mánudagur, febrúar 27, 2006

Kláus.

"Hej Klaus, tænkte pa om du havde lidt skunk/tjale til salg? Star og har lidt need hehe."

Þetta var sms sem ég fékk um daginn. Í stuttu máli er ég núna s.s. dópsalinn Kláus! Ég var að spá í að fara að messa í hausnum á henni/honum en ákvað að sleppa því þar sem að fram kemur að hann/hún var á þörfinni greinilega. Ég fékk heldur ekkert að vera dópsalinn Kláus lengi þar sem að það var hringt í mig daginn eftir og þá hét ég greinilega Henrik! Sá sem hringdi þá var líka ekkert að sætta sig við það að hann hefði hringt í vitlaust númer.

Næst á dagskrá er að pimpa upp löduna mína og setja eina svona kylfu í tryllitækið.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum...

Þetta er tekið úr nokkrum gullmolum úr læknaskýrslum. Hérna eru nokkrir í viðbót:

- Það sem fyllti mælinn var þvagleki...

- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...

- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.

- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt....

- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...

- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði...

- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð.

- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert.

Ég held að ég sé ekki heldur þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð þó að ég sé í sjúklings-ástandi núna. Hálsbólga og stíflað nef hér á ferð.
Það kemur samt ekki í veg fyrir að ég geti hlegið endalaust að þessum aula. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í hvað hann fær mikið borgað á viku fyrir þetta!

En frænka mín var að grátbiðja um myndir af nýju dollunni, hér eru þær:

Ég geri mér fulla grein fyrir að þessi mynd er á hlið og þess vegna verður næsta þannig líka....verð að vera samkvæmur sjálfum mér.

Eins og ég sagði - very shiny! En eitt sem ég vissi ekki og það er hvað það er viðbjóðslega vond lykt af nýjum klósettum fyrstu dagana. Minnir á blöndu af ediki og arsenik. Endilega prófið að blanda þessu saman og upplifið þjáningar mínar. Það sem er líka magnað er að þessi lykt heldur sér alveg þó að ég sé búinn að "merkja" mér klósettið í fimmgang!

Annað magnað er að ljósmyndararnir þrír sem eltu Díönnu prinsessu og Dodi gamla "voru allir sýknaðir fyrir dómi árið 2003 og 2004 en faðir Dodi's, Mohamed Al Fayed, neitaði að gefast upp og vann málið nú í hæstarétti. Þeim var skipað að greiða eina evru hver fyrir að hafa brotið friðhelgi einkalífsins samkvæmt frönskum lögum." (mbl.is)

Það er orðið eitthvað helvíti ódýrt lífið hérna á þessum hnetti...

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

"Suck my thing"

Svo söng Páll nokkur Rósinkrans, eða hvað hann nú heitir, áður en hann frelsaðist. Mikill textasmiður þar á ferð.

SONOVO FOODS heitir þetta fyrirtæki sem að ég er að vinna hjá þessa dagana...og já, þetta "s" á að vera þarnas. Aftur á móti var þetta "s" ásláttarvilla! Einn góðan veðurdag mun ég finna þenna "backspace" takka sem fólk talar mikið um...
MANNDRÁP AF GÁLEYSI EF VIÐ RÁÐUM ÞIG finnst mér frekar að þetta fyrirtæki ætti að heita. Algjörlega að gera út af við mig að vakna klukkan 5 á morgnana til að mæta í vinnu. Svo er þetta líka bara eitthvað ógeð sem ég er að býsnast með allan daginn. Reyndi að lesa á einn kassann í dag og ég held að þetta sé, og nú er ég ekki að grínast, þurrt eggjahvítupúður... Þessu er ég svo að hella oní einhverja vél sem að ég veit ekkert hvað gerir! Það sem er áhugavert er að ég veit samt hvernig á að stífla hana og er nú byrjaður að gera það í tíma og ótíma. Sérstaklega þegar mér leiðist, sem er á kortersfresti.


Fór í fótbolta í gær og það kom mér skemmtilega á óvart hvað ég gat hlaupið mikið. Skoraði eins og innfæddur og var út um allann völl, óstöðvandi rétt eins og naut í flagi. Svo æfði ég náttúrulega nokkrar dýfur eins og alvöru fótboltamenn.


