föstudagur, mars 31, 2006

Odense Universitet Hospital.

Reykingar eru víst hættulegar. Það hefur maður alla vega verið að heyra undanfarin ár. Ríkisstjórnir flestra landa ætla sér að banna þetta af því þær hafa greinilega frétt einhverstaðar frá að reykingar væru óhollar og hreinlega hættulegar heilsu fólks - á þessu verður að taka sem fyrst og ærin ástæða til þar sem að þetta er stórhættulegt!
Ríkisstjórnirnar ætla heldur ekki að leyfa fólki að velja hvort það fer að skemmtistaði, kaffihús, veitingastaði ofl. þar sem að fólk vill reykja. Burtu með allan reyk! Þú getur bara verið heima hjá þér, inní herbergi, undir teppi og reykt þar ef þú endilega þarft.
Mér finnst svolítið verið að troða á valfrelsi einstaklingsins hérna. Skilaboðin, fyrir mér, hljóma eins og þú megir í rauninni ekki gera það sem er hættulegt eða óhollt fyrir sjálfan þig. Gott og vel. Ef það er raunin, hvað þá með þetta:


Þetta lítur ekki beint út fyrir að vera hollt eða öruggt. Banna þetta!
Ef fólk fer yfir kjörþyngd, banna því að borða. Offita er jú ekki holl.
Fallhlífarstökk - Banna það! Engan veginn öruggt að helvítið opnist og það er ekki eins og þessi hjálmur sé að fara að redda þér ef hlífin opnast ekki.
Lækkum í allri tónlist á öllum tónleikum af því að það er vitað mál að db. fara yfir 80 og allt yfir 80 er skaðlegt fyrir heyrnina þína sem gæti gert það að verkum að næst þegar þú sest upp í bílinn þinn gætir þú ekki heyrt í sjúkrabílnum sem myndi plammera inn í hliðina á þér, drepa þig og þá þrjá sem voru í sjúkrabílnum og hugsanlega líka farþegann þinn sem heyrði í sjúkrabílnum en þú heyrðir bara ekki í honum þegar hann var að vara þig við!!
Svona gæti ég haldið áfram lengi en ætla ekki að gera.
Ég er hlynntur því að fólk geti valið. Ef þú reykir ekki finnst mér ekkert sjálfsagðara en að þú getir valið um að fara á skemmtistað, kaffihús, veitingastað ofl. þar sem reykingar eru bannaðar. Mér finnst líka að þeir sem vilja reyk ættu að geta farið þangað sem reykingar eru leyfðar.
Ef reykingar verða bannaðar og með öllu óheimilaðar allstaðar fer ég fram á að feitt fólk láti sig hverfa. Það dirfist enginn að segja mér að offita sé sjúkdómur eftir að hafa horft á föður minn fara úr rúmlega 120 kílóum niður í 73 á innan við ári. Þetta gerði hann einfaldlega með því að athuga hvað hann væri að borða, laga það aðeins og byrjaði að hreyfa sig. HAH!

Úr einu í annað...

