sunnudagur, nóvember 27, 2005

"Comments"

Ég var inn á síðunni hans Daða áðan og þar hafði einhver kommentað hjá honum og spurt af hverju allir væru að missa saur yfir því að allir þyrftu að kommenta og solleiðis.
Fyrir mér er þetta frekar einfalt: Í fyrsta lagi er það bara til að maður sjái að einhver er yfir höfuð að lesa bloggið og í öðru lagi hvort það hafði gaman af því.
Maður er nú ekki búinn að vera blogga í einhverja tugi ára en satt að segja, ef að enginn kommentar, aldrei, þá er nú eitthvað tilgangslaust að vera að þessu finnst mér. En ég er nú ekki að kvarta, fólk búið að vera helvíti duglegt að segja mér til syndanna. Sem er bara gott. Enda hef ég aldrei verið þekktur fyrir neitt annað en að tala út um rassinn á mér(nema þegar hann er stútfullur af einhverju drasli úr úrgangs og endurvinnslustöðini)!

Ég var sendur aftur út á fimmtudaginn til að vera ruslakall og ég verð að segja að þessi vinna kemst auðveldlega inn á topp 10 listann yfir skemmtilegustu vinnur sem að ég hef fengið. Kannski er ég bara að mjólka einhverja dulda þrá frá barnæsku með því að fá að vera "maðurinn sem að hangir þarna aftan í bílnum", hver veit. Ekki skemmdi það fyrir að einhver kall kom hlaupandi út þegar við renndum upp að húsinu hans og gaf okkur bjór sem við að sjálfsögðu renndum niður hið snarasta, held að klukkan hafi verið eitthvað um 11 um morguninn.

Svo vaknaði ég klukkan 5 á laugardagsmorgun til að fara í eitthvað fyrirtæki, hérna rétt hjá mér, þar sem að ég var að skera grænmeti í átta klukkutíma....ég veit hvað þið eruð að hugsa: "Af hverju fer þessi vinna ekki inn á topp 10 listann hjá honum??"
Svarið er einfalt, ég er ekki retard!
Sigga var reyndar líka send út á sama stað, á sama tíma, sem okkur fannst soldið spes. Sérstaklega af því að Sigga hafði verið að tala um það daginn áður...

Manchester VS. West Ham á eftir....þarf að fara að klæða mig, má víst ekki vera buxnalaus inn á pubbnum lengur eftir "atvikið" um daginn.



Krakkar: Fallegt.
Vatnsbrunnur: Fallegt.
Samt ekki falleg mynd....

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Maðurinn er í rusli!

Ahahahaha, get ekki annað en hlegið....hahahahaha!
Í gær var ég, haldið ykkur, ruslakall! Lýg því ekki, í gær var ég rifinn á fætur til að vera ruslakall for a day. Það fóru 8 og hálfur klukkutímí í þessa lífsreynslu mína og það var ekkert hádegishlé, pissuhlé eða hvad som helst! Rosaleg keyrsla en samt ótrúlega ekki erfitt eins og ég var kannski búinn að ímynda mér, heldur ekkert skítugt.
Ég var sem sagt kallinn sem að hékk þarna aftan á bílnum og stökk af öðru hverju til að ná í tunnur sem að ég svo stillti fyrir aftan trukkinn og svo fékk ég að stjórna sveifinni sem að sendi tunnurnar fljúgandi oní trukkinn og til baka. Stundum mistókst þetta ægilega tæknilega ferli og tunnurnar komu ekki aftur til baka heldur duttu bara beint oní shittið og þá var ég sko sendur á eftir þeim. Allir krakkarnir horfðu öfundaraugum á mig og allt gamla fólkið var duglegt við að hlaupa út á götu þegar við komum og lýsa óánægju sinni yfir því hvað við vorum seint á ferðinni. Kraftur í þessu gamla fólki verð ég nú bara að segja, aldrei hef ég séð þau hreyfa sig svona lipurlega þegar maður er fastur fyrir aftan þau í supermarkaden!
En svo að ég sé nú hreinskilinn þá fannst mér þetta smá svindl með þessa vinnu....við vorum ekki að taka rusl rusl heldur rusl pappír, þannig að ég var satt að segja bara pappírsruslakall eeeenn fyrst ég er nú hreinskilinn þessa sekúnduna þá verð ég líka að segja að ég skemmti mér bara helvíti vel, who knew!?!