Fuglaflensan virðist óstöðvandi og eins og alltaf finnst fréttamönnum ekkert skemmtilegra heldur en að geta sagt frá einhverju sem skelfir almúgann. "There´s no news like bad news." Svo eru terroristar náttúrulega svo hugmyndaríkir að það kæmi manni ekki á óvart að gamla góða "Best að teipa smá sprengju hérna á kviðinn og hlaupa á þetta hús/bíl/lest/eitthvað" yrði lagt á hilluna í bili og þessi kúkúflensa yrði nýtt í staðinn.

Við fengum svo nýtt klósett bara á meðan ég var í vinnunni. Very shiny...er ekki frá því að setan sé örlítið skökk - verð ekki lengi að redda því!

mánudagur, febrúar 20, 2006

Klósettbaninn Smokey Joe.

Mér þykir afar vænt um klósettið mitt. Þar sem ég bý hverju sinni er klósettið eitt það mikilvægasta tæki á heimilinu. Ég er soldið anal þegar kemur að klósettinu mínu. Þoli ekki þegar eitthvað bilar. Eins og ég hef minnst á áður, þá er klósettsetan skökk, bremsuför upp um alla skál og það er líka bara óþægilegt að sitja á svoleiðis klósetti. Ég hef nú gert við ýmislegt í kringum og oní klósettinu, aðallega í hraunbænum, en sama sem ekkert þurft að gera við þetta hérna hjá okkur á middelfartvej.
Handy Andy tók þá til sinna mála og ætlaði nú aldeilis að laga þetta fyrir matarboðið sem við vorum með á laugardagskvöldið. Gæti ekki verið flókið. Var það heldur ekki. Handy Andy ekki lengi að redda málinu. Nokkur högg með hamrinum á vel valda staði setti setuna á sinn stað. Og svo eitt högg í viðbót til að vera viss....BAAAMMMMM! Handy Andy hefur verið sviptur titlinum og heitir nú klósettbaninn Smokey Joe.


Tár voru felld.

Svona leit það út fyrir matargesti okkar og svona lítur það ennþá út í dag. Það kemur einhver og kíkir á þetta á miðvikudaginn.

Annars er það líka að frétta að ég er búinn í eplaplúkkinu, í bili allavega, kláraði það á fimmtudagskvöldið og eigi síðar en daginn eftir var hringt í mig frá Temp-Team. Þar á bæ fannst þeim greinilega frábær hugmynd að senda mig í eitthvað fyrirtæki næstu 2 vikurnar. Mjög gott. Vinna er alltaf af hinu góða...eða nei, peningarnir sem að maður fær fyrir vinnu er alltaf af hinu góða. Mætti sem sagt þarna í morgum klukkan 7 en á að mæta framvegis klukkan 6 og vera til 14. Nema í næstu viku, þá á ég að mæta klukkan 14 og vera til 22:30.
Ég veit ekkert hvað ég er að gera þarna og ég veit ekkert hvað þetta fyrirtæki er þrátt fyrir að hafa eytt sjö klukkutímum þarna í dag. Eina sem ég veit er að það má hvergi reykja þarna. Ekki inni. Ekki í pásum. Ekki eftir mat. Ekki má maður einu sinni fara út og reykja! Svo byrjar dagurin á því að maður er strípaður niður á naríurnar, liggur við að maður sé sótthreinsaður, settur í hvítar buxur, hvítan bol, hvíta skyrtu og svarta klossa.....eftir svona 23 mín. var ég orðinn drulluskítugur við að handfjatla einhver efni sem að ég held að sé notað í mat. Herfileg lykt af öllu þarna líka!



Stjörnuspáin mín fyrir daginn byrjaði á þessari setningu: "Hegðaðu þér eins og þú myndir gera ef þú hefðir engu að tapa."
You just try and stop me!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Hells Angels.

Hef ekki séð einn einasta svoleiðis gaur hérna. Smá feginn og líka smá vonsvikinn. Þeir aka um á svo töff mótorhjólum, sjáiði til. Alveg eins og ég er stundum á í Grand Theft Auto - San Andreas, sem ég kláraði um daginn í fimmta skipti. Þar er ég flottastur. Mamma segir líka að ég sé kúl.