Ég er kominn með vinnu næstu fimm mánuðina, svo framarlega að ég verði ekki rekinn. Odense Universitet Hospital var svo rausnarlegur að leyfa mér að spreyta mig sem service assistance. Svona til að byrja með ætla ég að svara því sem flest ykkar eru ábyggilega að hugsa núna: Nei, ég er ekki að tæma hlandkoppa hjá sjúklingum.
Á þeirri deild sem ég kem til með að vera á, sem er lýtalækningaskurðdeildin eða eitthvað svoleiðis(það er ekki hægt að ætlast til að maður kunni svona flókin orð á úglensku), snýst þetta mikið um þrif. Þegar það er búið að skera upp, krukka aðeins í sjúklingunum og henda þeim út, tek ég til starfa við að þrífa blóðsletturnar og solleiðis. Svo snýst þetta mikið um að keyra sjúklinga til og frá deilda, í eða úr röntgen, skjótast með blóðprufur niður í greiningu. Um daginn dó sjúklingur og því var að hluta til kennt um að blóðið hefði ekki komist nógu hratt í greiningu. Þannig að það er smá pressa, stundum. Svo má maður líka gera ráð fyrir því að þurfa hnoða hjarta í þeim sem nenna ekki að lifa lengur ef að læknirinn fer fram á það. Ég byrjaði á miðvikudaginn og kem náttúrlega bara til með að fylgja öðrum og reyndari, til að læra. Fyrsta daginn vorum við kölluð inn í 2 aðgerðir. Það þurfti hjálp við að snúa gaurunum sem verið var að krukka í. Flutti eitt lík niður í líkhúsið eða frystirinn eins og þau kalla það. Prófaði að keyra sjúkrarúm, sem er bara ekkert eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera, ofl..
Það er svolítið erfitt að útskýra þetta starf í fáum orðum en það má alltaf reyna: Ef það vantar hjálp, við næstum hvað sem er, þá er hringt í okkur. Og þetta er erfitt!
Sigga verslaði sér skrefamæli um daginn á 500kr. ísl.(hún er sko líka að vinna við það sama) og hún labbar frá 10 - 15 þús. skref á einum vinnudegi. Ég skrapp aðeins út í búð í morgun og keypti samskonar skrefamæli á 200kr. ísl.(múhahaha) og þegar ég þetta er skrifað var ég búinn að labba 3453 skref....magnað.



Bönnum líka tjáningarfrelsi fyrst við erum byrjuð á annað borð.

laugardagur, mars 25, 2006

Nattevagten.

Nóg að gerast. Ég ákvað að herma eftir henni Guðbjörgu og fá mér svona web counter á síðuna mína, held að vísu að hann sé eitthvað vitlaust stilltur, er ekki alveg viss, þarf að tjékka betur á þessu...kannski ég geri það bara núna!

Neibb, hann er réttur...

Radisson SAS gaurinn hefur ekkert hringt aftur og ég hef ekki reynt að hafa samband við hann. Ástæðan er líklega sú, eins og áður hefur komið fram að þetta er nú ekkert voðalega safe jobb, ekki föst innkoma þó að starfið sjálft sé eitthvað sem ég væri alveg til í fást við. Önnur ástæða er sú að Sigga var í vinnunni á spítalanum á fimmtudaginn og sendi mér sms. Þá hafði henni verið skipað að láta mig vita að það vantaði fólk sem gæti byrjað med det samme. Hún lét líka fylgja með eitthvað númer sem að ég hringdi í og konan á hinum endanum, hún Dorthe, sagðist vilja fá að hitta mig.
Ég ákvað að rýma mína þéttskipuð dagskrá til að geta hitt hana kl. 13:30 í gær. Við settumst niður og spjölluðum aðeins, ekkert um daginn og veginn - ótrúlegt en satt, heldur bara um helstu upplýsingar sem ég þurfti að vita.
EF ég verð ráðinn er í boði 28 tíma vinnuvika, annað hvort vaktin 13:45 til 22:00 eða frá 22:00 til 06:00...NATTEVAGTEN! úúúúúúúú
Hún var nú ekkert voðalega spennt fyrir mér verð ég að segja og var eiginlega bara að tala um vaktina 13:45 - 22:00 við mig. Það var ekki fyrr en ég sagði að ég gæti alveg tekið næturvaktina ef það hentaði betur. Þá lýstist Dorthe alveg upp, hélt hún ætlaði að faðma mig. "Æðislegt, frábært! Það munar svo miklu að geta beðið einhvern um að taka eina og eina næturvakt!" sagði hún. Eftir það fór hún eiginlega bara að skipuleggja vaktaplanið mitt, spyrja mig hvort að ég vildi ekki fá sömu fríhelgar og Sigga og solleiðis. Hún talaði nefnilega þannig að hún myndi ekki setja mig á næturvaktina, það væri bara svo þægilegt að geta beðið mig um að taka eina svoleiðis ef að það þyrfti.
Dorthe náði samt að róa sig á endanum og sagðist ætla að taka helgina í að hugsa málið og myndi láta mig vita á mán. eða þri. sama hvort ég yrði ráðinn eða ekki.
Hún elskar mig, veit það bara ekki ennþá...

