fimmtudagur, desember 22, 2005

Until then!

Þetta verður líklega síðasta bloggið mitt þangað til 6. eða 7. janúar.
Kallinn er nebbla á leiðinni heim og upp í sveit þar sem mér skilst að netið liggi niðri. Ég held að íslenska símanúmerið mitt eigi að virka ennþá, fyrir þá sem eru búnir að henda því, minnir mig að það sé: 696 1059.

Sit núna hérna á Miðjuprumpsvegi(Middelfartvej) 58 og er að sötra kaffi. Klukkan er hálf ellefu og við þurfum að ná lestinnu klukkan 15:47. Við ákváðum að taka hana svona snemma vegna þess að það er nú þessi tími árs og svoleiðis. Allir habbalabbarnir á leiðinni heim yfir jólin og sjálfsagt soldið troðið á Kastrup.
En ég vona að þið munið öll eiga gleðileg jól og vonandi hittir maður ykkur öll.
Until then....have a good one!

þriðjudagur, desember 20, 2005

Vældi eins og grís!

Þegar ég las þetta á vísindavefnum, grét ég svo mikið úr hlátri að lá við ofþornun!

"Spyrjandi Auður Hreinsdóttir

Spurning Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?

Svar


Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ekki nammi nema einu sinni í viku. Pabbi Andrésar á Eskifirði harðneitar að leysa fyrir hann heimaverkefnin og mamma Gunnu á Stokkseyri gefur henni bara tíuþúsundkall á mánuði í vasapening. Þarna er svo sannarlega um foreldravandamál að ræða og full þörf á róttækri meðferð fyrir foreldrana. Þeir foreldrar sem hér voru nefndir vildu því miður ekki tjá sig við starfsfólk Vísindavefsins um málið.

Fram kom að ekki ríkti einhugur um hvaða aðferðir væru árangursríkastar og virtist talsverð fylgni milli aldurs og skoðana á þessu máli. Þannig töldu flestir tveggja ára þátttakendur að heppilegast væri að leggjast á gólfið, baða út öllum öngum og öskra af öllum lífs og sálar kröftum. 13 ára þátttakendur voru hins vegar hrifnari af í-fýlu-inni-í-herbergi-aðferðinni sem og því að telja viðkomandi foreldrum trú um að þeir væru ströngustu foreldrarnir í hverfinu og að allir hinir krakkarnir mættu gera miklu meira.

Á þinginu var rætt um möguleikann á sérstökum hlýðninámskeiðum fyrir foreldra. Meðal annars var samþykkt tillaga um að fara út í viðræður um samstarf um námskeiðahald við Hundaræktarfélagið. Einnig þótti líklegt að atvinnurekendur gætu haft áhuga á einhvers konar samstarfi, enda eiga börn og atvinnurekendur augljóslega sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessum efnum. Til dæmis var talað um að hrinda af stað átaki með slagorðinu "Hlýðnir foreldrar, undirgefnir starfsmenn."

Börn á Íslandi leita nú að fyrirtæki sem vill styrkja gerð límmiðabókar fyrir foreldra. Hugmyndin er sú að foreldrar séu verðlaunaðir með límmiðum fyrir góða hegðun og límmiðarnir verði svo færðir inn í sérstaka bók. Foreldrar geta svo keppt hver við annan um að hafa sem flesta límmiða, jafnvel væri hægt að halda Íslandsmeistaramót í límmiðasöfnun og einnig gætu fjölmennir vinnustaðir birt mánaðarlegt yfirlit yfir þá starfsmenn sem hefðu flesta límmiða.

Fulltrúar úr ungbarnahópi og smábarnahópi ársþingsins lýstu þó yfir efasemdum um þessa aðferð þar sem þeir sögðust ekki kunna að telja og sáu því fram á að lenda í vandræðum við að deila út límmiðunum. Þessir hópar voru hrifnari af refsingum fyrir óhlýðni en verðlaunum fyrir hlýðni og reiknuðu með að halda áfram að beita hefðbundnum aðferðum á borð við að æla framan í foreldra og pissa eða kúka á gólfið."

