laugardagur, október 28, 2006

Thad er grasker á front deskinu mínu.

Thad er búid ad skera "GRAND" út í graskerid. Mér finnst thad skondid, thar sem ad mér finnst bara nákvæmlega ekkert "grand" vid thetta hótel. Laumadist inn í stærstu svítuna sem er í bodi hérna um daginn og mér finnst hún ekki upp á marga fiska. Thetta hótel er náttúrulega búid ad vera starfrækt í hundrad og sjö ár en thad er kannski ótharfi ad thad líti thannig út líka!?

Englahelvítin eru hérna ennthá. Thad voru nú ekki mikil læti í theim í gær fyrir utan tvo kannski sem voru búnir ad taka adeins of mikid af spítti;

Hells Angels:
"Hey mate! How are you doing? Great? Good, that´s great! Is there anything famous in Odense? Anything to look at? Can you call us a taxi? We are going down town. Where is down town? Are we down town now? You got a map? What time is it?"(án thess ad draga andann)

GMG:
"Well, we have the H. C. Andersen house."

Their gláptu á mig eins og gúbbifiskar sem höfdu gleymt hvernig ætti ad anda.

GMG:
"He was a writer."
HA:
"We know all about that! Where is our taxi?"
GMG:
"Do you want to go down town?"
HA:
"Yeahyeahyeah!"
GMG:
"You are down town."
HA:
"That´s great, mate! Exellent! We´ll see you later, mate!"

Ég hef ekki séd thá sídan.

Hinir voru bara sallarólegir, fóru í gufu og slöppudu bara af og almennt mjög kurteisir, thessir annars helvítis glæpamenn.

Í nótt er skipt yfir í vetrartímann hérna og ég fæ thad skemmtilega hlutverk ad stilla ALLAR klukkurnar á hótelinu(og thær eru margar) einn klukkutíma aftur. Eins og thad sé ekki nógu mikid bögg thá var ég ad komast ad thví ad thetta thýdir ad vaktin mín lengist um einn klukkutíma OG ég fæ ekkert aukalega fyrir thad!!

Luca sagdi ad úrid mitt væri mjög "matcho"...

föstudagur, október 27, 2006

Er í spreng!

Svo spenntur ad thad er varla hægt ad lýsa thví!

Var ad mæta í vinnuna og thad fyrsta sem ég fæ ad vita er ad vid erum med 7 Hells Angels gaura búandi á hótelinu! Svo er ítalski yfirthjónninn, Luca, farinn ad sýna úrinu mínu óedlilega mikinn áhuga. He´s weird. Mér tókst bara ad sofa ca. 4 tíma í dag, var of upptekinn vid ad taka myndir af laufblödum, thannig ad ég er eiturhress alveg.

Býst sterklega vid eldi og brennisteinum og ég verd hálfsvekktur ef ad their fórna ekki eins og einni geit eda svo...


..af öllum dögum til ad gleyma ad taka myndavélina med í vinnuna!

Less artsy, more fartsy.



fimmtudagur, október 26, 2006

Hlutir sem deyja í stofunni minni:

Köngulær.
Blóm.
DVD spilarinn.
Kerti.
Málning.
Sokkar.
Almenn skynsemi.


Skil ekki hvernig flugur fara að því að fjölga sér miðað við tímann sem þær eyða í að bögga mig.

miðvikudagur, október 25, 2006

I'm Ron Burgundy?

Fyrst langar mig að segja; takk, Hemmi. Fékk diskinn í dag. Póstdruslan var búinn að brjóta hulstrið - eitthvað sem ég á sjálfsagt ekki eftir að fyrirgefa í náinni framtíð.

Svo langar mig að segja; Brói, Hemmi, Geiri, Addi og allir sem halda með Liverpool - IN YOUR FACE!!! Ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan á sunnudag en alltaf þegar ég fer að blogga, fer ég að hugsa um eitthvað annað....hey, vá, kaffið í botninum á bollanum er farið að líkjast David Letterman! Ekki langsótt það, bölvaður korgur sá kjaftaskur.