En þar sem að ég hef ekki ennþá séð þessa viðkunnalegu gaura hérna í Odense fór ég að velta fyrir mér hvort að þær væru bara yfir höfuð hérna. Þannig að ég spurðist fyrir um þá í eplaplúkkinu og það var horft á mig eins þarna sæti dópisti, geðsjúklingur, fjöldamorðingi og nauðgari - allt í sama pakkanum.

"Skuldarðu þeim pening?"

"Nei, nei. Var bara að spá af því að þegar ég bjó í Árósum sá ég þá næstum daglega."

"Það er ekki gott að skulda þeim pening."

Það er náttúrulega ekki hægt að halda uppi samræðum við gamlar kellingar! Þær byrja bara að tala um það sem þær halda að spurt hafi verið um. Koma sér svo kannski að efninu eftir svona 2 tíma. En ég var heppinn. Eftir einungis korters skvaldur um hitt og þetta sem er slæmt í heimum(ég var N.B. löngu dottinn út úr "the talking circle") þá kemur sem sagt í ljós að þeir eru nú með einhvað bæli hérna í Odense, sem ég átti náttúrulega að muna þar sem að Keli frændi sýndi mér það einhverntímann.
Önnur áhugaverð staðreynd kom líka í ljós. Fólkið hérna er bara fjandakornið ekkert hrætt við Hells Angels og það virðist bara ekki vera nein ástæða til að hræðast þá, nema að þú skuldir þeim pening náttúrulega. Ég fékk að heyra söguna af greyið stráknum sem skuldaði þeim smá pening, átti svo ekki til að borga þeim, varð svo hræddur að hann hoppaði fyrir lest.
Þriðja sem ég tók svo eftir í þessu skvaldri hjá þeim(og nú var ung stelpa kominn í "the talking circle"), var að fólk hérna er mun hræddara við aðra kynslóð innflytjenda en Hells Angels. Þetta er víst einhver hópur dýra sem ferðast og veiðir í hópum, tala ekki dönsku í neinum mæli, heimta að allir danir séu góðir við þá af því að þeir eigi líka rétt á vera hér en eru aftur á móti ekki góðir við neina dani. Maður hefur nú svo sem rekist á slíkar hjarðir hingað og þangað og ég verð nú að viðurkenna að þeir eru nú ekki beint að bjóða mann velkominn.
Upp reis mikill pirringur á kaffistofunni, sem var ágætt, pásan lengdist um einhverjar tíu mínútur. En þetta útlendinga hatur sem allir halda fram að sé hérna er sem sagt byggt á því að danir eru bara orðnir drulluþreyttir á því að ríkistjórnin sé alltaf að segja þeim að vera góðir við innflytjendur og sýna umburðalyndi, fá svo bara ekkert í staðinn nema fýlu, þjófnað, nauðganir, skemmdarverk og almenn leiðindi á móti.
Ég get alveg skilið það. Það er nú bara hægt að búast við svo og svo miklu umburðalyndi frá manneskjum. Einhvern tímann hljóta þau að gefast upp.
Ekki væri ég mjög hress ef að ég myndi bjóða my fellow man gistingu því hann gæti hvergi annað farið og svo gerði hann lítið annað en að borða allan matinn minn og pissa í sófann! Held að kallinn væri ekki hress með það.


Fólk hérna er líka hrætt um bílum þeirra sé stolið...

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ormar.


Fékk þessa æðislegu "get rich fast" hugmynd um daginn og það eina sem ég þarf er 100.000 ísl. kr. frá 10 manneskjum í starkostnað...peanuts!
Ástæðan fyrir því að ég þarf þennan pening er sú að ég hef orðið með miklum vonbrigðum varðandi birgðir. Ég ætlaði sko að fara að safna ormum úr eplunum sem að ég er pakka þessa dagana en mér til mikilla vonbrigða hef ég ekki séð einn einasta orm! Aftur á móti hef ég fengið að vera þess heiðurs aðnjótandi að handleika mikið af mygluðum eplum...mmmmm, svo mjúk...
Ég ætlaði nefnilega að safna nokkrum saman og láta þá svo fara í kapphlaup í kringum heiminn og láta fólk veðja á hver myndi vinna. Það kæmi svo í hlut hvers og eins að fylgjast með sínum ormi svo að ég myndi nú örugglega ekki þurfa að gera neitt. Spenna myndi líklega ná hámarki þegar þeir reyna að komast yfir göturnar í Tókíó...í kringum árið 2315.
Engu verður til sparað í promotion herferðina fyrir ræsingu og geri ég ráð fyrir að fá helstu stjörnur bollywood til leiks.