Insomnia...

..er fín mynd. Ekkert rosalegt stuð þegar maður lendir í því sjálfur að geta ekki lúllað soldið!

Gat ekkert sofið í nótt. Allt í allt held ég að ég hafi sofið í 1 og hálfan tíma og ég átti að mæta í vinnu klukkan 7.
Var nýsofnaður þegar klukkan hringdi og ég eyddi ábyggilega hálftíma í að rökræða við hana um hvort að það væri kominn morgun eða ekki. Svo stökk ég á fætur kl. korter í 7, tróð túnfisksalatið inn í eyrað á mér og hljóp út með skóna undir handakrikanum. Þegar ég svo fann hjólið mitt, eftir að vera búinn að setja lugtirnar mínar á vitlaust hjól, komst ég að því að ég hafði gleymt lyklunum inni! Great...læstur úti, peningalaus og heyri ekkert með öðru eyranu....ÉG VEIT! Hringi bara eitthvert og redda málunum! HELV..DJÖF..ANDSK...síminn líka inni í íbúð. Sigga að vinna og kemur eftir 5 klukkutíma. Labbaði hinumegin við húsið og viti menn, opinn gluggi! Gott mál. Eins gott að þetta var okkar íbúð af því að ég var engann veginn í standi til að hugsa yfir höfuð. Þetta tók ekki nema svona 12 sekúndur og ég passaði mig að skilja sem minnst eftir af vísbendingum ef að C.S.I. skyldi vera kallað á staðinn! Fann lykla, einhverja lykla, alveg saman, orðinn of seinn, aftur út, upp á hjólið og hossast af stað.
Mætti bara 6 mín of seint, nokkuð ánægður með það bara. Þessi lukkudagur minn endaði náttúrulega ekki þarna...það var nebbla smá, pínku, gat í klofinu á buxunum sem ég fór í og þegar ég mætti á staðinn og steig af hjólinu, festist þetta littla gat í hnakknum og ákvað að 30 falda sig í stærð! ooooooooooooooooohhhhhhhhhhhhh mér líður svo vel....
En við(vorum 3) áttum að tæma einn gám sem í voru svona ca. 1200 kassar, hver og einn þeirra 25 kíló að þyngd. Áttum að vera 4 tíma en vorum bara 2. Fengum samt borgaði fyrir 4 og reiknast mér svo að þá hafi tímakaupið verið eitthvað um 1950 íslkr. Gaman að því.

Ég ætla að setja hérna að ganni stjörnuspána mína fyrir þennan dag:

Í dag er einn af þeim örfáu dögum er krabbinn fær launað í samræmi við frumleika. Það er ekkert gaman að gera eins og allir aðrir. Er ekki nóg af Elvis-eftirhermum í veröldinni? Veldu að vera stórstjarna eftir eigin höfði.


Boðskapur minn er þessi: Aldrei fara auðveldu leiðina inn í íbúðina þína!

sunnudagur, desember 18, 2005

Dear God, if you were alive...

..you know we´d kill you. Þetta sagði Marilyn Manson í einhverju laga sinna. Gott ef hann hitti ekki bara naglann á höfuðið í þetta skiptið. Eins og einhver sagði: One out of 2000, aint bad!

Ég og Sigga fórum að verlsa jólagjafir áðan. Fórum í eina búð, keyptum 10 gjafir, þetta tók innan við 2 tíma og við eyddum rétt rúmlega 11þús.íslkr. og mér finnst það bara vel sloppið. Maður segir "vel sloppið" af því að það er jú auðvitað það sem allir eru að hugsa þessa dagana. Jólin eru líklega eini tími ársins þar sem fólk hættir að tala um hvað veðrið er ógeðslega leiðinlegt og fer í staðinn að einbeita sér að því hvernig það geti "sloppið" sem best út úr þessari vitleysu.