Upptekinn af sjálfum mér? Ekkert svo...

SPRON er bankinn minn og mér hefur líkað allt við hann og þá þjónustu sem ég fæ þar en er samt alvarlega að hugsa um að hætta viðskiptum við þá. Las nefnilega á mbl.is að þar er ekki nógu mikið jafnrétti í gangi:

"Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs var afhent 15. sinni á Grand Hóteli(ég varð ekki var við neitt) í dag og var það Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, sem hlaut hana í ár." ... "Þar sé starfandi jafnréttisnefnd sem sjái um að framfylgja áætluninni og hlutfall kvenstjórnenda 21 kona af 40 stjórnendum."

Ég hef nú aldrei verið mikið(eða vel) gefinn fyrir stærðfræði en mér finnst vera brotið allsvakalega á jafnræði kynjanna á þessum vinnustað! Veit ekki hvor ég get sætt mig við þetta mikið lengur!
Og ekki nóg með það, þá er einhver hópur kominn með sína eigin viku. Heila VIKU!:

"Femínistavikan hófst í dag með því að Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínistafélagsins sendi frá sér tvær áskoranir, annars vegar voru atvinnurekendur hvattir til að leiðrétta launamun kynjanna og hins vegar voru stjórnmálaflokkar hvattir til að grípa til aðgerða til fjölga konum á þingi."

Það má ekki skilja ykkur eftir í rúmlega ár, það er bara allt farið fjandans til! Worry not my brothers. Ég er að koma. Mikið rétt, ég er að flytja heim á klakann ásamt spúsu. Áætluð heimkoma er um miðjan febrúar!
Á næstu dögum, mánuðum, árum, ætla ég að setja saman hóp og eignast mína eigin viku. Hvað ætlum við að gera? Jú, við ætlum að sjá til þess að fólkið sem er hvað hæfast til að vera á þingi sé einmitt á þingi. Við ætlum að koma í veg fyrir að konum sé bara hrúgað inn á þing bara til að vera þar, til að gæta jafnréttis. Það gengur ekki.


I think I´m on to something...

þriðjudagur, október 24, 2006

Ja sei, sei.

Thad er greinilega ekki fyndid ad vera karlremba lengur...who knew? Ef madur fer ad grínast med ad thær eigi ekki ad keyra og svoleidis er madur bara hunsadur. Ég man nú thá gömlu gódu daga thegar manni tókst varla ad klára setningu ádur en madur var kominn med fimm kærur fyrir kynferdislega áreitni og ég veit ekki hvad og hvad...good times.
Ætli thær séu ekki svona djúpt hugsi yfir thessari endalausu jafnréttisbaráttu og ég segi "endalausu" viljandi. Thetta á aldrei eftir ad enda og ég skal segja ykkur af hverju. Thid ættud kannski ad ná ykkur í blad og blýant.

Karlar og konur eru ekki eins! Shocking, isn´t it?

Veit ekki hvort ég á ad fara eitthvad nánar út í thetta eda bara bjódast strax til ad standa hálfnakinn á Lækjartorgi thann 24.12.06 og bjóda raudsokkum ad koma og grýta mig med úldnum tómötum, sveifla í mig poka fullan af appelsínum og raka mig á undarlegustu stödum...thær hættu hvort ed er ad lesa thegar thær voru búnar med helminginn af ordinu "karlemba".

Og mér finnst bara alveg jafn líklegt ad bókin; Hann var kalladur thetta, sé skáldsaga. HAH! Thar hafid thid thad!

föstudagur, október 20, 2006

Klikkaðar kellingar?