Vissuð þið að mikið af eplum á sama stað byrjar að framkalla einhverskonar skítalykt?
Sem minnir mig á annað vandamál. Klósettsetan hjá mér er skökk! Það leiðir til þess að skálinn er með bremsuför út um allt. Það virðist ekki gleðja Siggu jafn mikið og mig þar sem að hún var búinn að bursta niður mín helstu afrek síðustu daga þegar ég ætlaði að fara að taka mynd af þessu og sýna hér máli mínu til stuðnings.


Verðlaunin í ormakapphlaupinu mikla verða ekki af verri endannum!

mánudagur, febrúar 13, 2006

Fleiri epli.

Já já já já. Var í eplaplúkkinu í dag og það var sko ekki leiðinlegt. Eplin voru að ögra mér, hægri og vinstri, en aðalega beint fyrir framan mig. Upp í opið geðið á mér hlógu þau og gerðu grín. Sum ákváðu jafnvel að reyna að halda sér sem fastast í kantana á færibandinu til að þau kæmu ekki í kassan og ég þyrfti að færa mig til að losa þau. Eftir 3 klukkutíma af þeim leik ákvað ég að sýna hörku og hætta að ganga á eftir þeim. Í staðinn starði ég illilega á þau eplin sem reyndu halda sér fast. Öll gáfust þau upp nema eitt. Ég var ábyggilega búinn að stara á það í korter og það gafst ekki upp!
Þannig að ég snappaði, stökk á fætur og ÁT það!
Svo stóð ég yfir færibandinu og smjattaði hátt og slefaði öðru hverju til að sýna hinum hverju þau ættu von á ef að þeim myndi detta í hug að sýna mótþróa.
Klukkan 22:00 var mér orðið illt í maganum af eplaáti af því að epli eru heimsk og létu viðvaranir mínar um snöggan dauðdaga sem vind um eyru þjóta. Til að vera samkvæmur sjálfum mér át ég sem sagt öll eplin sem neituðu að koma í kassann. Nú er ég líka búinn að komast að því að ég fæ alveg heiftarlegan varaþurrk á að éta of mikið af eplum - held ég þurfi vökva í æð til að vinna á móti þessu helvíti.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Þorrablót.


Ég og Sigga vorum beðin um að aðstoða á þorrablóti íslendinga í Horsens um helgina.
Það var bara helvíti gaman. Fórum með átta öðrum héðan frá Odense um klukkan hálf sex og vorum kominn aftur einhverju 12 tímum síðar og ég þá í frekar annarlegu ástandi.
Það missti það nefnilega einhver út úr sér að við mættum nú alvega fá okkur einn og einn bjór....
Ég og strákur sem heitir Orri tókum þessu boði vel, mjög vel. Ásamt því að gera voða lítið annað en að standa inn í eldhúsi og éta afganga, kláruðum við ábyggilega heilann kassa okkar á milli og fullt af skotum.
Orri dó á leiðinni heim.
Ég hélt bara áfram að drekka og var duglegur að biðja um pissustopp, ásamt því að syngja og vera með almenn leiðindi.
En þetta var bara á heildina litið frekar gaman. Svo fékk ég líka hangiket og alvöru ora baunir, ekki skemmdi það fyrir. Smá hákarl, slátur og sviðasulta - allt var þetta guðdómlegt! Svo var svo mikill afgangur af plokkfisknum að við máttu taka smá með okkur ef við vildum. Ég tók ekki smá, ég tók mikið, sagðist vera að taka fyrir 2. Vissi samt alveg að Sigga borðar ekki plokkfisk....hehehe...ég er svoddann sníkí bastard.


I know no limits.

laugardagur, febrúar 11, 2006

"There´s no time to discriminate, hate every motherfocker that´s in your way."


"Þekkirðu Böbbí"
"Bubba?"
"Ég veit ekki hvernig það er borið fram", sagði einn í eplaplúkkinu.
"Já, kannast við kauða", gall í Gvendi. "Hann er svona Kim Larsen okkar íslendinga", hélt ég áfram.
"Nú, hann er svona góðhjartaður spaugari?"
"Jah, reyndar er hann gamall sjóari sem syngur mest um troða í taðgatið á 14 ára
stelpum undir Ingólfsfjalli, það er það sem okkur íslendingum líkar best við".