Annars hef ég mikið verið að spá í hvað í fjandnum það er við mig sem gerir það að verkum að fólki langar að tala við mig. Þá er ég að meina algjörlega ókunnugt fólk! Bara einhverstaðar út á götu, inn á börum, út í sjoppu, dagur, kvöld - skiptir engu máli. Fólk kemur bara upp að mér og byrjar að tala um eitthvað sem að mér gæti ekki staðið meira á sama um. Enda hlusta ég ekkert á þau, horfi bara á þau þangað til að þau fatta hvað ég er hugsa: Af hverju í andskotanum ertu að tala við mig? Og nú farið þið kannski að halda að ég líti eitthvað stórt á mig en það er bara ekki satt. Þið getið spurt Siggu um þetta, við stöndum stundum bara gapandi yfir þessu. Það skrýtna kannski í þessu er að þetta er ekkert bundið við DK, þetta var alveg sama sagan á Íslandi.
Alveg að verða pirraður á þessu...



Kannski maður þurfi bara að vera með skilti á sér...

fimmtudagur, mars 23, 2006

Íslmamanskir Múhammeðssleikjandi Habbalabbar!

Magga hans Kela sagði mér að "þeir", múslimir og fleiri sem eru hérna, væru kallaðir habbalabbar til þess að þeir skildu ekki að maður væri að tala um þá ef þær stæðu óvart fyrir aftan mann. Líka kallaðir þetta vegna þess að þeir tala asnalega; Achmal krell Zckralar og svo framvegis...
Mér persónulega hefur alltaf verið illa við þá eftir að ég átti heima í Árósum þar sem ráðist var á mig í strætó og reynt að stela bakpokanum mínum. Ég veit samt að náttúrulega eru allir múslimar ekki eins og þessir heilalausu hálfvitar sem reyndu að messa with the G-man, en mér finnst bara gaman að alhæfa og þú verður bara að sætta þig við það ef þú ætlar að lesa áfram.

Mig langaði nefnilega að skella fram einni kenningu á meðan ég bíð eftir að bossinn á Radisson SAS hringi aftur í mig með nánari upplýsingar. Þetta er meðal annars það sem ég veit: Þetta er ekki föst vinna sem að ég fengi. Ekki einu sinni fast hlutastarf. Þetta myndi virka þannig að ég færi bara á skrá hjá þeim og þeir mættu hringja í mig þegar það vantaði hjálp. Gæti verið 50 tímar í þessari viku og svo ekki neitt í næstu. Þetta fannst mér mjög leiðinlegt að heyra þar sem að ég var allur upptjúnaður fyrir að vera loksins að fá fasta vinnu og koma einhverri reglu á bankabókina mína.
En ég er búinn að vera að hugsa málið og ég ætla að taka þessu. Ég ætla að mæta þarna þegar þeir þurfa á mér að halda, læra á pleisið og kynnast fólkinu. Svo þegar allt smellur saman í my evil masterplan that cannot fail verð ég búinn að fremja ótal skemmdarverka á staðnum og lauma því svo að bossinum að ég hafi séð tja...Lars t.d. gera þetta allt saman. Hann rekinn og ég kominn með fasta vinnu!! Getur ekki klikkað...

Aftur að múslimunum.

Þeir eru náttúrulega klikkaðir, það er eitthvað sem að ég þarf ekki að segja neinum.
En það sem ég var að spá er hvort að þeir séu nógu heimskir til að sprengja eitthvað upp hérna í danmörku. Var að ræða um þetta við Siggu og ég held að þeir komi ekki til með að fremja nein hemdarverk af slíkri stærðargráðu hérna. Nema þeir séu náttúrulega nógu heimskir. Mitt point er nefnilega það að ef þeir sprengja upp eitthvað hérna í DK þá eru nefnilega 93% líkur á að 78% þeirra sem deyja í sprengingunni verði þeirra eigið fólk! T.d. ef þeir myndu sprengja Lidl(soldið eins og Bónus) sem er hérna rétt hjá, myndi ég og 3 danir deyja ásamt 100 múslimum. Það síðasta sem að ég myndi líklega ná að hósta upp í gegnum blóðið væri: "Hehe...the jokes on you assholes!".


mánudagur, mars 20, 2006

Radisson SAS.