Er alveg verið að gera útaf við konur þarna á klakanum? Svo stressaðar og niðurníddar að þær geta ekki leyst einföld mál með orðaskiptum?

mbl.is greindi frá þessu:

"Lögreglan í Kópavogi hefur tekið til rannsóknar tildrög þess að átök brutust út í kjölfar deilna fólks um bifreiðastæði við Bónusverslunina við Smáratorg í Kópavogi á miðvikudag. Þar deildu konur um það hver ætti tilkall til ákveðins bifreiðastæðis og lauk því með handalögmálum og aðkomu lögreglumanna. Hlutust af þessu einhverjir áverkar, sem voru þó ekki alvarlegir samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kópavogi."


Er kannski bara einföld lausn að taka af þeim bílprófið?

miðvikudagur, október 18, 2006

Þá er það bara spurningin...

Hver er flottastur!? :D


sunnudagur, október 15, 2006

Crazy diskó!

Mig dreymdi í nótt, eda thad sem flest ykkar kalla; dag, ad ég væri í vinnunni. Ekki nóg med thad heldur var ég med gleraugu og thar sem ad madur sér yfirleytt alltaf sjálfan sig draumum thá verd ég nú bara ad vidurkenna ad ég var bara smoking hot med thessi gleraugu.
En ég er s.s. tharna í vinnunni(eins og ég er akkúrat núna, skemmtilegt nok) og thad eru einhverjir gestir tharna á vappi. Allt í einu kemur einn gestur, kona, og labbar upp ad front deskinu. Sá aldrei hvadan hún kom en hefdi samt átt ad sjá hana koma. Hún var nefnilega í einhverju svadalegasta diskódressi sem ad ég hef séd á ævinni!
Hún er í mjög gódu skapi og nær ad koma upp úr sér einu ordi ádur en hún flýgur hreinlega á hausinn. Ég byrja náttúrulega ad hlægja en thad eydileggur sko ekki góda skapid hennar.
Hún var ekki full.
Thegar hún er ad labba í burtu flýgur hún aftur á hausinn og aftur og aftur og ég er virkilega ad grenja úr hlátri thó ad hinir gestirnir virdist ekki kippa sér mikid upp vid thetta. Ekki veit ég af hverju en henni fannst greinilega thörf fyrir ad sýna hvad hún væri lipur og hoppar upp á bord. Thad gengur ekki betur en svo ad hún rennur út á endann á bordinu, thad byrjar ad halla og hún dettur nidur...bordinu hvolfdi svo yfir hana med öllu tilheyrandi.
Tharna var ég kominn í svo mikinn hláturskrampa ad ég vakna og get ekki hætt ad hlægja, Siggu til mikillar gledi...hún færdi sig fram í sófa.

Thegar ég sofna aftur fór mig ad dreyma aftur. Nú var ég ad fylgjast med gömlum kínverskum kalli. Hann var ad flýgja eitthvad. Vissi ekki hvad thad var en vissi ad thad var eitthvad hrædilegt og ég vissi thad líka.
Til ad byrja med gekk honum bara nokkud vel ad halda sig frá "thessu" en undir lokinn var kallinn kominn í klípu og ég vard svo skítlogandi hræddur ad ég byrja ad sparka út í loftid.
Vakna hálfur út úr rúminu og bara heppinn ad vera ekki búinn ad flækja lappirnar á mér fyrir aftan haus.

föstudagur, október 13, 2006

Natpotter!

Thad er thad sem vid erum kalladir, sem vinnum á næturvakt. Gef nú ekki mikid fyrir thad eeeen ég fæ ad borda hérna, thannig ad mín vegna mega thau kalla mig jólasveininn. Kokkarnir taka alltaf frá smá af matnum sem var í bodi um kvöldid, alltaf einhverjar ógurlegar kræsingar. Svo ef ég er í studi fæ ég mér ís í eftirmat.

Ég tharf ad skrifa mikid af tölum hérna á næturnar. Ekki beint madurinn sem kvartar undan thví EN ég er búinn ad komast ad frekar skemmtilegum sjúkdóm sem ég er med. Thad er ekki nokkur leid ad ég geti skrifad sömu töluna 3svar í röd! 222 kemur t.d. alltaf til med ad líta út eins og 22 og svo eins og einhver hafi kramid geitung thar á eftir. Helvíti magnad, finnst mér.