Ég er nefnilega búinn að komast að því að flestum dönum er svo nákvæmlega sama hvaðan maður kemur, þeir eru bara að búa til smáspjall. Þess vegna tel ég það mína skyldu að ljúga upp í opið geðið á þeim eins oft og ég get.
Hverjum er svosum ekki sama um ísland? Maður flytur ekki lengra en til danmerkur og þessir bjánar halda ennþá að ísland sé minna en danmörk, þeir halda ennþá að allir þekki alla þarna. Sumir halda því jafnvel fram að Reykjavík sé minnsta höfuðborg í heiminum. Ef að ég væri sendiherra myndi ég kannski leiðrétta hitt og þetta sem danir halda um ísland. Ef ég væri að fá jafn mikla peninga og sendiherra íslands í danmörku er að fá, myndi ég líklega reyna að leiðrétta hitt og þetta - eitthvað sem að honum hefur ekki tekist. Erum við einu sinni með sendiherra í danmörku? Veit það ekki. Hugsanlega vegna þessa að hann eða hún hefur lítið eða ekkert látið á sér bera! Hvað gera sendiherrar eiginlega? Ég skal alveg vera sendiherra og hætta að runka mér fyrir framan drottninguna.

"Þetta var allt miskilningur, herra hátign(sem er drottning), ég var að miða á dóttur yðar"

Og eitt enn:

Hvað er málið með að hommar mega ekki gifta sig og eignast(ættleiða) börn?

Ég ætla ekki að svara því fyrir ykkur kæri söfnuður.

EN! ef maður ætti að fleygja frá sér kuflinum og útskýra ekki neitt, þá myndi ég líklegast segja eitthvað svona;

Í þessu kristna samfélagi sem við þykjumst búa í eru mjög skýrar reglur.
Við meigum ekki hafa samfarir utan hjónabands(fyrirgefðu Guð).
Við meigum ekki sóa sæði okkar niður í klósettið(fyrirgefðu Guð).
Við meigum ekki fagna marki á móti andstæðingum okkar af því að í Liverpool eru eintómar kellingar(fyrirgefðu Guð).
Að hafa samfarir við sama kyn er synd.
Ég á nú nokkra vini sem eru hommar, nei, samkynhneigðir. Ábyggilega tvo, þekki fleiri(that´s totally beside the point).
Þeir, sem ég þekki, eru bara eintómur sómi við samfélagið!
En mér þykir það leitt, ég er skírður, fermdur, vonandi giftur Siggu. Get ekki samþykkt hjónabönd samkynhneigðra.
Skiptir s.s. ekki máli hvort að ég samþykki það eða ekki. Hvernig getið þið ætlast til að jafn rotin trú og kristni geti samþykkt þetta?
Segjum að þeir leyfi samkynhneigðum að giftast. Hvað svo? Jú ykkur langar í börn. Ykkur langar að stofna fjölskyldu. Hvað ætlið þið að segja börnum ykkar(ef þið fáið að ættleiða), þegar þau spyrja hvaðan þau komu? Eftir 20 ár mun ég standa í því að annað hvert barn er að koma upp að mér og spyrja hvort að ég sé pabbi þeirra!!!

"Ég sprautaði þér í klósettið, helvítið þitt, láttu mig í friði!".

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Veiðiferð.

Geri mig kláran á kajak niður fljótið,
kveiki í einni feitri, slæ af og heyri fliss,
þetta er kanína sem er chilla á grjóti,
grill´ana og stanga úr tönnum með löppum hennar.

Með bundið fyrir augun út í skóg,
skýt eftir hljóði, það er ekkert djók.
Fjandans, þar fór hundurinn,
ég skaut hann víst í kollinn.
Sker hann upp,
drekk blóðið upp úr polli.

Ég er konungur skógarins, með sveðja.
Sker ég hausinn af uglu, nota sem bolta.
Strengdi belju á milli greina fyrir mark.
Hana virðist vanta eitthvað, hugsanlega lappirnar,
skar þær af í gamni.

Ég nýt þessa ekki eins og fínnri köku
en ég er veiðimaður og verð að fá
svín á diskinn.