Mig langar að byrja á að þakka öllum þeim sem lögðu það á sig að krossleggja tærnar fyrir mig. Það er gaman frá því að segja að það svínvirkaði! Ég held ég sé kominn með vinnu.
Við Sigga fórum þangað(Radisson SAS) í morgun og hittum vinkonu hennar eins og við áttum að gera. Hún átti svo að kynna mig fyrir yfirmanninum. Það gerði hún ekki...hann þurfti víst að flýta sér út 10 mín. áður en við komum til að ná í hárgreiðslutímann sem hann átti pantaðann. *ugh* hugsaði ég með mér. Ætlaði þetta að verða eins og allt annað hérna sem maður er búin að ganga í gegnum varðandi atvinnuleit - aldrei finnst yfirmaðurinn og maður er dreginn á asnaeyrum í godt nok 3 mánuði....?
Heldur betur ekki!! Eftir að hún hafði sagt okkur þetta með bossinn bætti hún við að hann hefði beðið fyrir um skilaboð til mín: "Ég átti að segja þér að hann Jens ætlar að hringja í þig í kvöld bara svona til að heyra í þér og líka að hann gerði ráð fyrir að þú myndir byrja á föstudaginn. Getur þú það?" sagði hún bara eins og ekkert væri sjálfsagðara.
"Ég held að það myndi henta mér bara ágætlega" náði ég að stama út úr mér á milli þess sem ég reyndi að hemja aftur af mér gleðidansinn og reyndar líka nokkurra illra loftegunda sem héldu greinilega að þetta væri fullkominn tímapunktur til að brjótast út um óæðri endann á mér.
Svo löbbuðum við smá hring og spjölluðum saman á meðan hún var að sýna mér svona þetta helsta á hótelinu. Sjúklega stórir veislusalir og meðal annars sagði hún mér að þau væru að fá 1200 manns í mat í kvöld....hvernig ætli þetta sé á föstudagskvöldum(shitófokk)! Þegar við kvöddumst sagðist hún svo gera 99% ráð fyrir að sjá mig aftur á föstudaginn. Gummi ánægður. Gott stöff!
Núna sit ég bara heima og bíð eftir símtali.....meira á morgun.



Ef maður er kominn með fasta vinnu er nú aldrei að vita nema maður rölti til þýskalands og nái sér í einn svona fák...

fimmtudagur, mars 16, 2006

Dagur 209...

...so very, very tired.

Vaknaði klukkan 5:20 til að mæta í hið æsispennandi og yfirþyrmandi skemmtilega starf ruslakarlsins klukkan 6:30! Það er vaknað. Svo eru teknar góðar 20 mínútur í að reyna að átta sig á hvort það sé ennþá nótt eða hvort það sé hreinlega verið að gera at í manni. Eftir nákvæmlega enga niðurstöðu er farið í það að leita að ullarsokkum af því að það er fokking skítakuldi hérna! Það hefur ekki verið svona kalt í mars mánuði hérna í DK í 43 ár...talandi um að Gummi sé alltaf með tímasetningar á hreinu: "Ég held að þetta sé gott ár til að flýja íslenska veturinn og flytja til heitara lands".(Fokking hálfviti!)
Eftir að hafa teipað ullarsokkana vandlega yfir eyrun er lagt af stað í 25 mínútna langan hjólatúr. Eftir ca. 10 mín. er teipið byrjað að losna útaf svitanum á enninu þannig að ég sting sokkunum bara inn á buxurnar þar sem ég held að hneturnar mínar og slátrið hafi einhvern tímann verið - alveg steinhættur að finna nokkurn skapaðan hlut í þessum skítakulda!
Þetta legg ég á mig til þess eins að hanga og hendast til og frá aftan á ruslabíl allan daginn...og ég ætla að gera það aftur á morgun! Nema þá ætla ég að mæta klukkan 6! Svona er ég snjall.
En á mánudaginn ætla ég ekki að gera þetta. Ég ætla að gera svolítið annað og vonandi skemmtilegra. Hún Sigga mín er náttúrulega óstöðvandi. Hún er með einhverri konu í dönskuskólanum, sem hún fer í á kvöldin, sem heitir Margarita. Þær tvær voru eitthvað að spjalla og kemur í ljós að hún Margarita er að vinna á hóteli hérna og það vantar víst þjóna. Það er búið að tala við "Bossinn og alles" og hann sagði að ég ætti endilega að mæta, það er víst brjálað að gera.