Þegar ég eignaðist mínar 2 yngri systur, sem eru algjörir snillingar, breyttist mikið. Allt í einu hætti ég að hafa stærsta gjafabunkann við lappirnar á aðfangadag og athyglin sem ég fékk var sama sem engin. Það var líklega um það leyti sem að aðfangadagur hætti að vera mest spennandi dagur í heimi. Í örvæntingarfullri leit að nýjum mest spennandi dag í heimi leitaði ég huggunar í mat, nánar tiltekið jóladagsmatnum hennar mömmu. Það var hangiket, jafningur og grænar baunir. Nýr mest spennandi dagur í heimi fundinn. Liggja upp í rúmi með góða bók sem mamma og pabbi gefa mér alltaf í jólagjöf, að minni ósk, japla á konfekti og skola því niður með jólaöli og bíða þangað til að það er kominn matur á jóladag er núna það sem ég bíð mest eftir. Þetta hef ég gert núna í ég veit ekki einu sinni hvað mörg ár, svo mörg að ég myndi jafnvel vera svo grófur að kalla þetta hefð! Þessu, ásamt geðheilsu minni, er núna alvarlega ógnað! Í fyrra var ekkert hangiket og grænar baunir. Við fengum hreindýrakjöt....ég var náttúruleg ekki látinn vita af þessu fyrr en svona korter fyrir mat. Ég fann voða lítið bragð af þessu dýri sem hafði verið drepið fyrir mig vegna þess að ég grét söltum tárum yfir mest allann diskinn.
Þetta árið ákvað ég að spyrja foreldra mína hvort að þetta myndi nokkuð endurtaka sig. Eftir mánaða langa tilraun í gegnum E-mail, þar sem svör voru vægast sagt loðin, hringdi ég heim. Fékk mömmu á línuna sem var með hálsbólgu greyið. Það hefur sjálfsagt haft áhrif á það að hún fékkst ekki til að rífast um rétt minn í þessu máli eftir að hún sagði mér að þetta myndi endurtaka sig þetta árið! "Er pabbi þarna?", spurði ég eftir 20 mínútna rökræður, mömmu var ekki haggað...pabbi kom í símann og hló að mér þegar hann komst að því að mér hefði ekkert gengið með mömmu og því ákveðið að kalla hann til. Eftir aðrar 20 mínútur af aðeins skemmtilegra samtali kom í ljós að það verður líklega ekki hreindýrakjöt aftur...það verða rjúpur...ég hata rjúpur! En pabbi lofaði mér að fengi allavega grænar baunir. Geðheilsu minni er ekki bjargað og hefðin er farinn til helvítis. Býst við að liggja allan þennann jóladag upp í rúmi með góða bók, Ora dós og skeið. Svo mikið elska ég þessa litlu grænu lambasperði!



Ég er ekki frá því hún(eða hann?) hérna fyrir ofan yrði jafn pissed og ég ef þetta(hvað er þetta eiginlega?) yrði rifið úr höndunum á henni/honum.

fimmtudagur, desember 15, 2005

"The midget"