...og ég gjörsamlega mölbraut eina tunnuna...vona að það verði ekki dregið af launun mínum, sem voru btw svimandi há. Aldrei að vita maður leggi þetta bara fyrir sig. Gummi: The professional Trashman.....has a nice ring to it.


Kallinn í rusli.....hahahahahaha....I crack myself up.

laugardagur, nóvember 19, 2005

ÍRAK!

All svakalegt land. Hef nákvæmlega enga skoðun á því hvað er að gerast þar en það breytir því ekki að ég var að vinna með íraka um daginn. Ég er búinn að fá svo mikið að vinna að ég held varla saur lengur. Var meira að segja að vinna í morgun(ekki með írakanum) frá kl 7 og það er laugardagur....er ekki viss um að ég hafi upplifað það áður.
Aftur að írakanum, hann heitir Adnan og seinna nafnið hans er eitthvað sem að ég nennti ekki að leggja á minnið. Það er sem sagt skemmst frá því að segja að maðurinn(svona ca 40 ára) er klón af Saddam Hussein! Svolítið truflandi og verandi vitleysingurinn sem að ég er hugsaði ég svo mikið um það að ég var næstum búinn að segja það við hann...vill ekki hugsa um afleiðingarnar. En hann er búinn að búa hérna í DK í 5 ár og ég held að ég hafi aldrei heyrt jafn illa talaða dönsku á ævinni. Hér er það fyrsta sem hann sagði við mig: "Jeg er not so very god at snakking danish".
Ég ætla aðeins að fara til baka....Ég þurfti að fá far með honum af því að við vorum að fara að vinna á stað sem er útí sveit og við erum báðir hjá vikargruppen danmark og þau þar stungu upp á því að ég myndi nýta mér farið. Þá er kannski ekki svo vitlaust að nefna það, að á meðan við vorum að keyra ákvað hann að segja mér frá þeirri skemmtilegu staðreynd að hann var bara nýkominn með bílpróf af því að bílpróf frá írak gildir ekki hérna.....ég lýg því ekki að svona 5 mín. eftir að hann sagði mér þetta, hljóp svartur köttur yfir götuna(eða slóðann sem að við vorum á, verandi upp í sveit og svoleiðis). Ég hélt að þetta gerðist bara í bíómyndum en skipti þeirri hugsun fljótlega út fyrir meira back in the moment hugsun: "Gæti ég skrúfað niður rúðuna, hoppað út og lennt á þessum gróðurhúsum sem við erum að keyra framhjá, án þess að meiða mig?"
Þrátt fyrir að vera lifandi í dag er ég enn að furða mig á af hverju ég hoppaði ekki út! Held í alvörunni að hvað sem að hefði komið fyrir mig hefði ég alltaf getað sagt; "jah, ég hef nú séð það verra, læknir. Var að vinna í ÚRGANGS OG ENDURVINNSLUSTÖÐINNI!" og þá segir læknirinn; "Æ, greyið. HJÚKKA gefðu greyið manninum meira morfín."
Aftur að írakanum Adnan....þetta var gríðarlega skemmtilegur vinnudagur. Hann sagði brandar út í eitt og ég skildi ekki orð af því sem hann var að segja og af hættu við að hann myndi go Hussein on my ass, þá kinkaði ég bara kolli og skellti upp úr öðru hverju...vona að ég hitti hann aldrei aftur. Hann var samt ekkert einhver stupid innflytjandi, í írak var hann computer engeneer(eða hvernig sem það er skrifað) og kom hingað til læra meira en það er greinileg ekki kennt á ensku hérna þannig að hann fellur á hverju prófinu eftir annað. Minnir helst á mig á Laugum!
Gæti skrifað um Adnan í svona 2 klukktíma í viðbót en nenni því ekki.

Manchester vann Charlton í dag 3-1 = ÓLEY!


...you fucking asshole!

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Kannanir...