Ég ætla að krossleggja tærnar og vona að þið gerið það sama...

miðvikudagur, mars 15, 2006

Atvinnuviðtal.

Ég er s.s. staddur þarna á Plaza Hótel Odense og lentur í atvinnuviðtali. Virðulegur maður sem er að taka þetta viðtal við mig. Byrjum á svona small talk-i og allt gengur bærilega. Hann heyrir mjög fljótlega og sér það líklega líka á nafninu mínu að ég er ekki dani þannig að hann fer að spyrja út í hvaðan ég sé. Ég segi honum það og við spjöllum aðeins um Ísland. Kemur í ljós að hann hefur komið þangað nokkrum sinnum. Svo spyr hann hvort að flestir danir spyrji mig ekki hvort að Íslendingar búi ennþá í snjóhúsum. Ég játti því og við flissum, svona út um nefið eins og maður gerir stundum. Nema hvað ég er nýbúinn að vera veikur, hálsbólga og kvef og fleira skemmtilegt. Ekki alveg búinn að jafna mig 100% þannig að það kemur þessi fína horslumma út um nefið á mér þegar ég flissa.....ég gerði mér grein fyrir því og af störunni að dæma tók hann víst líka eftir þessu. "Viltu tissjú", spurði hann. "Nei, nei", svaraði ég. "Þetta reddast". Ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa en ég byrja s.s. að sjúga upp í nefið af ógnarkrafti og reyna að ýta þessu upp með tungunni!
Eftir gríðarlega vandræðalegar 4 mínútur höldum við áfram með viðtalið og klárum það.
"Við verðum í sambandi", segir hann og hálfpartinn ýtir mér út. Þar sem ég stend þarna fyrir utan skrifstofuna hans eftir að hann er búinn að loka hurðinni heyri ég að maðurinn er hreinlega að kafna úr hláturskrampa....


..og við það vakna ég!

sunnudagur, mars 12, 2006

FIONA PARK.



Jebsí, ég og Sigga urðum okkur út um ókeypis miða á völlinn. Hann er hérna eiginlega við hliðina á íbúðinni okkar þannig að við röltum bara. Það var alveg sjúklega kallt og eins og glöggir hafa kannski tekið eftir þá er ég búinn að raka af mér kleinuhringinn....leiddist.
Við vissum ekkert hvað við vorum að gera, fórum bara inn um einhvern inngang. Þar beið afar stórgerður maður eftir að káfa á mér öllum og láta mig tæma vasana. Sigga stóð fyrir aftan mig og fékk svo bara að rölta í gegn eins og hún væri bara saklausasta manneskja í heimi. Ekkert káf og ekki neitt! Þá datt nú út úr minni að þarna hefði fyrirtaks tækifæri til að smygla inn öllu kókaíninu og vopnasafninu sem hún býr greinilega yfir farið til einskis.
Við löbbuðum svo bara inn í einhverja stúku og eftir svona 5 mínútur föttuðum við að við höfðum sest í "bullu" stúkuna. Gríðarlega mikið sungið, drukkið og konfetti hennt út um allt. Það var stemmning. Okkar lið, OB(Odense Boldklub), kom sterkt inn í leikinn og afgreiddi hann 2 - 0 með einu marki í sitt hvorum hálfleiknum. Maður gæti nú alveg farið að leggja þetta fyrir sig, fara á völlinn og hanga með bullunum....söng óðir skrattar alveg hreint.
Sjálfur var ég nú líka að spila leik á laugardaginn. Æfingaleikur á móti liði sem er 2 deildum fyrir ofan okkur. Við töpuðum 1 - 2. Kallinn spilaði allan leikinn og stóð sig hreint út sagt ótrúlega vel samkvæmt eina rónanum sem kom að horfa á.