Eins og fram kom í blogginu í gær fékk ég vinnu fram til 20. des. Ég er búinn að vera, og mun koma til með, að setja saman póstkassa. Með mér voru ráðnir tveir aðrir drengir frá Temp Team og eru þeir helvíti fínir. Annar getur tekið í sundur og sett saman aftur M16 riffil eins og að drekka vatn(hefur verið í hernum sko) og það virðist hjálpa honum aðeins með að setja saman þessa póstkassa. Þetta er líka bara fínasta vinna. Yfirmaður okkar er alveg ótrúlega hress tappi. Annað sem ég tók eftir mjög fljótlega við hann er að hann talar við mann eins og maður sé fjögurra ára....sem er bara ágætt! Skildi ekki alveg af hverju, en hugsaði heldur ekki mikið um það. ÞANGAÐ TIL að ég kynntist hinu fólkinu sem er að vinna þarna dags daglega. Týpurnar mar´, vá! Sá sem var að sýna mér hvernig ætti að gera þetta var óléttur. Sver það! Ekkert sérstaklega feitur en með bumbu sem náði yfir á næstu götu. Sérlega flottur í peysunni sinni sem passaði á hendurnar og bakið en leit út eins og magabolur að framan. Svo stóð ég þarna einn í smástund, hinir Tempararnir ekki mættir, og er að rembast við að setja þetta saman. Þá byrjar einhver kona að labba fram og til baka, hringlaga að vexti og frá tælandi í þokkabót.
Nú, hún labbar þarna fram og til baka og stoppar alltaf hjá mér og segir mér hvað ég er að gera akkúrat á meðan ég er að gera það og hrósar mér svo fyrir vel unnið verk. Það leið ekki langur tími þangað til að ég hætti að hlusta á hana og fór eiginlega að velta því fyrir mér hvort hún væri að vinna hérna yfir höfuð.
Allt í einu byrja ég að heyra eitthvern þann falskalsta söng "ever"! Lít í kringum mig og sé ekki neitt. Þetta heldur áfram og ólétti kallin kemur til mín og segir mér að þetta sé vinnustaðafíflið. "Hver?" - "Þessi sem er að syngja." - "Ok...hvar er hann?" - "Hann stendur hérna hinumegin við borðið..." And there we have our midget...kræst...ég tók mér móment og leit aðeins í kringum mig. Þarna var ólétti karlinn, Crazy Thai lady, Risinn(stærri en garðar) sem er svo feiminn að þegar ég mætti honum á ganginum, brosti og sagði hæ, horfði hann bara flóttalega í kringum sig, snéri við og næstum hljóp á undan mér! Síðast en ekki síst dvergurinn...HE´S TINY!! Ég sver það, hefði einhver labbað upp að mér og sagt "I dress myself" hefði ég líklegast lagst á gólfið í hláturskrampa og eflaust misst örlítið þvag.
Þegar það kom hádegismatur reyndi ég að sigta út "eðlilegasta" manninn þarna og settist hjá honum. Við byrjuðum að spjalla og þá kemur í ljós að þetta er svona..eh..ætli maður myndi ekki kalla þetta "verndaður vinnustaður" á íslandi?
Kommúnan hérna borga 50% af laununum þeirra vegna þess að þetta eru frekar óáreiðanlegir kraftar...geta stundum ekki verið allan daginn og svona eitthvað. Þannig að þegar greyið yfirmaðurinn fær pöntun upp á 4000 póstkassa og hefur til þess viku, verður hann að hringja í Temp Team.
Í morgun hafði dvergurinn greinilega fengið einhverskonar littlar hvellettur í skóinn og skemmti sér konunglega við að henda þessu í hina og þessa...sem tóku ekki eftir neinu.
Ég geri mér grein fyrir að ég er kannski búinn að vera að tala svolítið illa um þetta fólk en mig langar að ljúka á að segja þetta: Eftir að vera búinn að vinna þarna í ekki meira en 2 daga er mér bara farið að þykja helvíti vænt um þessi kvikindi!



How about a hug?

miðvikudagur, desember 14, 2005

Are you woman enough to be my man?

Þannig hljómar Eddie Vedder í lagi einu og í hvert sinn sem ég heyri þetta er ég við það að fá slagæðargúlp í bakið. Skil þessa setningu ekki...

Anywhoos, fékk vinnu í gær og ég á að mæta frá 7 - 15:15 til 20. des með 103 dkr. á tímann. Þarna sagði ég líklega frá öllu því sem þið hafið áhuga á að vita um þessa vinnu. Ef þið lesið aðeins lengra eins og ÞÚ ert greinilega að gera, þá kem ég til með að lýsa fólkinu sem ég er að vinna með og hvað í fjáranum ég að vera að gera þarna....there is a midget involved...