..eru eitthvað sem ekki er hægt að taka mark á. Hér finnst mér vera 2 ágætis dæmi:

Tekið af mbl.is:

"Noregur er annað árið í röð efst á lista breska fyrirtækisins ECA International yfir þau lönd þar sem dýrast er að búa. Hár framfærslukostnaður í Noregi fleytti landinu upp í efsta sæti listans. Danmörk er í öðru sæti en Japan vermir það þriðja.
32 lönd lentu í úrtaki ECA International en í könnuninni var m.a. reiknað verð á matvælum, víni, tóbaki, fatnaði, rafmagnstækjum, bílakostnaður og matur á veitingastöðum.

Ekki kemur fram hvers vegna Ísland var ekki nefnt í könnuninni."

og hin er tekin af spjallborði manutd.is:

"Heimslisti IFFHS (1. nóvember 2004- 30. október 2005)

1. LIVERPOOL FC (England) 295,0
2. FC Internazionale Milano (Italia) 292,0
3. FC Bayern München (Deutschland) 279,0
4. Milan AC (Italia) 262,0
5. Manchester United FC (England) 257,0
6. CSKA Moscow (Russia) 245,5
7. Olympique Lyonnais (France) 243,0
8. Arsenal FC London (England) 242,0
9. CA Mouth Juniors Buenos Aires (Argentina) 234,0
10. Villarreal CF (España) 233,0
11. São Paulo FC (Brasil) 230,0
12. Chelsea FC London (England) 229,0
13. PSV Eindhoven (Nederland) 228,5
14. AZ Alkmaar (Nederland) 226,0
15. AJ Auxerroise (France) 225,0
16. Sporting Clube of Portugal Lisbon (Portugal) 215,0
17. Newcastle United FC (England) 207,0
= AS of Monaco (France) 207,0 "

Þætti gaman að fá að spjalla við "snillingana" sem komust að þessari niðurstöðu.
Mér finnst nú reyndar líka rétt að taka það fram að sem manchester manni þá finnst mér bara eitt fáránlega en að liverpool er í efsta sæti og það er hvað manchester er ofarlega...já og kannski set smá spurningarmerki við newcastle þarna en hvað um það, ef einhverjum finnst ég vera að tala út um rassin á mér þá má hann endilega segja mér af hverju hérna fyrir neðan.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Úrgangur...

..er ekki eitthvað sem mér er vel við, heldur ekki hluti sem eru úr endurnýttu dóti. Það er ástæða fyrir því að ég er að segja ykkur þetta og hún er einföld: Það var hringt í mig í morgun og ég beðinn um að mæta í vinnu. Ókídókí sagði ég bara og lagði af stað og hjólaði og hjólaði og hjólaði óóóóóógeðslega langt. Ég hélt að ég væri að fara niður á höfn að gera eitthvað sniðugt en komst mjög fljótlega að þetta var bara nálægt höfninni, á Hafnargötunni, nánar tiltekið. Og þetta var sko ekki slorið sem að ég átti von á! Þetta var bara öðruvísi slor, ÚRGANGS OG ENDURVINSLUSTÖÐ takk fyrir. Jæja, sagði ég þá við sjálfan mig, þetta getur nú ekki verið það slæmt...aldrei á ævinni hef ég haft svona rosalega rangt fyrir mér.
Ég var látinn hafa skóflu og settur inn í risastóra skemmu með einhverjum gömlum kalli með það skakkar tennur að hann hefði getað stungið úr mér augað ef hann hefði brosað, sem hann gerði blessunarlega ekki. Inn í þessari risaskemmu voru færibönd út um allt hreinlega og þau voru að mylja niður eitthvað rusl, sem að ég vil ekki vita hvað var af því það sem ég átti að gera var að skófla því sem féll niður á gólfið upp í aðra skóflu (á gröfu), ekkert erfitt en málið var samt að það var alveg rosalegur gegnumtrekkur þarna í skemmunni og þetta rusl sem að maður var að skófla var þurrt og um leið og maður hreyfði eitthvað við því fór það bara beint upp í augun, nefið, eyrun, munninn og rassgatið á mér!
Gaman að segja frá því að ég hjólaði beint upp á vikarstofuna og sagði að þetta væri staður sem að ég ætlaði aldrei aftur á.....og því var bara furðu vel tekið. Meira að segja skemmtilegra að segja frá því að það var hringt í mig á meðan ég var að blogga þetta og mér boðin vinna á fimmtudaginn og var lofað að það væri betra en ÚRGANGUR OG ENDURVINNSLA sem er bara gott mál, nóg að gera hjá kallinnum, er ekkert að koma heim á næstunni. :)


Nú get ég loksins farið að elda mér almennilegar máltíðir, nú þegar maður er farinn að vinna eins og hundur.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Akureyri...

