laugardagur, september 30, 2006

Thank you for smoking.

Horfði á Thank you for smoking um daginn og ég mæli eindregið með þeirri mynd. Miklu fyndnari en ég átti von á. Leikararnir skiluðu sínu mjög vel eða eins og við segjum nú stundum í "the biz": Þessi mynd var feikivel "köstuð".

Það var hringt í mig um daginn og ég beðinn um að koma og taka eina vakt á spítalanum. Þeim vantaði hjálp og auðvitað er hringt í the man(mig)....eftir að það var búið að hringa í Siggu, sem neitaði, og sjálfsagt 37 aðra.
Ég mæti, fæ síma og upplýsingar um hvaða deildir ég væri að sjá um og hvar ég ætti að þrífa. Það sem þau vissu ekki var það að ég var staðráðinn í að gera eins lítið og ég mögulega kæmist upp með þar sem ég var nýkominn af næturvakt á hótelinu. Mér var jafnvel sama þó að það kæmist upp um mig(hvað ætla þau að gera, reka mig?). Fékk ekki einu sinni meðmæli frá þeim þegar ég hætti!
Ég held að það hafi verið hringt í mig 2svar yfir allann daginn. Ég var með taugadeildirnar, þeir hafa sennilega verið of taugaveiklaðir til að hitta á rétta takka á símanum....vá hvað þessi hitti beint í mark, ég er allavega búinn að liggja á gólfinu í hláturskasti í góðar 3 mínútur!
Svo átti ég að skúra hátt og lágt einhverjar 4 röntgen stofur og 3 búningsherbergi - ég skipti um ruslapoka, fór og fékk mér sígarettu og spurði svo hvort ég mætti fara heim.

Held ég komi til með hugsa meira til vina minna og fjölskyldu þegar ég ligg á dánarbeðinu heldur en afreka minna í atvinnu í gegnum árin, kannski vegna þess að þau eru engin en það kemur málinu nákvæmlega ekkert við...Ég og Davíð eftir 50 ár.

föstudagur, september 22, 2006

Hversu marga getur maður hitt?

"Hversu marga getur maður hitt?". Ef þú þekkir ekki þessa sögu, þá hefurðu hreinlega ekki heyrt góða sögu ennþá. Ég ætla ekki að fara að segja hana hérna, sagði hana líklega best þegar ég stóð nakinn í gufu með fleiri allsnöktum gúttum.
Mér verður nefnilega soldið oft hugsað til hans Hemma eftir að ég byrjaði að vinna þarna á hótelinu. Var á þremur næturvöktum í vikunni og tvær af þeim var ég ALEINN!! Uss hvað ég svitnaði mikið, hreinlega lak af mér.

Note to self: Hættu að standa inn í gufubaðinu í öllum fötunum.

Það höfðu nefnilega einhverjir hressir gestir ákveðið að fara í gufubað og ég þurfti að fara inn og slökkva þegar þeir voru búnir. Alveg gleymdist að kenna mér hvernig það er gert...stóð þarna inni í góðar 10 mín. áður en ég fann helv.. takkann!
Ég hélt nú að það myndi vera rólegt á næturvöktum þarna í móttökunni en nei, nei, ég held ég geti lýst þessu við þegar ég var að vinna á SKJÁEINUM, svipað mikið að gera and that is a lot! En það er bara fínt og ég held að ég sé að standa mig ágætlega. Hef allavega ekki fengið neina kvörtun.
Arnar hefur verið að tala um hvað það er dejligt að vinna á kvöldin en ég held að það sé enn betra að vinna á nóttunni, hentar mér allavega vel. Það er líka alveg einstaklega gaman að þegar ég er að hjóla heim úr vinnunni þá mæti ég öllum sem eru á leiðinni í vinnunna og það eru ekki glöð andlit get ég sagt ykkur. Það skín úr augunum á þeim hvað þau eru að hugsa um, nefnilega heita rúmið sem þau voru að yfirgefa. Gettið hvað ég er að fara að gera...jú,jú, ég er að fara í heita rúmið mitt MÚHAHAHAHAHAHA!
Annars var ég nálægt því að hlaupa öskrandi út af hótelinu síðustu nótt. Ekki svona "aahh ég er búinn að gefast upp" öskur heldur meira svona "AAAAAAAHHHHHHHHHHH ÞETTA ÆTLAR AÐ ÉTA MIG" öskur og eiginlega ekki öskur heldur meira svona píkuskrækir. Það er nefnilega þannig að hreingerningastúlkurnar mæta fyrstar, svona um 5 leytið á morgnana og þessi sem ég hafði vanalega hitt var bara ósköp eðlileg. Síðustu nótt, aftur á móti, fór ég á klósettið og þegar ég kem til baka og geng fyrir hornið mætir mér einhver sú allra ljótasta mannvera sem að ég hef augum litið! Uppruni hennar(held allavega að þetta sé kvenkyns) skiptir ekki máli, en hún er ekki dönsk.
Ég sver það, mig langar frekar að spoona Quasimodo en að þurfa að hitta hana aftur. Rosalegt alveg! Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að búa svona til! Úff...