...fyrst mér er nú búið að takast að líma þig við tölvuskjáinn til lengdar, ætla ég sjálfsagt ekki að nefna neitt um dverginn fyrr en einhvern tímann síðast í blogginu!
Neeeeiiii djóóóóók...made you look though. En þar sem ég búinn að eyða tíma þínum hérna svona mikið þá ætla ég bara að segja almennilega frá þessu á morgun.

Annað sem ég fór að spá í þegar ég var að skrifa þetta var það að ég ætla í leigumorðingjaskólann, þar sem ég tel nauðsynlegt að losa þessa kringlu við nokkrar manneskjur. Þið megið koma með óskir hér að neðan, mega vera nafnlausar, og ég skal koma með verð á haus miðað við hvað ég tel nauðsynlegt að losna við viðkomandi.
Darren Fletcher færi til dæmis á innan við þúsundkall.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Info

Ég og Sigga komum til Íslands um jólin. Við fljúgum 22. des. en það seint að það verður kominn 23. þegar við lendum. Svo er ekki gert ráð fyrir að fljúga aftur til Danmerkur fyrr en 6. janúar. Ég verð upp í sveit hjá mömmu og pabba allavega 24. 25. og svo er jólaboð einhverstaðar 26. Úr því mun ég líklega sníkja far hjá einhverjum til RVK. þar sem ég veit ekkert hvað gerist...

Ég er kominn með nýtt E-mail: gummi80@gmail.com
En nota ennþá gmgmu@hotmail.com sem msn adressu.

Temp Team ætlar að gefa mér og Siggu jólagjöf í dag, þurfum að sækja hana sjálf! Vikargruppen Danmark er búin að gefa mér jólagjöf og var það flíspeysa, nú á ég 20 svoleiðis.

laugardagur, desember 10, 2005

Guðmundur hinn lipri...

..er eitthvað sem að ég hef aldrei verið kallaður og ég held að það sé langt í að ég verið kallaður það. Ég er svo mikill klaufi að ég er alltaf hálfhræddur þegar ég labba inn í búðir þar sem eitthvað brothætt er til sölu, líkurnar á að ég brjóti það eru svona ca. 70%.
Ég fór sem sagt í vinnu í gær. Þetta var ekki skemtileg vinna. Ég var sendur út í Gartneriet Boll og átti að vera frá 7 - 18 með 104dkr á tímann við að pakka jólastjörnum...sem eru blóm, Daði og Viggó ;). Ég sló til þrátt fyrir að vera með frunsu sem náði niður á hné og upp á enni. Í dag er hún aðeins búin að minnka, nær ekki niður fyrir nafla og ég er farinn að sjá aftur.
Nema hvað, þetta var inni í gróðurhúsi og ekkert smávegis mikið af allskonar blómum þarna og ef ég á að taka raunsætt skot á hvað var mikið að jólastjörnum þarna þá myndi ég giska á ca. 10.000 stykki í allskonar stærðum. Allt átti þetta að fara í mismunandi bakka eftir því í hvaða búðir hann(eigandinn) var að selja þær. Í mörgum mismunandi bökkum voru margir mismunandi pottar sem að blómin fóru í. Auðvitað kom svo að því að við fengum bakka með postulíns pottum. Sirka 20 pottar í bakka. Ég endurtek að við vorum inn í gróðurhúsi og gróðurhús eru uppfull af rörum og pípum út um allt...jæja, skemmst frá því að segja að ég er búinn að fylla tvo svoleiðis bakka og er að burðast með það til baka til að leggja á vagninn. Til þess þarf ég að klofa yfir eitt rör sem er í mittishæð. Ekkert mál, búinn að vera gera það allann daginn án vandræða.
"I know where this is going" eru sjálfsagt einhver ykkar að hugsa...og þið hafið rétt fyrir ykkur!
Ábyggilega einungis vegna þess að þetta voru 40 postulíns pottar sem að ég hélt á þá auðvitað DÚNDRAÐI ég hnénu í rörið sem gerði það að verkum að ég fékk spassakast í löppina og sparkaði í rassinn á stelpu sem stóð þarna nálægt, flaug á hausinn og postulínið í þúsund parta allt í kringum mig! Eigandanum var ekki skemmt, heldur ekki greyið stelpunni.
Nú dagurinn hélt samt áfram og varð bara leiðinlegri og leiðinlegri og okkur fannst þetta svo leiðinlegt að við unnum þeim mun hraðar til að reyna að losna fyrr og og það tókst, vorum búin klukkan 14! En það fannst eigandanum ekki nógu sniðugt þannig að hann dró okkur inn í eitthvað annað gróðurhús þar sem við áttum að "taka til"...ef þið hefðuð getað séð hvað við áttum að taka til...get helst bara lýst því svona: Í eina, ef ekki tvær, sekúndur hætti jörðin að snúast og ég dó örlítið innra með mér.
Vorum að þessu í klukkutíma og fengum svo að fara heim.