..er merkilegur staður og íslenska er merkilegt tungumál.
"Tveir menn voru handteknir í nótt eftir að hafa riðið húsum í nótt á Akureyri", hljómar ein fréttin á mbl.is sem að ég las í morgun. Ég veit ekki alveg hvort maður á fara nánar í þetta, heldur bara segja; MAGNAÐ og láta þar við sitja.

Annars fór ég þarna til temp team um daginn eins og áður var bloggað um og það er skemmtilegt frá því að segja að það var bara hringt í mig strax daginn eftir og ég spurður hvort mig langaði að mæta í einhverja verksmiðju að gera einhvern andskotann. Svar mitt var einfalt; hell ye! Fékk allar upplýsingar um hvar þetta væri og við hvern ég ætti að tala og átti að mæta kl. 14 og vera til 20 með þúsund kall á tímann. Það var hringt klukkan 11 og ég var bara að taka mig til og solleiðis þegar ég fer að taka eftir því að það er að stíflast upp nefið og einhver hósti að gera sig heimakominn þannig að ég hringi aftur í temp team og það fyrsta sem að er sagt við mig er hvað ég hljómi veikur og ætti bara að vera heima hjá mér! Helvítis djöfull! Jæja, þarf að hringja í þá á eftir og segja þeim að ég sé orðinn hress aftur...sem ég ætla að gera núna svo að ég geti fengið vinnu svo að ég þurfi ekki að leita að mat eins og þessi hérna:

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Temp Team

Nafnið segir þetta allt. Tímabundið lið. Var sem sagt í viðtali hjá þeim í morgun. Var fyrst og fremst að deyja, ég þurfti að vakna svo snemma. Held að ég hafi ekki vaknað svona snemma í 2 eða 3 mánuði! Those were the days.....
Þetta gekk svo sum allt í lagi, byrjaði á að setjast með 3 konum eða eiginlega 2 konum sem voru by the way með hárgreiðslu eins og kellingarnar í The bold and the beutiful, bara ljótara, svo var ein stelpa þarna líka, ekkert merkilegt við hana nema kannski að hún hefur líklega verið laminn soldið oft með "ljóta prikinu" í æsku, soldið óheppin greyið. Við vorum sett inn í fundarherbergi þar sem að kom svo einhver og hélt ræðu um fyrirtækið og hvað bla bla bla bla. Ég gat ekkert fylgst með af því að öll mín einbeiting fór í það að prumpa ekki, mér var alveg rosalega illt í maganum og var í 30 mín. alvarlega að íhuga að láta það flakka og kenna bara annari bold and the beutiful kellingunni um það. En svo hætti hin sem var búinn að standa þarna loksins að tala og fór með stelpuna út í einkaviðtal og tilkynnti að einhver myndi koma og tala við okkur hin. Á meðan við sátum þarna og biðum kepptust þær við að sveifla hárinu frá andlitinu og fóru eitthvað að tala saman. Ég gat ekki heldur hlustað á þær, var að reyna að ákveða mig hvorri þeirra ég ætti að kenna um þessa andskotans fýlu, en svo komu einhverjir og tóku þær í burtu og ég sat einn eftir með flugurnar sem voru byrjaðar að hringsóla í kringum mig eins og hrægammar. Ég lenti á helvíti hressum kalli sem að hafði búið á Grænlandi í 15 ár, takk fyrir! Hver gerir það!? En hann var samt hress og ekkert asnalegur, gull í tönnunum og alles!
Þetta tók klukkutíma. Bara svipuð skilaboð og á vikargruppen danmark, lofa engu en samt einhverju, þannig að núna sest maður bara aftur og horfir á peningana rúlla inn með öl í annari og kebab í hinni!



Við fórum í "charades" í fundarherberginu....