Svo langar mig að deila með ykkur uppskrift að alveg hreint guðdómlegum rétti.Við erum að tala um rúgbrauð, smyrjið á það mikið af grófhakkaðri kæfu, skerið svo nokkrar gúrkusneiðar og leggið snyrtilega ofan á kæfuna. Þar næst er smáslurk af kartöflusalati dreift yfir herlegheitinn. Þetta lítur einhvern veginn(nákvæmlega) svona út:

Enjoy!

miðvikudagur, mars 08, 2006

11 komma 3 prósent!

Hérna er "The Crime Scene" úr síðasta pistli, séð út um gluggan hjá mér:

Þið verðið bara að ýminda ykkur rónana inn í glerbúrinu, svona soldið eins og dýr í dýragarði...þau létu líka svolítið eins og apar...á sýru.

Og svona hefði ég átt að hlaupa út til þeirra:

Sem ég gerði náttúrulega ekki en það hefði verið skemmtilega saga...og sjálfsagt stórhættulegt líka.

Háskólinn í Odense var með opið hús á laugardaginn og við Sigga skelltum okkur og fórum mjög fljótlega eftir það niður í háskólann...
Þar var öllu steini léttara stolið, bæklingum og svoleiðis. Íþróttadeildin var með bás og þar var hægt að fá mælda líkamsfitu á einhverskonar vigt. Ég sló til og spurði svo hvort ég mætti prófa....Ó MAN! ÉG ER ON FIRE HÉRNA!! HAHAHA! ok ég er hættur...
En það kom sem sagt í ljós að ég er með 11.3% líkamsfitu. Það sagði mér ekkert þannig að þetta var útskýrt þannig að "venjuleg" manneskja væri á bilinu 14 - 20%.
Ég heim! Tortillas eldaðar af Siggu á meðan ég hreyfði mig sem minnst. Svo át ég eins og svín. Át svo mikið að ég ældi næstum því, engar ýkjur. Lagðist upp í sófa og reyndi að svitna sem minnst. Þá kemur íslenska stelpa sem býr hérna við hliðina á okkur og segir að það hafi farið öryggi hjá henni og hvort við eigum auka. Ég var í svo annarlegu ástandi, gæti allt eins hafað verið á LSD trippi eftir þetta ofát, að ég bauð henni lampa....(til að stinga í rafmagnslausu innstunguna sína?). Ég hló svo inní mér. Hún horfði á mig eins og ég hafi boðið henni lampa....til að stinga í rafmagnslausu innstunguna sína og hraðaði sér svo í burtu.

Ég fékk annars að fara aftur í eplapakkeríið í gær og verð líklega í því út þessa og næstu viku. Það er fínt. Skárra en þetta helvítis eggjahvítupúðurdjöfull sem ég var í seinast.
Annars er ég kominn með Football Manager 2006 í tölvuna og hef hreinlega ekki tíma fyrir svona bloggvitleysu!

föstudagur, mars 03, 2006

Big City Living.