Ég dett bara....það er bara það sem ég geri!
Grunar að vísu að þessi sé ekki jafnmikill klaufi og ég, týndi bara linsunum sínum.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Ég hata...

..frunsur! Er núna að rækta eina stærstu frunsu sem ég hef á ævinni séð!
Ég hef alltaf fengið frunsu tvisvar á ári: Í mars og aftur í nóvember. Eiginlega hættur að pirra mig yfir þessu. En núna hef ég rétt til að vera massa pirraður! Ég fékk helvítis frunsuna í nóvember og eins og glöggir lesendur þessa fréttblaðs hafa kannski tekið eftir, þá er DESEMBER NÚNA!!! Brjálaður!! Ég er á brún örvæntingar hérna...liggur við að ég finni mér hómópata og leyfi honum að gera eitthvað woodoo drasl á mér. Hef sama sem enga trú á náttúrulækningum en eins og ég sagði þá er ég á brún örvæntingar!
Fyrst ég er svona pirraður þá langar mig að deila með ykkur "my hate list":

Ég hata...:

..frunsur
..jackie chan
..samuel l. jackson
..lélega tónlist(það er svo mikið af þessu drasli að ég fer ekki nánar út í það)
..lán
..kirkjuklukkuna sem er hérna fyrir utan og fer í gang klukkan 8 á morgnana og hamast í nákvæmlega 2oghálfa mínútu. Hún spilar ekki einu sinni lag eða segir manni hvað klukkan er. Bara hamast non-stop!!
..óskipulag(N.B. rusl getur verið skipulagt)
..dót sem virkar ekki
..óstundvísi
..allt þetta reykingarbann á íslandi(barnalegt að banna fólki að gera eitthvað sem er ekki einu sinni ólöglegt)
..blóm sem vilja ekki einu sinni REYNA að lifa í íbúðinni minni
..fólk sem starir á frunsuna mína
..rispaða DVD diska
..rigningu um jólin
..stærðfræði, hún er bara rugl þegar maður er kominn lengra en plús, mínus, deilingu og margföldun
..þegar ég man ekki lengur hvað ég hata!

Jæja þetta var ágætt, lofta aðeins út. Djöfull hata ég frunsur!



Ég væri frekar til í að lenda í þessu en það sem ég er með framan í mér þessa dagana.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Ég reyndi að vara ykkur við...

..síðustu færslu en kannski aðeins of seint. Fuck if I care!