Þetta er lauslega þýddur partur úr einu lagi frá Malk De Koijn. Dönsk rapphljómsveit sem hefur orðið frægust fyrir það að vera hugsanlega eina rapphljómsveitin í heiminum sem nýtir ekki lögin sín í að upphefja sjálfa sig og syngja um hvað þeir séu flottir, þvert á móti.
Þeir eru alveg djöfulega fyndnir og mæli ég eindregið með þeim. Sérstaklega ef ykkur langar að rifja aðeins upp dönskuna en nennið ekki að hlusta á gömlu góðu snældurnar frá í grunnskóla. Malk De Koijn hafa einmitt fengið verðlaun fyrir að fara alveg sérstaklega vel með danska tungu(frá mér:D)

Jæja...svosum ekki mikið að frétta úr eplaplúkkinu. Fínt bara. Soldið óþægilegt hvað þessar miðaldra konur líta greinilega bara á mig sem kyntákn. Kviknar enn og aftur upp hugmyndin um að fara að strippa.

Mig dreymdi um dagin að ég og Sigga vorum í einhverskonar æfingabúðum, ég veit ekkert fyrir hvað eða til hvers. En þarna voru lagðar fyrir okkur ýmsar þrautir og gekk okkur ágætlega með þær bara. Ein þrautin fékk þó mesta athygli. Það var kveikt í einhverju húsi og það var keppni(mörg lið þarna sko) um hvaða lið væri fljótast að slökkva í því. Það reyndist ekki heldur vera mikið vandamál. Við Sigga vorum ekki lengi að slökkva þann eld. EN þegar eftirlitsmennirnir komu var ég sakaður um að hafa svindlað! Ég var samt ekki að svindla og Sigga tjúllaðist, sauð hreinlega úr eyrunum á henni á meðan ég gerði aftur á móti ekki neitt af því að einhvern veginn vissi ég að það væri ekki hægt að sanna fyrir þeim að ég hefði ekki svindlað.
Þess vegna spyr ég þig, Tinna(og engann annan), hvað þetta þýðir? Sterkast í draumnum var; eldur, glerbrot, reykur, smá blóð og svindl faktorinn.

Það er svo mikið um þessa múslíma og habbalabba hérna í fréttunum hjá okkur, allt að sjóða uppúr sko, að það var ekki einu sinni pláss fyrir íslendinginn sem var sendur í jailið í köben fyrir að runka sér fyrir framan einn vörð drottningarinnar. Synd. Ég sem var svo stoltur...


þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Eplin í baunalandinu.

En fyrst þetta: Steven Gerrard kýlir lítinn dreng eftir niðurlægingu!
Þessir Liverpool menn eru náttúrulega klikkaðir. Í bann með þá alla saman, segi ég!

Hvað um það, fékk vinnu í dag. Það er að segja, það var hringt í mig í dag og ég beðinn um að vinna á morgun og fimmtudag, frí á fös. og svo 4 daga í næstu viku. Ég á að fara að aðstoða gamla fólkið í að pakka eplum, eins og ég hef gert áður og sagt frá. Í þetta skiptið þarf ég ekki að mæta fyrr en 13:50 sem er bjútífúl og er búinn klukkan 22:00. Ég ætla að vona að ég komi til með að vinna með sama fólki og síðast. Pásufólkinu, algjör snilld. Svo má ég líka vera með Ipodinn í þessari vinnu. Fæ eitthvað um 102 dkr. á tímann fram til kl. 18 og svo 121 dkr. eftir það. Get ekki beðið!

...."get ekki beðið"...á þessum stað í lifinu er maður nú staddur. Get ekki beðið eftir að fara pakka eplum með gömlu fólki...*sigh*



Með þessu áframhaldi á
"stundum með atvinnu" ferli mínum, fer ég að hafa efni á lödu...sem geta alveg verið kúl bílar líka!