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Vikargruppen Danmark

Já, fyrra viðtalið afstaðið og með sóma þó ég segi sjálfur frá(sem ég og geri). Það er ágætis veður hérna, sem gerði það að verkum að ég svitna óhóflega þegar ég hjóla smá spotta, kann ekki að hjóla hægt. Fátt meira kúl en að mæta lekandi sveittur í viðtal, enda kallin óhemju flottur! Var að spá í að fara úr að ofan en það leit ekki út fyrir að vera stemning fyrir því á staðnum þannig að ég lét það vera. En það gekk semsagt vel og hún, konan sem ég talaði við, var svo ánægð að ég setti það ekki fyrir mig að vinna smá erfiðis vinnu að hún átti jafnvel von á að hringja í mig á morgun bara! Ekki slæmt. Skildis á henni að ég yrði aðalega sendur niður á höfn að púla og smúla, henda og senda, pakka og ...errr.... eitthvað! Fæ loksins að fara í fiskinn, lengi verið draumur(svona cirka 30 mín.) en ekki ónýtt að fá að hreyfa sig smá eftir að hafa setið fyrir framan tölvu í 5 ár. Hlakka til.

Daði félagi benti mér á þessa grein á mbl.is:

"Ný rannsókn: Kynjamunur á húmor
Konur nota fleiri svæði í heilanum en karlmenn þegar þær skoða eða lesa brandara, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þær benda ennfremur til þess að konur njóti brandara betur en karlar. Umbunarstöð heilans - þar sem virkni verður mikil þegar fólk vinnur til dæmis í fjárhættuspili eða neytir kókaíns - verður virkari í konum en körlum þegar þær fatta brandara.

Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Proceedings of the National Academy of Sciences sem kemur út í dag.

Það kom vísindamönnunum á óvart að konur virðast bregðast röklegar er karlar við bröndurum og búast síður við því að brandarar séu fyndnir. Þótt kynin noti sömu heilastöðvar til að skilja húmor eru karlar ekki eins kröfuharðir og konur og virðast fremur líklegir til að reikna með því að brandarar séu fyndnir.

Vísindamennirnir segja að þessar niðurstöður geti komið að notum í baráttu gegn kvillum á borð við þunglyndi. Fólk noti húmor til að bregðast við streitu, mynda sambönd og húmor geti jafnvel styrkt ónæmiskerfið."




Ég spyr bara: Hvað er ekki fyndið við þetta??

sunnudagur, nóvember 06, 2005

VÍÍÍÍÍÍÍ

Ó man hvað það er gott að vinna chelsea! Hef náttúrulega ekki hugmynd um hvernig tilfinningin er en ég held að pattarnir mínir í manchester veldinu séu á blindafylleríi. Næstum viss um það. Ég væri það. Ég er það! Það var alveg mögnuð stemning á barnum sem að við Sigga fórum á til að horfa á leikinn. Írskur pöbb, helvíti skemmtilegt bara.
Leiðinlegt reyndar að Fletcher skyldi skora, vil helst ekki sjá hann í liðinu, enda gerði hann voða lítið annað en að senda boltann í fæturnar á andstæðingnum eins og hann gerir alltaf. Smith var helvíti þéttur á miðjunni og það leit soldið út fyrir að leikmennirnir sem fengu hvað hörðustu gagnrýnina frá Keane hafi bara tekið sig saman í andlitinu og prooved him wrong, eins og maður á auðvitað bara að gera.

Ég er að fara í tvö viðtöl í þessari viku. Eitt á þriðjudaginn kl 13:30 og annað á fimmtudaginn kl. 9....það verður erfitt. Hef ekki séð þann tíma á úri núna í að verða 2 mánuði. Ég kem væntalega til með að útlista þessi viðtöl seinna í vikunni.
Svo lenti ég næstum í árekstri á föstudaginn. Var að hjóla á fullu í grenjandi rigningu og það svínaði bíll fyrir mig. Ég nelgdi niður á báðum dekkjum og byrjaði að renna í rigningunni bíllinn sá mig aldrei og hélt sínu striki. Ég var kominn alveg á hlið og setti löppina út, ætlaði að spyrna mér í bílinn ef hann drullaði sér ekki í burtu, sem hann gerði ekki en sem betur fer stoppaði ég rétt áður en ég smurðist upp við hann. Er ekki frá því að ég hafi pissað smá í mig, nokkra dropa bara, ekkert alvarlegt. Blótaði helvítis bílstjóranum í sand og ösku og var í svolitlu adrenalín sjokki þannig að ég fann mér smá skjól frá rigningunni og kveikti mér í rettu.

