þriðjudagur, júní 27, 2006

Mjamm, jamm.

Þá er Hróarskelduhátíðin handan við hornið. Ég búinn að vera arfaslakur við bloggið undanfarna daga og það verður lítil breyting á því. Gestagangur ku vera helsta skýringin á færsluleysi. Reikna ekki með því að blogga mikið á meðan maður er á Hróarskeldunni. Reikna eiginlega með því að blogga bara ekki neitt! En ætli það komi ekki greinargóð skýrsla um þetta allt saman þegar maður kemur heim aftur. Geri sterklega ráð fyrir því. Svona þegar maður er búinn að endurheimta sæmilega mikið af svefni.
Þangað til...


..reynum að bremsa tímanlega.

miðvikudagur, júní 21, 2006

1 2 3, testing....

Ég held ég viti hver ég er. Ég er enginn. Ég er stórt feitt núll. Ég er reyndar frekar lítið mjótt núll. Svo lítið að ég sést ekki einu sinni.
Ég er ekki í neinni tilvistarkrísu eða neitt svoleiðis. Ég komst að þessu þegar ég var í vinnunni um daginn. Var að labba í átt að sjálfvirkri hurð sem er með nema. Þessi nemi, nemur venjulegt fólk og segir hurðinni að opnast. Þegar ég kom askvaðandi eins og hver önnur manneskja, að ég hélt, nam neminn mig ekki og ég labba face first inn í hurðina. Þvílíkt og annað eins diss hefur sjaldan sést. Ég náði loksins að fá nemann til að samþykkja mig sem manneskju með því að fá spassakast fyrir framann hann, sveiflandi limum eins og Ágústa Johnson á morgnana.
Hitt er að bloggið mitt virðist vera horfið, ég sé allavegana ekki rassgat, þannig að eins og áður sagði: 1 2 3, testing!!!!!!!


Eddie alltaf svalur.

Hvað eru svo mörg ég í því?

föstudagur, júní 16, 2006

Fimleika Gummi, strikes again!

Yep. Ég er all svakalega fimur og fær. Kann sérstaklega vel við rör í gróðurhúsum, snúrur og lyftur svo fátt eitt sé nefnt. Kom náttúrulega að því að ég myndi sýna það og sanna almennilega í þessari vinnu sem ég er í núna.
Var að taka súrefniskút af rúmi hjá einum sjúklingnum sem ég var búinn að parkera, snilldarlega I might add. Þetta var seint um kvöld, flest allir sofnaðir á deildinni. Þetta er eitthvað sem að maður gerir hundrað sinnum á dag og það er einmitt í hundraðast skiptið sem að maður verður kærulaus. Kannski var ég líka bara þreyttur eftir erfiðan dag, hver veit. Ég tek sem sagt kútinn af rúmgaflinum, set hann niður á gólfið, dreg hann út úr herberginu, út á gang og geri mig líklegann til að skrúfa fyrir tækið. Nema hvað. Aðdráttarafl jarðar var eitthvað á móti mér eins og flesta aðra daga.
Kúturinn þrykkist í gólfið, hausinn brotnar af með tilheyrandi brothljóðum sem voru snögglega kæfð með skerandi háu hvissi úr kútnum.
Þarna stóð ég gjörsamlega frosinn yfir súrefniskút sem vildi ekki hætta að vera með hávaða(erfitt að lýsa hávaðanum sem kemur út úr þessu en held að "sjúklegur" sé nærri lagi) hversu mikið sem ég starði á hann. Sjúklingar æpandi fyrir aftan mig, hjúkkur hlaupandi í áttina að mér en færðu sig mjög fljótlega aftur vegna þess að þær eru skíthræddar við súrefniskúta og með réttu. Þessi fyrirbæri eiga það nefnilega til að springa við minnsta tilefni.
Eftir tilgangslausa störukeppni við kútinn tók ég mig saman í andlitinu, lagðist á hann og skrúfaði fyrir með erfiðleikum þar sem að draslið var hálf brotið. En það tókst. Dauðaþögn. Gapandi andlitin, sem beindust aðallega að mér, heimtuðu skýringu á þessum djöfulsins hávaða og fíflagangi. I had none. Gekk frá dótinu, útskýrði rólega fyrir þeim að þetta væri greinilega ónýtt og ég væri farinn.
Fór niður, kveikti mér í og gerði mér hægt og rólega, með hjálp samstarfsmanna minna, grein fyrir því hvað ég var nálægt því að drepa mig.
Gaman.



Þau voru misjafnlega gáfuleg andlitin sem gláptu á mig...

fimmtudagur, júní 15, 2006

"Ísbjarnaát ísbjarna valda vísindamönnum áhyggjur."