Aldrei stoppar stuðið hér á Middelfartvej! Hérna sat ég í gær rétt áður en ég fór að sofa og byrja allt í einu að heyra einhver læti. Fullir unglingar að bíða eftir strætó, hugsaði ég með sjálfum mér, það er nefnilega ekkert svo sjaldgæft á föstudagskvöldum. En í gær var fimmtudagskvöld. Danir fara nú alveg á pöbbinn á fimmtudögum líka...hmm...ég ákvað þá að hlusta aðeins betur þar sem að ég nennti ómögulega að standa upp. Þetta var eiginlega bara ein manneskja að öskra og önnur að reyna að öskra en gerði eiginlega meira í því að væla og snökta, frekar hátt, I might add. Áhugi minn var vakinn, ég stóð upp en settist mjög fljótlega aftur, rassinn á mér hafði tekið forskot á sæluna og sofnað. Eftir ákaft nudd og káf á sjálfum mér komst ég á fætur og út í glugga.
Þarna stóðu tveir rónar, karl og kelling, og rifust eins og kettir með aðeins of mikið sinnep í görninni. Ekki skildi ég stakt orð af því sem kom frá þeim en þetta var hin mesta skemmtun. Kellingin var nefnilega að henda í hann klinki en hitti bara ekki, sama hvað hún reyndi. Klinkið endaði allt út á miðri götu og mig langar að benda á að gatan hérna fyrir utan er sú umferðaþyngsta í Odense.

Rónaregla númer 1: Ef þú sérð klink einhverstaðar skiptir líf þitt og limir engu máli, YOU PICK IT UP!

Kellingin stóð sem sagt þarna og fleygði klinki út á götu, kallinn hlýddi rónareglu númer 1 út í öfgar og stóð bara út á miðri götu og tíndi klinkið jafnóðum upp. Ég er ekki viss um að hann hafi vitað hvar hann var jafnvel þótt að bílarnir flautuðu á hann og sumir bara rétt náðu að negla niður áður en þeir straujuðu hann niður. Hann stóð bara þarna, týndi þetta upp á milli þess sem hann hellti úr skálum reiði sinnar á kellinguna. Nú voru þau farinn að standa sínum óstyrku fótum sínum aðeins of nálægt einum bílnum sem var lagt við götuna. Það fannst allavega eigandanum sem kom út, tvítugur drengur, asískur í útliti með vöðva sem pössuðu ágætlega í hvíta hlýrabolinn. Hann reynir eitthvað að reka þau í burtu.

Rónaregla númer 2: Ef einhver reynir að tala við þig er hann örugglega að biðja um slagsmál.

Í smá stund hætta þessi skötuhjú að rífast til að sameinast um að ógna asian looking buff man og það virkar. Hann hljóp aftur inn til sín. Þetta virtist hafa sameinað þau í smá stund og þau færa sig á strætó stöðina sem er beint fyrir utan gluggan hjá mér. Þetta var mjög "smá" stund þar sem að þau byrja aftur að öskra á hvort annað um leið og þau setjast niður. Ég held að kallinn hafi verið að reyna að biðja hana um að drattast á fætur svo að hann gæti nú farið að mixa eitthvað dóp á bekknum, sem hann svo gerði um leið og hún stóð upp.

Rónaregla númer 3: Þó að þú standir inn í strætóskýli úr gleri ertu ábyggilega einn í heiminum.

Nú var mér hætt að lítast á blikuna þar sem að feita kella var farinn að fækka fötum og nálar voru komnar upp úr vasa karlsins. Ég var búinn að slá inn 1 og 1 á símann en þá kom bara löggan. Enn ein sönnun fyrir fjarskiptum mínum við yfirvöldin. Aldrei hef ég séð svo snögg handtök hjá jafn óstabílu fólki. Dópið niður í vasa og fötin aftur á líkamann og svo sest niður á bekkinn eins og þau væru bara venjulegt fólk að bíða eftir strætó....sem var löngu hættur að keyra. (Hvaða fífl ákváðu að "strætó er hættur að ganga" væri ásættanleg setning?)
Lögreglan tala við þau í smá stund og keyrir svo í burtu. Sprautan upp á bekk, fötin af og mixið heldur áfram.

Rónaregla númer 4: Sá sem sigaði löggunni á þig er ábyggilega hættur að horfa núna...