Fékk vinnu í dag. Það var hið gríðarstóra Louis Poulsen El-teknik A/S sem var þess heiðurs njótandi að fá mig til skítverka í dag. Ég er skítakall, in more ways then one, hugsaði einhver núna og hafði rétt fyrir sér. En þetta var samt ekki skítugt starf. Stóð við færiband, það greinilega nóg af þeim hérna í danaveldi, getur varla kallað þig fyrirtæki án þess að hafa svona 20 færibönd út um allt og einhverja heilalausa einstaklinga standandi þar við klórandi sér í rassinum. Ég fékk að vera einn af þeim í dag. Má eiginlega frekar segja að ég hafi fengið borgað fyrir það í dag, er hvort eð er annars heima að..jah..klóra mér í rassinum.
Þetta var samt ekki svona færibandavinna sem að maður kannski sér fyrir sér þegar þetta orð er notað. Ég stóð við svona band þar sem kassar rúlluðu framhjá en þegar ég átti að setja eitthvað í kassana fóru þeir inná svona hliðarspor og stoppuðu. Í þeim var svo miði og á honum þurfti ég að finna mitt svæði sem var nr. 84 og þar við hliðina stóð hvað vantaði í kassann. Fyrir aftan mig var HUGE ASS lager þar sem að ég þurfti að fara og finna þetta drasl eftir ótrúlegum reglum og kóðum. Ossaleg þreyttur eftir allt þetta labb í þessu völundarhúsi og ef ég á ekki skilið bjór núna þá gæti mér ekki staðið meira á sama af því að ég ætla að fá mér einn hvort eð er!
Svo var þetta ekkert sérstaklega vel borgað: ca. 90kr á tímann. Ekkert eins og í ruslinu, öösss!

Gleymi alltaf að segja frá nýja mailinu mínu sem er gummi80@gmail.com en ég nota ennþá gmgmu@hotmail.com sem msn adressuna, gaman að því...



Ef ég fæ ekki almennilega vinnu fljótlega verð ég að gefa upp drauminn um súperdúper bensinn sem mig langar í!

mánudagur, desember 05, 2005

Zoidberg

"For one beutiful evening I knew how it felt to be a grandmother."
..snillingur.

Ekki mikið í gangi hérna þessa stundina, það var ekki hringt í mig í dag en á morgun er nýr dagur, held ég.
Við Sigga fórum út að borða á laugardaginn, eftir að hafa horft á manchester vinna. My main man Giggs loksins kominn aftur. Gaman að því. Það voru að sjálfsögðu teigaðir nokkrir öllarar yfir leiknum og matnum. Hefði átt að sleppa síðasta bjórnum því að ég var illa þunnur á sunnudaginn. Ekki kannski mikil frétt að ég hafi verið þunnur en það gerðist samt. Sigga verður aldrei þunn, heppin! Væri til í að prófa það reglulega. Kannski í næsta lífi.

Ég hef nákvæmlega ekkert að segja og ef þú ert ennþá að lesa þetta þá mæli ég með því að þú hættir núna! Ég er allavega hættur að skrifa...núna!



Greinilega engin takmörk fyrir því hvað fólk getur verið vitlaust.