Og með réttu. Þetta er náttúrulega hrikalegt mál. Held að það sé spurning um að setja Sigríði Önnu Þórðardóttur í málið. Hún fær hjólin til að snúast, klárar dæmið. Við skulum standa upp og klappa svolítið fyrir henni og ég er ekki að grínast! Henni tókst að friðlýsa kúluskít sem finnst meðal annars í Kringluvatni!! KLAPP, KLAPP!
Ætli svona manneskjur komi heim til sín eftir vinnu og séu ánægðar með það sem þeim tókst að "afreka" um daginn? KÚLUSKÍTUR?!?!?!!

Held ég sé smá pirraður. Síðan á laugardaginn er ég búinn að horfa á 3 fótboltaleiki á dag og svo allt í einu í gær þurfti ég að fara í vinnuna og þá voru skitnar 40 mín. allt sem ég sá af fótbolta yfir heilan dag. Að hætta svona cold turkey er bara ekki hollt.
Stóð sjálfan mig að því um hálfsex leytið í gær að hugsa alvarlega um að taka matinn minn og henda í manneskjuna sem sat á móti mér...ooooohhhhh hvað mig langaði, langaði eins og íbjörn í annann.

"Nánar er fjallað um störf Sigríðar Önnu sem umhverfisráðherra í Morgunblaðinu í dag, en hún lætur af starfi umhverfisráðherra í dag."
Mig langar að segja að hún hafi verið rekin, ég ætla rétt að vona að hún hafi verið rekinn.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Suður Kórea - Togo

Var að horfa á leik Suður Kóreu og Tógó. Hvað í fjandanum er Tógó? Þetta getur ekki ekki staðist. Hlýtur að vera eitthvað sick joke hjá FIFA að hleypa þeim á HM. Ekki það að S - Kórea hafi verið eitthvað betri. Rétt náðu að merja sigur. Afspyrnu leiðinlegur leikur.
Ekki bætir það geðheilsuna að það er 30 stiga hiti hérna úti og ég þori ekki út. Brendur í framan og fleir stöðum. Sit í staðinn inni í svitabaði með tvo carlsberg undir handarkrikunum og þriðja í klofinu.
Þrumuveðri spáð á morgun en samt 17 gráðu hiti og svo á hitinn bara að stíga aftur. *sviti**slef**sviti**sopi**slef*

Nú er bara að vona að Frakka taki sig til og sýni mér almennilegan fótbolt. Mér finnst ég eiga það skilið! Alveg búinn að gera fullt í dag.




Eða þá ég er að hugsa um einhvern annann...

mánudagur, júní 12, 2006

Heidis Beer Bar.

HM er komið, sólin er kominn og eh...bjórinn hefur nú reyndar alltaf verið hérna.



Við Sigga fórum í grill fest á föstudaginn með nokkrum dönskum félögum okkar. Siggu leiðist þau og skemmti sér eftir því. Ég skemmti mér vel en alls ekki fallega. Enduðum kvöldið á að fara niður í bæ á Heidis Beer Bar sem er svolítið skondinn staður. Eitthvað að reyna að vera þýskir. Klæða þjónustustúlkurnar upp í svaðaleg dress og reyna að skapa stemmningu. Löggan gerði "raid" á pleisið á meðan við vorum þarna. Einhver hefur skvílað á okkur þar sem við vorum búin að ákveða að stela glösum(sjá mynd), wich we did anyway.
Núna er ég bara sólbrunninn en ég á allavega gott glas til að sötra úr á meðan ég horfi á óheilbrigt mikið magn af fótbolta.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Nr. 47


Ó mæ god! Ég var að fá Hitman 4 - Blood money!

Verðum í bandi einhvern tímann seint í ágúst!

Bless.











laugardagur, júní 03, 2006

Það er fokking fucked up að vinna á spítala!

Alveg getur maður orðið steiktur í hausnum á að upplifa svona mikinn ógeð á svo stuttum tíma.
Í gær kom maður inn á bráðamóttökuna sem hafði lent undir flutningabíl. Og við erum að tala um að hann lenti UNDIR bílnum, var svipað þunnur og umslag.
Ég sá hann sem betur fer ekki, var bara sagt þetta. En ég sá lík, eins og svo oft áður, og fór að hugsa um dauðann.
Svo sá ég fallegasta kraftaverk lífsins, nýfætt barn, og fór að hugsa um dauðann. Eftir því sem ég hugsaði meira um dauðann varð ég meira og meira afslappaður. Eftir allt, þá kemur að því að manni verður trillað niður í frystinn. Eina sem maður getur vonað er að það gerist á skikkanlegum tíma hjá manni...

Mikið blóð á veggjunum hjá mér í gær. Var á tímabili að hugsa um að finna lækninn sem var að vinna þarna inni og spyrja hvort að hann héldi að mér þætti gaman að þrífa blóðslettur af veggjum. Taka svo tuskuna og troða henni framan í hann. Það er vond lykt af blóði.
Stundum held ég að ég væri betur settur á Macdonalds.

Mig langar í hund.

Blómin okkar eru að deyja.