föstudagur, ágúst 25, 2006

Jæja...



Ekkert gerst hér lengi. Tengdó voru nebblega í heimsókn. Það var snilld, eins og vera í fríi bara!
Við fórum víða. Byrjuðum á að keyra til Flensborgar, sem er í Þýskalandi fyrir þá sem ekki vita, og fundum þar eitthvað verslunarhúsnæði. Meginmarkmið ferðarinnar,
fyrir utan það að nýta tækifærið og gera sig að fífli hinumegin við landamærin, var að nýta það að maður væri á bíl og kaupa nokkra öllara til að taka með til Middelfartvej. Fundum þessa fínu kerru sem að leit út fyrir að geta haldið nokkrum bjórum.
Skemmst frá því að segja að við versluðum okkur 11 Carlsberg kassa, 2 Coke kassa og 1 Seven up kassa. Allt þetta kostaði 1043 DKR. sem ég held að sé um 12.516 ISKR. Má vel vera að þetta séu litlar dósir en fjandinn hafi það ef að þetta sé ekki bara fínn díll.


Ef að engann langar í heimsókn núna, ef ekki bara flytja hingað, þá veit ég ekki hvað.

Daginn eftir öl ferðina var einhver svona síðsumarhátíð hjá spítalanum þar sem við spiluðum fótbolta og brennó eða eitthvað álíka.
Ég var í fótboltanum, stend þarna aftast, var fólgið það gríðarlega mikilvæga hlutverk að vera sweeper, the last line of defense! Ekki mikið að gera hjá mér og kannski bara just as well þar sem þetta eru nú danir var náttúrlega byrjað um 15 leytið og 2 bjórar fyrir fyrsta leik og svo eitt stykki eftir hvern leik.
Maður var orðinn helvíti valtur í síðasta leiknum sem að við unnum btw 9 - 0! Massa gaman. Fengum líka bikar fyrir að valta hreinlega yfir öll hin liðin líka og vinna þar með mótið! Um kvöldið var svo grillað og haldið áfram að drekka.


Danirnir láta hana Siggu mína náttúrulega ekki í friði!


Enda bölvuð kynbomba þar á ferð.

Ég og Sigga fórum heim í kringum eittleytið. Það tekur um 10 mín. að hjóla heim frá spítalanum. Við komum heim þegar klukkan var að verða 02:00....ég var orðinn svo sósuölvaður að ég hélt engum balance! Eins og kom svo í ljós er bara furðu mikilvægt að hafa jafnvægi þegar maður er að hjóla. Í þau skipti sem að ég hjólaði ekki beint út í runna, lá ég á malbikinu, undir hjólinu, næstum búinn að kyrkja mig á keðjunni sem var að sjálfsögðu dottin af! Ég íhugaði á tímabili að teyma hjólið bara heim en svo sá ég fiðrildi og gleymdi algjörlega hvað ég var að hugsa þannig að ég skellti mér á hjólið aftur og aftur og aftur og aftur....nú er framdekkið mitt kengbeyglað og það heyrist fullt af einhverjum furðulegum hljóðum þegar ég hjóla...



Laugardagurinn kom með tilheyrandi þynnku og eymslum eftir bylturnar. Það náði ekki að renna af mér áður en það rann upp fyrir mér að ég átti að mæta í fótboltaleik með íslendingaliðinu eftir 3 tíma!
Notaði þessa þrjá tíma til að bryðja íbúfen í gríð og erg ásamt því að sturt niður 4 kókdósum og senda Siggu og tengdó á Skagen, sem er nyrðsti hluti danmerkur...
Mæti eiturþunnur í leikinn og spila allar 90 mín.. Áður en yfir lauk hafði báðum liðum tekist að skora 2 mörk og markmaðurinn okkar endaði á bráðamóttökunni.
Hann kom hlaupandi út, renndi sér á móti sóknarmanni andstæðinganna sem að reyndi að koma í veg fyrir svaðalegan árekstur með því að hoppa yfir hann. Það tókst ekki betur en svo að hann náði að festa einn takkann í nefinu á markmanninum okkar og svoleiðis gjörsamlega reif það upp eftir öllu! Ég hef aldrei á ævinni séð manni blæða svona mikið OG ÉG VINN Á SJÚKRAHÚSI!
Nú, eftir leikinn var náttúrulega partý, sem að yours truly mætti að sjálfsögðu í. Helþunnur ennþá, varla mættur inn um dyrnar og þá er drykkjuleikur og svo annar eftir hann og svo annar eftir hann. Um tvö leytið ákvað ég að fara heim. Upp á hjólið og stímdi niður helvíti góða brekku. Kemur í ljós að það var ekkert auðveldara að hjóla fullur þetta kvöldið, tala nú ekki um þegar framhjólið er kengbeyglað! En einhvern veginn tókst mér að róna mér heim...


(Sunnu)Daginn eftir vaknaði ég ferskur sem ég veit ekki hvað og rauk niður á local pöbbin til að horfa á Manchester rúlla yfir Fulham! Það var ekki til að hægja á drykkjunni. Svo var líka hellidemba úti þannig að ekki gat ég farið heim...varð náttúrulega að horfa á Chelsea leikinn líka....og ekki gat ég bara setið þarna og gert ekki neitt þannig að ég sötraði bara meiri bjór!