Og svona í lokinn vil ég óska Davíð til hamingju með Everton sigurinn, dreg það ekki í efa að það hafi glatt hans litla hjarta, hefur sjálfsagt drukkið svona 14 kaffibolla yfir leiknum.



Davíð hefur sjálfsagt verið jafn ánægður og ég á mínum sjöttu jólum.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Nopal

Nopal - Party cactus er ótrúlegt en satt nafn á lyfi. Ekki hvaða lyfi sem er, heldur eina lyfinu sem að ég hef einhvern áhuga á(fyrir utan íbúfeni audda(og kannski treo)). Þetta er nefnilega þynnkulyf og náttúrulegt í þokkabót! Ég veit, himnasending alveg hreint. Ég var varla búinn að lesa greinina í blaðinu þegar ég var kominn í aðra buxnaskálmina slefandi á hjólið og beint útí apótek. Nema hvað, starfsfólkið þar hafði bara aldrei heyrt neitt um þetta! Bömmer, ég að vökna um augun og fer heim. Svona viku seinna fatta ég að leita aftur að blaðinu með þessari grein og kemst að því að þetta er náttúrulega selt í einhverri náttúrubúð eða eitthvað og ég aftur á hjólið og niðrí bæ á milljón og þrem. Finn sjoppuna, sem að heitir víst MATAS, og leita eins og hundur að fíkniefnum og enda með að finna þennan umtalaða(af mér) party cactus! Gríp boxið og les utan á það af því mér finnst gaman að hugsa um mig sem ábyrgan einstakling. Nú jæja, eftir um það bil 1/4 úr sekúndu hendi ég einhverjum seðlum(100 kalli) í afgreiðslumanninn, sem er á þessu augnabliki bara að tefja mig, og út hjólið.
Það hefði verið gaman að segja að lassaróni hefði reynt að setjast á bögglaberann hjá mér og dottið af nokkru seinna eeeennn það var bara eitthvað sem að ég las í bók.
Kominn heim og byrjaður að hella í mig, ekkert tilefni, var bara svo forvitinn að vita hvort þetta myndi virka og á öðrum bjór ákvað ég nú samt að lesa utan á þetta pillubox og mér til mikillar vonbrigða átti ég að innbyrða 3 hylki ÁÐUR en ég byrjaði að drekka! Tók þau samt og hélt áfram að drekka. Gaman frá því að segja að þessi svokölluðu "hylki" eru eins og vörubíll að stærð og ég kúgaðist í hvert skipti sem að ég reyndi að troða þessu niður. Áfram heldur drykkjan og lesturinn utan á boxið sömuleiðis. Kemur þá í ljós að ég þarf að troða 3 "hylkjum" í viðbót áður en ég fer að sofa....KRÆÆSTURINN! Ég þurfti að hægja aðeins á drykkjunni til að ég myndi muna eftir að taka þetta aftur. Það reyndist nú reyndar ekki erfitt þar sem að þessi drykkja var einungis til tilraunar(það nennti enginn að detta í það með mér, kannski vegna þess að það var mánudagur, veit það ekki) og það var eiginlega soldið leiðinlegt. Um fjögurleytið var ég orðinn helvíti hífaður og einmanna í þokkabót þannig að ég reyni að finna boxið aftur og treð þessum trukkum oní mig, á barmi þess að æla en lét ekki verða af því þar sem hreinlega of mikið var í húfi. Það er styst frá því að segja að ég svaf eins og barn og vaknaði hressari en andskotinn :) Skrapp bara í hjólatúr í góða veðrinu og ég veit ekki hvað og hvað! Gaman, gaman, kallinn loksins búinn að finna eitthvað sem að virkar vel. EN! Það er náttúrulega þessi augljósi galli á þessu öllu saman: Ef maður er ekki að einbeita sér, er bara ekki möguleiki að muna eftir að taka seinni þrjú hylkinn! Það er einmitt staðreyndin...mér hefur aldrei tekist að muna eftir þessu aftur og þar af leiðandi er ég bara alltaf jafn þunnur!! BRJÁLAÐUR!

Svo er ég búinn að fá skilaboð um að ég verði laminn þegar ég kem af þeim sökum að ég kaupi svo ódýran bjór, þannig að það verður ekkert minnst á það meira....