Ég rétt náði að smella af henni mynd áður ég ég kastaði svo myndavélinni í hana í panikki...

mánudagur, september 18, 2006

Helvítis markvörðurinn!

Nú, við erum s.s. ennþá staddir á laugardegi þar sem ægileg veisluhöld eru skipulögð á O´Learys eða eitthvað álíka. Þar áttum við að mæta allir sem einn og það gerðum við líka, fyrir utan einn. Við vorum reyndar ekkert búnir að heyra í honum síðan á föstudagskvöldið en það er önnur saga...

Mönnum fannst ógurlega erfitt að koma sér í gírinn á lau. kvöldið sökum þynnku og almennra óþæginda eftir 180 mín. af fótbolta um daginn. Þá datt mér í hug að prófa eitthvað sem vinur minn sagði mér einu sinni. Hann er stundum kallaður BNAK og gott ef við sátum ekki bara einmitt í KöPen, á írskum pöbb þegar hann lét þessa viskumola falla: "Ef það gengur illa hjá þér að byrja drekka aftur eftir fyllerí eða þú ert bara þunnur, þá er algjör snilld að fá sér einn dökkan Guinness".
Ekki veit ég af hverju ég mundi eftir þessu, but I did. Þannig að ég prófaði þetta og nokkrir hermdu eftir. Það leið ekki á löngu þar til þeir sem fengu sér ekki Guinness voru farnir heim. Hinir tóku aðra nótt í KöPen en voru samt komnir aðeins fyrr heim en síðast.
Ég persónulega náði kannski svona 3 - 4 tíma svefn fyrir undanúrslitin.

Fyrsti leikurinn okkar á sunnudeginum var, skemmtilegt nok, á móti B liði Óðense manna. Það var 0 - 0 eftir frekar ódramatískan hálfleik. Við í A liðinu sjálfsagt að spila svolítið varfærnislega til að vera vissir um að tapa ekki fyrir B liðinu, sem hefði verið slæmt. En í seinni hálfleik settum við 3 mörk og þeir ekkert. Komnir áfram.
Mættum Herlev Angels í næsta leik. Langur og leiðinlegur leikur sá. 5 mín. fyrir leikslok náðu Englarnir að pota inn hrottalega ljótu marki og pökkuðu bara í vörn. Mikið panik! Sett í fimmta og aldeilis hlaupið af sér spikið. Færðum okkur framar á völlinn og spörkuðum af öllu afli á markið þeirra, án árangurs. Ég fæ svo boltann fyrir miðri miðju, sóla einn og heyri hrópað að mér úr öllum áttum: "SKJÓTTU!!". Skaut og hitti beint í rassgatið á okkar eigin manni, DAM!
Mínútu seinna lendi ég í alveg eins aðstöðu og tek aftur skotið. Smellhitti tuðruna svona svakalega. Besta skot ævi minnar stefnir í ótrúlega fallegum boga rakleiðis upp í fjærhornið...okkar menn á hliðarlínunni byrjaðir að fagna...ég var kominn með aðra höndina upp í loftið...heyri útundan mér einhvern hrópa: "YES!"...þetta var fallegt...kemur ekki helvítis markvarðarkvikindið out of fucking nowhere og galdrar fram fallegustu markvörslu lífs síns...nær að slengja vísifingri í tuðruna og sveigja henni yfir þverslánna! BRJÁLAÐUR! Leikurinn flautaður af.