laugardagur, desember 03, 2005

Lyftur

Ég var að vinna í gær við að flokka epli. Það er nú reyndar lygi...ég flokkaði ekki neitt. Það var einhver risavél sem að gerði það fyrir mig og svo komu þau veltandi út á færiband og duttu oní kassa sem að ég svo vigtaði, merkti og setti á palla. Ég var einn í því og sá um hvorki meira né minna en 21 færiband! Hljómar kannski erfiðara en það var því þetta var alls ekki erfitt og bara soldið gaman líka. Ég held að ég hafi labbað ábyggilega svona sirka 30 kílómetra á meðan ég var þarna, það var svo langt frá númer 1 til 21 og maður stoppaði eiginlega aldrei. Nema þegar það kom pása, sem var sko nóg af. Þetta var nebbla fólk í eldra kanntinum sem ég var að vinna með og þeim þótti svo ossalega gott að fá að setjast aðeins niður, spjalla smá, fá sér kaffi og svona eins og eina sígó með. Ég dett niður dauður áður en ég fer að kvart yfir pásum.
Svolítið fyndið að ég skyldi hafa sett þessa mynd í bloggið fyrir neðan, áður en ég fór í vinnuna. Ég öskraði reyndar ekki neitt en það var einhver sem að öskraði og það var drepið á öllum vélum undireins og allir hlupu út á mitt gólf: "Hver var að öskra?" - "Ég veit það ekki!" - "Varst þú að öskra?" - "Nei" - "Hver ætli hafi verið að öskra?"......."Hann er sjálfsagt dauður núna." Mér persónulega fannst það frekar fyndið að segja þetta en það er ekki hægt að segja að þessi athugasemd hjá mér hafi fallið vel í hópinn þannig að ég var disqualified úr fuglabjarginu og sagt að halda áfram að vinna, sem ég gerði. The joke was on them though...það var slökkt á öllum vélunum þannig að ég gat ekki gert neitt. Ekkert mál, Ipodinn í botn og haldið áfram að æfa sig í að jugla eplum.

Hvar er Arnar?

Hvar er Davíð?

Eitt að lokum....það er eitt sem að ég er búinn að velta fyrir mér lengi og enginn virðist geta svarað mér: Ef að maður er í lyftu sem er á ca. 70. hæð í húsi og byrjar svo að hrapa niður, getur maður lifað það af ef maður hoppar upp og er í loftinu þegar lyftan lendir á jarðhæð?



Ég er svo feginn að vera ekki þessi gaur...

fimmtudagur, desember 01, 2005

Snitterí

Var sendur í grænmetis - snitterí, eins og þeir kalla það, í morgun og það er nú kannski ekki saga að segja frá því....unless....

Þetta er í annað skipti sem að ég fer þangað og er svo ótrúlega heppinn að lenda með öðrum vikar frá temp team, stelpu, sem að gengur í leðurbuxum og er með skarð á milli framtannanna sem hægt væri að skora field goal í! Djöfull er ég góður í að finna að útliti annara, líklega vegna þess að ég er svo meðvitaður um mitt eigið. Allavega...þessi stelpa sem að ég man ekki hvað heitir en verður hér eins og annars staðar kölluð Lederhósen, Crazy koffie girl eða Motormouth, getur sem sagt ekki haldið kjafti í 2 sekúndur! Og þar sem að ég er óþarflega vanur slíku fólki þá byrjar heilinn á mér að búa til sínar eigin sögur í staðinn fyrir að hlusta.
Það sem ég heyrði: "Helvíti væri fyndið ef að svuntan hennar myndi flækjast í einni vélinni hérna eða lyftarnum og hún myndi dragast með í svona klukkutíma án þess að nokkur myndi taka eftir". Svo fór ég að hlægja og tímasetninginn hefði ekki getað verið betri þar sem að hún hló líka, hefur væntanlega verið að segja einn af sínum 1001 bröndurum þennan daginn...
Nóg af henni samt, leiðinleg.
Það er útvarp í gangi þarna 24/7 og mér varð hugsað til Björgvins og bylgjunnar í bónus. Náttúrulega valin leiðinlegasta útvarpstöðin í danmörku. Hver man ekki eftir klassískum smellum eins og nýja, ógeðslega leiðinlega laginu með Robbie Williams? Sem er btw spilað á klukkutíma fresti....OG ÞAU LEYFA OKKUR AÐ VERA MEÐ HNÍFA Í VINNUNNI!
Ég er að fara aftur á morgun á nákvæmlega sama stað en á í þetta skipti að labba inn um aðra hurð og þá á ég víst að lenda inn í pökkunardeildinni. Vona bara að það sé einhver önnur útvarpsstöð þar í gangi, annars get ég ekki verið haldinn ábyrgur gerða minna.



Ég geri ráð fyrir miklu ópum af minni hálfu á morgun...