en allt morandi i Wendys, stadnum sem ad their fundu putta i einhverjum hamborgaranum....aetli madur thurfi ad panta hann spes....I'll get back to you on that one.

fimmtudagur, maí 10, 2007

147

Hættur við að kaupa bensinn. Fer til Flórída á morgun. Ætla mér að finna derhúfu sem getur haldið 2 bjórum og svona slöngu niður. Annars get ég ekkert stýrt snekkjunni eða veitt neitt!

fimmtudagur, apríl 26, 2007

146

Það var verið að bjóða mér Bens áðan á frekar lítinn pening. Ég á að vísu eftir að fara og skoða hann, bara til að skoða hann, en man ó man hvað ég get ekki hugsað um neitt annað en að kaupa þennan bíl. Get ekki höndlað það þegar fólk fer að tala um þessa bíla og telja upp hvað er í þeim and so on. Verð allur rangeyður og byrja að svitna...

..á að vísu eftir að borga upp gamla Bensann minn en það er algjört aukaatriði.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

145

Fer það ekkert í taugarnar á öðrum en mér að í öllum lögregluþáttum sem gerðir hafa verið up to date eru löggurnar að yfirheyra einhvern og vondi gæjinn segir eitthvað sem að þeir vissu ekki, þá fara þeir að tala um málið og koma með nýjar hugmyndir BEINT FYRIR FRAMAN GÆJANN SEM ÞEIR ERU AÐ YFIRHEYRA!!??

miðvikudagur, apríl 18, 2007

144

Hvet alla veggjakrotara til að spreyja H5 fyrir framan öll bensínstöðvarmerkin, N1, sem þeir sjá.
Svo ætla ég að sitja heima hjá mér og hlægja móðursýkislega...

föstudagur, apríl 13, 2007

143

Ég er að koma upp úr göngunum um páskana eftir að hafa verið þar niðri á ekki meira en 40kmh. á eftir gamalli kellingu sem er svo lítil að hún þarf að hífa sig upp á stýrinu til að sjá út.
Komin þokkaleg röð fyrir aftan okkur og allir frekar pirraðir á henni, vil ég ímynda mér.
Um leið og við erum komin upp úr göngunum og akreinarnar verða tvöfaldar, gef ég allt í botn, stefnuljós til vinstri og byrja að taka fram úr.
Hægfara bílar halda sig til hægri og vinstri akrein er notuð til framúraksturs, ekki satt?
Þessi kellingartuðra heldur sig á vinstri akreininni sem gerir það að verkum að ég er allt í einu að horfa beint í framljósin á bíl sem er á leiðinni niður í göngin! Og hún er ekkert að kveikja á perunni og færa sig, nei, nei, heldur bara sínu striki. Ég rétt náði að komast fram fyrir hana og blóta henni í sand og ösku!
Hún er meira að segja það treg að bílarnir sem voru á eftir mér voru byrjaðir að taka fram úr henni hægra megin!

Mig langar að hitta helvítis blinda, heyrnalausa fíflið sem lét hana fá bílpróf!!

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Ég hef komist að því...

..að þegar maður gefur blóð, fyllist maður ekki bara af sjálfsaðdáun og dýrkun heldur eru næstu tvær hægðir alveg ótrúlega silky smooth!

Just as I planned...

Haha, nú er akkúrat liðinn nægilega langur tími síðan ég bloggaði síðast og þess vegna get ég byrjað á að dish out dirt um sjálfan mig...


...I got nothing.