mánudagur, febrúar 06, 2006

The Rolling Stones

Superbowl sunday var í gær. Var reyndar í nótt....Superbowl monday night! Spennan í hámarki. Mitt lið var ekki að taka þátt en þá er bara að velja sér annað liðið til að búa til einhverja spennu. Ég hélt með Pittsburg Steelers og snakkskálin mín hélt með Seattle Seahawks. Kókglasið er meira fyrir borðtennis þannig að það einbeitti sér aðalega að því að láta gosið verða flatt á sem skemmstum tíma. Spennan var gasaleg.
Leikurinn var bara hin ágætasta skemmtun og snakkskálin tapaði. Kókglasinu tókst áætlunarverk sitt á undraverðum tíma enda held ég að það hafi skynjað hverju við félagarnir áttum von í hálfleik.
Halftime Show í Superbowl hefur yfirleytt verið mikið show! Mikið um flugelda, flottar hljómsveitir og feikileg læti eins og kananum er einum lagið.
The Rolling Stones stigu á sviðið og ég get bara ekki haldið kjafti um þessa hljómsveit. Að þeir séu ekki dauðir skil ég ekki! Þetta var hreinn og beinn viðbjóður að sjá þessar fígúrur, sem áttu ábyggilega einu sinni að líkjast manneskjum, á sviðinu. Sú staðreynd að mér líkar ekki tónlist þeirra kemur málinu ekkert við...
Spasstískar hreyfingar söngvarans á sviðinu líktust meira handahófskenndum dauðakippum frekar en eitthvað ákveðið "performance" og ég er nokkuð viss um að ég sá litlafingur gítarleikarans detta af, sjálfsagt af sökum holdsveiki. Trommuleikarinn var álíka líflegur og ég í góðri þynnku. Slögin hans virtust vera eingöngu byggð á undirmeðvitundinni þar sem það leit út fyrir að hann sjálfur hefði ekki hugmynd um hvað hann væri að gera þarna.
Ég féll á hné og bað til köngulóarvefsins upp í horni um að uppáhalds hljómsveitin mín muni hætta áður en þetta kemur fyrir þá. sad...sad...sad...



Rock on!

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Ég á húfu.

Mér fannst þið ættuð að vita það.

Ég fór nebblega á mánudaginn og ætlaði að skrá mig í leigubílstjóra-kúrsinn sem ég var að tala um.
Eftir að hafa hjólað 7 kílómetra í vitlausa átt ákvað ég að snúa við. Það er svona þegar maður er með Pearl Jam í botni í eyrunum þegar maður er að hjóla, ekkert alltof mikið að hugsa.
Skemmst frá því að segja að eftir að hafa sem sagt hjólað til baka og fundið staðinn, var búið að loka. 13 mín. of seinn. Hnetur.
Fór samt aftur daginn eftir til að skrá mig á þetta námskeið og það fyrsta sem ég var spurður að var hvort ég væri meðlimur A-kassa? Say what? Það veit ég ekki. Næst fékk ég að vita að, and I quote: "Þú getur prófað að hringja hérna um eftirmiðdaginn og athugað hvort að þær nenna yfir höfðu að tala við þig". Nú? Spurði ég þá.
Var mér þá sagt að þetta námskeið hefði verið búið til fyrir þá sem væru algjörlega atvinnulausir og gætu engann veginn framfleytt sér.
Frábært. Ég fékk sem sagt ekki einu sinni að sækja um af því að ég er búinn að vera fá þessi íhlaupastörf hjá Temp - Team. Frábært. Þú getur bara sjálf verið A-kassi!

Þannig að ég fór bara í það að búa til umsókn fyrir bar/veitingastað hérna sem að var að auglýsa eftir ótrúlega sprækri og hressri manneskju í fullt starf sem barþjónn/þjónn. Væri alveg til í prófa það þannig að ég sótti bara um. Fæ ábyggilega ekki svar fyrr en um næstu aldamót, miðað við hvað hlutirnir ganga hratt fyrir sig hérna. Ég sver það, allir danir eru á einhverjum róhypnol - rítalín kokteil hérna!

Næ til að mynda engum kontakt við þá á TV2! Það er víst "svo mikið að gera" hjá þeim....makes you think. Ef að það er svona mikið að gera hjá þeim, væru þeir ekki búnir að hafa samband við kallinn og biðja um hjálp? Held það. Þannig að ég er opinberlega búinn að leggja þennan draum á hilluna...í bili allavega. (fokking kveiki í þessu pleisi)

En á gleðilegri nótum þá fékk hún Sigga mín fast vinnu. Byrjar í mars og er ægilega happy. Gaman að því!


Spurning hvað maður bíður lengi eftir svari frá TV2...núna eru komnir 4 mánuðir.