Klukkan er 02:47. Thad er rosalega skrýtid bragd af sumum pennunum hérna.

Fór á djammid um daginn. Vid settumst inn á bar sem heitir Heidis(Hædís) beer bar. Tharna er reynt ad skapa thýska stemningu og farid alveg alla leid. Barthjónarnir eru látnir ganga í svona ekta klisju - thýsku - mjólka beljur - sveita - gamladags fötum. Svo er ödru hverju spilad eitthvad thýskt bjórdrykkjulag svona rétt til ad koma lidinu í gírinn. En thad er nú bara fyndid. Thad sem er ekki fyndid er leikur sem hægt er ad fara í á barnum. Thú getur keypt 6 nagla(segjum bara ad vid höfum verid 6) og svo er farid ad trjábút og keppst vid ad negla naglann nidur, eitt högg í einu. Sá sem er sídastur til ad takast thetta tharf ad gefa bjór á línuna.

Klukkan er 03:12. Blýantarnir er ekkert mikid skárri.

Allt saman afar skemmtileg hugmynd, eda hvad? NEI! Ég tapadi ekki, eda neitt svoleidis. Ég kemst bara ekki yfir thad ad einhverjum skuli hafa dottid thad í hug ad láta fulla vitleysingja hafa hamar og nagla, á bar/skemmtistad!?! Madur er tharna í rólegheitunum ad sötra bjórinn sinn og thad eru naglar fljúgandi hægri og vinstri!


Fer samt ábyggilega einhvern tímann aftur thangad...

þriðjudagur, október 10, 2006

Grand nótt!

Er á næturvakt...búinn ad læra mikid í nótt! Viljidi bara sjá:

á í ú ó ý é

Sko minns! Alltaf ad læra! Ofbodslega gefandi ad vera á næturvöktum thegar madur er búinn med allt sem madur átti ad gera eftir klukkutíma...

Annars koma madur hérna upp ad front deskinu ádan og spurdi hvort ad ég vissi um einhverjar escort girls í bænum.

"I´m sorry?"

"Escort Girls, do you have any numbers I can call?"

Ég skodadi manninn adeins nánar, leit út fyrir ad vera veraldarvanur.

"Here in Odense?"(nei hann var ábyggilega ad spyrja um afganistan(retard))

"Yes"

"I eh don´t uh..."

"There is no need for the red face."

"I´m not, its just that I´ve never used them myself and..."

Og nú er hann kominn í vont skap.

"I don´t care if you´ve used them or not, I´m not a guest here and I´m not the police."

"I was just trying to explain that I have never heard of call girls or escort girls here in Odense. We don´t even have a strip bar. I have walked passt some windows with red lights but..."

Kallinn ordinn frekar pirradur á vanthekkingu minni hvad vardar hórur.

"I´m sure you have. Are you from Kroatia?"

"No"

"Where are you from?"

"Iceland, where are you from?"

"That´s none of your buisness. Where is the next hotel?"

Sagdi honum thad og hann fór...ég hljóp inn á klósett og leit í spegill - ég var ekkert raudur í framan!


Do I look like a pimp?

Ramadan.

Ramadan er eitthvað fyrirbæri sem að bannar múslimum að borða frá sólarupprás til sólarlags í 40 daga. Ekki veit ég til hvers. Kannski halda þeir að Muhammed refsi þeim all svakalega ef þeir njóta lífsins. Skiptir ekki beint máli, þeirra mál. En það getur verið ástæðan fyrir því að þeir sökka í fótbolta. Við íslendingaliðið hérna í Odense vorum að keppa við múslimalið í fótbolta. Skemst frá því að segja að við unnum þá 10 - 2! Yours truly setti eitt svaðalegt mark, rétt kominn yfir miðju og hamraði tuðrunni í þverslánna - það var gaman. Þetta var fyrir 2 vikum.
Síðasta laugardag vorum við á útivelli á móti liðinu sem er efst í deildinni og við töpuðum 2 - 0. Ekki jafn gaman. En ég skemmti mér samt ágætlega. Eftir leikina eru skrifaðir pistlar og ég ætla aðeins að monta mig með því að birta hér smá bút úr leiknum sem við töpuðum á lau.:

"Ekki tókst þó að setja næga pressu til að skora þrátt fyrir að á kafla hefðum við verið tveimur fleiri eftir að Gústi varð fyrir líkamsárás sem var þó einungis refsað með gulu. Gummi lét þó ekki sitt eftir liggja og óð útum allann völl og tæklaði bæði samherja og andstæðinga við mikinn fögnuð áhorfenda sem gerðu bylgju í hvert skipti sem Gummi tæklaði. Barst okkur tilboð í Gumma eftir leikinn en því var hafnað. Gummi var síðan valinn maður leiksins að honum loknum. Í síðari hálfleik tók að rigna mikið og virtist það gera okkur erfitt fyrir að nýta liðsmuninn og tókst ekki að skapa nein stórhættuleg færi utan að Oddur náði að klafsa sig í eitt eða tvö."

Ég er nú ekkert sérstaklega cocky maður en ÉG RÚLA! :D


Think about it...

sunnudagur, október 08, 2006

The times, they are a changing.

Það er allt að fara til andskotans. Svartur sunnudagur hérna í gangi. Var að horfa á mikinn reyk koma aftan úr rauðum bíl þegar 16 og hálfur hringur var eftir. "Þetta er Schumacher. Schumacher er fallinn úr keppni!" Öskruðu þulirnir og ég bölvaði öllum heiminum í sand og ösku. Alonso var í öðru sæti en færðist náttúrulega upp í fyrsta, hélt þeirri stöðu og vann(síðhærða spænska fífl). Stigakeppnin var æsispennandi og hefði Schumacher unnið og Alonso í öðru hérna í dag(eða öfugt) hefði lokakeppnin verið óbærilega spennandi. Nú þarf Schumacher að vinna og Alonsa má ekki fá neitt stig sem er svo stjarnfræðilega ólíklegt að það eh...öh...það er ólíklegt bara.
Og svo er hann bara hættur! Schumacher er bara hættur eftir næstu keppni. Eins og það sé ekki nógu slæmt, þá er Ferrari búið að ráða Kimi til liðsins í staðinn! Þetta er hræðilegt. Ég er búinn að eyða góðum 2 eða 3 árum í að hata Kimi og nú þarf ég allt í einu að fara að halda með honum af því að hann er kominn í liðið mitt. Þetta er hræðilegt.
Þetta er eins og að ef Manchester United hefðu keypt Fowler eða Liverpool keypt Keane!

En ég á samt nafnskilti:


Ekki spyrja mig af hverju júmbó er þarna.

Og svo má til gamans sýna þetta líka:

Þá:


Núna:


Erum við ekki dugleg?

fimmtudagur, október 05, 2006

ÅÜÏÖÿØÄ

tHETTA ER NU LJOTA VITLEYSAN! eR I VINNUNNI AKKURAT NUNA, NÆTURVAKT A gRAND hOTEL OG DATT I HUG AD EYDA SVONA EINS OG KORTERI I AD SKRIFA EINVHERJA VITLEYSU HERNA(og svo litur madur upp a skjainn og fattar ad madur er med caps lock a) og tha er bara enga islenska stafi ad finna nema kannski Æ og svo get eg, med thvi ad yta a 3 takka i einu gert ö.

Ætladi annars bara ad lysa thvi adeins fyrir ykkur hvad eg er ad gera herna a nottunni en eg bara læt ekki bjoda mer thetta rugl...


..hvad ætli lidi langur timi thangad til thau komast ad thvi ad eg veit ekkert hvad eg er ad gera, hvad tha hvad eg a ad vera ad gera...