Við fórum svo í leikinn um þriðja sætið. Hann var nú svona bara meira til gamans gerður. Báðum liðum fannst ekki skipta miklu máli hvort þeir fengju brons eða ekki neitt. Markvörðurinn hjá þeim var mestann tímann frammi og svoleiðis bull í gangi. Hann var svo hvattur til að loka markinu og því tók hann eitthvað persónulega og velti markinu, fékk fyrir það gula spjaldið. Á þessum mótum er maður sendur útaf í 10 mín. ef maður fær gula spjaldið. Hann hljóp útaf og kom stuttu seinna aftur inná, bara í útivallarbúning. Þegar dómarinn fattaði það gaf hann honum rauða spjaldið og ég meina það, hann gaf honum það. Hann tók það allavega með sér útaf. Strákar hoppuðu upp í skallabolta eftir að vera búnir að draga bolinn yfir hausinn, það var soldið skrautlegt. En við unnum þann leik samt 3 - 1.

Sigga var með myndavélina í sumarbústaðarferð með bekknum sínum, þannig að ég á engar myndir af þessu...

þriðjudagur, september 12, 2006

Klakinn.

Klakamótið var haldið í KöPen þetta árið. Það var farið með rútu héðan um fimmleytið á föstudegi. Hafsjór af bjór í rútunni, sem reyndist nú eignlega vera frekar skringilega innréttaður strætó. Við hefðum getað verið á hjólabát mín vegna. Stemningin var gríðarleg. "Rútunni" tókst ekki að koma sér út fyrir bæjarmörk áður en allir voru komnir úr að ofan og byrjað var að grátbiðja um pissustopp. Alvöru pulsuveisla hér á ferð.
Við komum til Köpen um átta leytið. Okkar var plantað í eitthvað íþróttahús í Gladsaxe sem er um 15 mín. frá strikinu. Mönnum tókst varla að komast inn um dyrnar áður en farið var að skipuleggja hópferðir niður í bæ þar sem við vorum svo á djamminu lengi.
Mér tókst náttúrulega að týna öllum sem ég var með og ákvað því bara að reyna að finna íþrótthúsið aftur.
Klukkan var fimm. Ég var bara með 50 kall á mér. Vissi að það kostaði 150 kall að taka leigubíl til baka. Finn mér hraðbanka. Lokaður. Finn annann hraðbanka. Lokaður! Finn þriðja hraðbankann. LOKAÐUR!! Spurði fyllibyttur sem frjamhjá mér fóru hvað væri eiginlega í gangi. "Jú, sjáðu til, öllum hraðbönkum er lokað á milli klukkan 2 og 6 á nóttunni til að koma í veg fyrir að fólk sé rænt."
Það eina sem þetta kom í veg fyrir að var að ég komst ekki úr bænum. Beið til 6 og svoleiðis réðst á hraðbankann. Fór nú samt ekkert að sofa fyrr en klukkan var að verða hálf átta.
Getið rétt ímyndað ykkur hjartaáfallið hjá kútnum þegar hann var rekinn á fætur, klukkutíma seinna og sagt að hann sé að verða of seinn í leik.
Við vorum með þrjú lið á mótinu, A, B, og C. Ég var að sjálfsögðu hafður í A liðinu enda framúrskarandi knattspyrnumaður hér á ferð....þegar ég er ekki fullur! Það rennur ekki af manni á einum og hálfum tíma en mér til mikillar gleði rennur heldur ekki af manni á þremur tímum sem gerði það að verkum að allt liðið var fullt ennþá. Mótherjarnir voru sem betur fer ekki í mikið betra ástandi, unnum þá. Í næsta leik vorum við orðnir all svakalega þunnir. Byrjuðum leikinn einum manni færri þar sem enginn kann að telja í þynnku, töpuðum þeim leik. Tókum okkur svo saman í andlitinu og unnum næstu tvo leiki og tryggðum okkur sæti í undanúrslitunum sem yrði spilað á sunnudeginum. Í allt át ég 6 íbúfen, tvær treo, eina samloku, drakk eina kók og spilaði 180 mín. af fótbolta á laugardeginum. Mér finnst það mikil hlaup fyrir þunnann mann...

Ég er orðinn hálfónýtur og þreyttur af því að rifja upp og skrifa um hvað ég var þreyttur og ónýtur...verða að klára þetta seinna.

I gotta lay down.

fimmtudagur, september 07, 2006

Grand Hotel.