Ég man ekkert hvað við gerðum á mánudaginn þannig að ég setti bara inn þessa mynd af Corvettu sem að ég rakst á í Þýskalandi. Hefði líka skellt inn mynd af mér við hliðana slefandi, eins og ég var, en það voru bara allir búnir að stinga mig af.

Á þriðjudaginn var planið að keyra strandveginn til KöPen með stoppum í hinum og þessum pleisum. Slagelse var helst á vörum manna. Þegar við komum til KöPen ætluðu tengdó bara að finna sér hótel því að flugið var daginn eftir. Ábyggilega í kringum ein milljón hótela þarna í þessari skítugu borg og mig langar að taka það fram að það var þriðjudagur. Ekki eitt einasta herbergi laust!
Þannig að það var bara stoppað í næstu sjoppu, keypt kippa og brunað aftur til Odense.
Mikið gaman, mikið stuð!
Takk fyrir komuna og borinn!

föstudagur, ágúst 11, 2006

Exellent.

Var að horfa á Simpson þegar ég var að hugsa um titil. Burns sagði "exellent". Svo verslaði ég líka kaffi í morgun, BKI. Undirtitillinn á því var "exellent". Þar með mætti rólega reikna með því að dagurinn í dag verði most exellent!

Guðni og Lovísa komu og fóru. Náði varla að blikka auga en gaman að sjá bróa sinn og spúsu hans, þó stutt væri. Þó stutt væri tókst okkur samt að tortíma 2 hvítvínsflöskum og 20 bjórum. Gaman.

Að halda að þessi dagur verði most exellent er áreiðanlega ávísun á hann verði ömurlegur, það er alltaf þannig. Staðfesting kemur seinna.(Ég fór s.s. í vinnuna í millitíðinni og þessi dagur var eiginilega sá besti sem ég hef upplifað á spítalanum).

Lítið annars að gerast hjá mér þessa dagana. Bíð, eins og krakki eftir nammidegi, eftir því að geta hætt í þessari vinnu. Er byrjaður að leita að nýrri.

Tengdó að koma í næstu viku. Rigningu spáð héðan og fram á þriðjudag.

Mikið held ég að þau verði svekkt ef að það rignir allan tímann sem þau eru hérna. Ég fagna þessari veðurbreytingu. Hver dagur sem að hitinn fer niður fyrir 20 gráður og ég svitna ekki tíu kílóum af mér er gulls ígildi.

Þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni í gær varð mér litið á stýrið og sá þetta kvikindi:

Hann(hann heitir Grúmull) náði að hanga þarna á í þessar tíu mín. sem það tekur mig að hjóla heim úr vinnunni og skemmti sér held ég bara ágætlega. Skreið út um allt stýrið, sem gerði það reyndar að verkum að, kellingin sem ég er, varð stundum að stýra bara með hægri, stundum bara með vinstri og stundum ekki með neinni. Það var þegar hann tók spretti á milli. Ég var svo upptekinn af honum Grúmli að ég hjólaði næstum á ljósastaur. Ekki gat ég skotið honum í burtu því að ég er svo mikil kelling. Það minnir mig á þegar ég bað orm afsökunar af því að ég steig á hann...

laugardagur, ágúst 05, 2006

Guðni og Lovísa koma!

Spennan er óbærileg! Gaman, gaman! Þeim sjálfsagt til mikillar gleði get ég tilkynnt, eftir að hafa horft á veðurfréttirnar, að þau fá fantagott veður hérna. 26 - 30 gráður, heiðskírt og sól. Svoleiðis hljómaði allavega 5 daga spáin.

Fórum á Kashmir tónleika í gærkvöldi. Útitónleika niður í centrum. Þeir voru bara nokkuð solid. Spiluðu í ca. klukkutíma en voru svo klappaði aftur á sviðið og gerðu sér lítið fyrir og tóku 6 aukalög.

Það var sjúkrabíll að keyra framhjá. Það gerist nú ekki nema svona 5 sinnum á dag. Þeir keyra alltaf í sömu áttina, sem er nú kannski ekki svo merkilegt. Það sem mér finnst aftur á móti merkilegt er að þeir koma aldrei aftur til baka. Ég hef aldrei séð þá keyra í hina áttina.
Mér,sem starfsmanni á spítalanum, dettur að sjálfsögðu ekki í hug að spyrja af hverju þetta sé...

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Kanón!

Fórum og versluðum okkur nýja myndavél í gær. Þörfnuðumst alvarlega nýrrar vélar í staðinn fyrir "the misplaced one".
Canon Ixus 750. 7.1 megapixel og læti. Fullt af tökkum og herlegheitum. Svona!

Ef það ætti að lýsa því hvað þessi vél væri svöl, í einni mynd, væri það líklega þessi:


Ekki að það sé eitthvað svalt að reykja....það er bara ógeðslega kúl!
Sjúgið það!
Búja!