Nema hvað, kella gefst upp á þessu slugsi og fer bara! Kallinum gæti ekki verið meira sama þar sem að hann er alveg að ná að hitta í einhverja æð eftir að hafa sótthreinsað sprautuna vel upp úr bjórnum sem hann var með. Hann sat þarna eins og mygluð sveskja og náði á einhvern undraverðan hátt að toga sprautuna aftur út og leggja hana frá sér.
Ég var að lýsa þessu öllu fyrir Daða í beinni á msn og við vorum alveg sammála um það að þetta væri tíminn fyrir mig að hlaupa út með Scream grímuna mína og fáránlega stóra hattinn sem ég keypti á Hróarskeldu hátíðinni, standa fyrir framann hann og öskra. Svo var jafvel inn í myndinni að taka með sér rugby boltann minn og þrykkja í hausinn á honum, hlaupa svo flissandi í burtu. Auðvitað guggnaði ég. Vil helst ekkert koma nálægt svona sóðapjésum.
Kallin komst svo til meðvitundar, stóð upp, hrópaði einhver ókvæðis orð í áttina sem kella strunsaði í, settist svo niður og sprautaði sig aftur.
Sigga tilkynnti mér nú fyrr í vikunni að það er hægt að stinga manni í fangelsi fyrir að veita ekki manneskju fyrstu hjálp. I could not care less í þessu tilviki.
Hann dó sem betur fer ekki og drullaði sér í burtu á endanum.

Rónar sko...

Vissir þú að Walt Disney var hræddur við mýs?

miðvikudagur, mars 01, 2006

Tí.

Þegar ég var átta ára hélt ég og trúði staðfast að ég gæti sigrað heiminn, komist yfir allar hindranir, sigrast á öllum mínum andstæðingum og átt gott líf, eins og móðir mín orðaði það. Ég var samt ekkert að hlaupa með hausinn á undann í bumbuna á stærsta stráknum í skólanum sem fannst ekkert skemmtilegra í frímínútum en að setjast á mig og reka við. Nei, nei, ég er nefnilega ekkert svo heimskur samkvæmt þessu IQ prófi hérna þar sem kallinn negldi niður skor upp á 117(taktu það og troddu því upp í rassgatið á þér Biggi stærðfræðikennari!).
Þetta góða líf var bara rétt handan við hornið. Á því sekúndubroti sem ég lít fyrir hornið kemur þetta góða líf með risastóra Wok pönnu og þrykkir í andlitið á mér. Þetta var ekki það eina sem beið eftir mér. Þarna stóðu s.s. lífið, yfirdráttaheimild, visareikningur, bílalán, ríkistjórnin, skólinn og atvinnurekendur - allir með golfkylfu. Þar sem ég ligg, alblóðugur í andlitinu eftir helvítis Wok pönnuna, skiptast þeir á að láta mjög svo hnitmiðuð högg dynja á mænunni. Stundum taka þeir sér pásu, snúa mér við og nota hausinn á mér sem tí og vanda sig við að hitta ekki kúluna. Þetta hélt ég að þeir ætluðu að gera það sem eftir væri af þessu "góða lífi".
En svo hitti ég Siggu. Í þetta eina ár og 7 mánuði sem við höfum verið saman hefur henni tekist að slá af mér visareikninginn og yfirdráttaheimildina, sannfæra skólann um að slaka á höggunum og lífið er farið að hugsa um eitthvað allt annað. Við tókum á sprett og ríkistjórnin nennti ekki að elta en því nennti bílalánið aftur á móti, enda bens sko. Atvinnurekendur virðast hinsvegar hafa stofnað eitthvað félag og ætla sko ekki að gefast upp sem er líklega ástæðan fyrir því að ég sit hér heima á hádegi á virkum degi og er að blogga...Sigga er náttúrulega komin með vinnu. Eftir rúmlega 67 umsóknir hingað og þangað tókst henni þetta og í, að ég held, fyrsta skipti á ævinni lít ég virkilega upp til einhverrar manneskju og það er ekki af því að hún er að draga mig áfram í blóði mínu með skaddaða mænu.


...stundum er maður bara eins og fíll að drukkna...