En fyrst þetta:

Drengurinn sem er að kenna mér hlutina heitir Jeppe Hoy og ég var að lesa grein um að Dean Windass hefði ekki verið seldur til Wigan...
Þó það sé nú gert ágætlega mikið grín að nafninu mínu hérna úti þá er ég nú bara hálf feginn að heita ekki Hár Jeppi eða herra Vindrassgat!

En ég er s.s. kominn með vinnu á Grand Hotel hérna í Odense. Stend í móttökunni, aðallega á nóttunni en það koma líka einhverjar dagvaktir inn í þetta.
Fæ ekki uniform fyrr en eftir 2 mánuði og fæ ekki starfsmannafslátt fyrr en eftir 3 mánuði.
Ég fæ að mat í vinnunni, sem er gott. Var á næturvakt í gær og byrjaði snarlið með nokkrum samlokum. Síðar æstust leikar og hentu var í mann steik með bernaise sósu, bökuðum kartöflum og salati. Deginum var síðan lokið með morgunmati: Hrærð egg, beikon, litlar pulsur, brauð og áleggi. I like it!
Soldið skrýtið samt að vera að vinna í jakkafötum.
Ég átti hálfpartinn von á að það væri nú frekar rólegt á næturvöktum en það reyndist ekki vera alveg rétt. Veit ekki hvort Jeppe er svona ofvirkur eða þá það er bara svona mikið sem þarf að hafa auga með. Kemur ábyggilega ekki í ljós fyrr en ég byrja að vera einn þarna.

Um helgina verð ég í KöPen. Klakamót í gangi.
Þetta er haldið einu sinni á ári. Hérna safnast saman allir íslendingar sem eru að spila fótbolta í danmörku og já, you guessed it, spila fótbolta...við hvorn annan. Mér skilst þeir sem vinni séu yfirleitt þeir sem eru þjálfaðastir í að spila þunnir þar sem að djammið er víst rosalegt á þessum helgum. Ég bind miklar vonir við sjálfan mig...

mánudagur, september 04, 2006

Dave Navarro, AKA: Massive tool.

Mér finnst Magni vera að standa sig alveg rosalega vel í Rock star þáttunum. Ég verð að viðurkenna það að ég held ég hafi aldrei heyrt hann syngja áður, man ekki einu sinni hvað hljómsveitin hans heitir þarna á klakanum.
Man bara að Bjössi var alltaf að segja mér að Magni væri með rosalega rödd. Ég sagði bara alltaf já, já. Hélt að egilstaða stoltið væri að fara með hann Björn minn og að hann væri bara alltaf reglulega að minna á að hann þekkti einhvern frægann.
En god dam it, the boy can rock!
Fantagóður verð ég að viðurkenna og ég fæ, liggur við, gæsahúð þegar sköllótti íslendingurinn stígur á sviðið og sýnir þessum klámstjörnum, dragdrottningum, rónum og kengúruelskendum hvernig á að gera hlutina.
Persónulega held ég þó að hann vinni þetta ekki og ég segi þetta vegna þess að ég er frægur fyrir að hafa nánast aldrei rétt fyrir mér í svona málum. Held að Dilana eigi eftir að verða valin.

Dave Navarro fer rosalega í taugarnar á mér. Hann er bara hálfviti sem veit ekki neitt um neitt. Ofboðslega asnalegur gaur sem kann greinilega ekki að hneppa nema 2 neðstu tölunum á skyrtunni sinni...greyið.

Fór á Miami Vice í gær. Það er massadýrt í bíó hérna og ef að myndin fer yfir einhvern ákveðinn tíma í lengd þá kostar meira!
Hype-ið var betra en myndin. Mér fannst hún ekki neitt spes. Rosalega hæg. Alltof mikið af lööööööööööngum, slómó dans atriðum og almennt lagaval hjá leikstjóranum undir atriðum ekki nógu gott/fjölbreytt. Held ég hafi heyrt tvö eða þrjú lög með Audioslave sem ég persónulega fíla mjög vel...þau pössuðu bara ekkert undir neitt af þessum atriðum sem þau voru notuð í.

Ég er atvinnulaus. Er búinn að vera það síðan á fimmtudaginn. En ég er fara í viðtal á hóteli á morgun fyrir receptionist stöðu þar. My dazzling good looks ættu ekki að vera hindrun...